Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Page 2

Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Page 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 15 júní til miövikudags 21. júni Vatnsberinn (20.jan - 18. feb) Þú veröur óvænt sammála og sátt viö einhvern sem þú umgengst og hefur ekki haft mikið álit á og þú skilur ekki í raun, þessa hugarfarsbreytingu. Það er ekki ráðlegt að vera of háður öðrum, hvorki tilfinningalega, fjár- hagslega né félagslega. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Einhver í vogamerkinu heimtar sam- starf á jafnréttisgrundvelli. Því betur sem þú agar þig, því traustara verður þetta samstarf. Ef vinnan er að draga þig i þunglyndi, skaltu fresta öllu því sem þú mögulega getur til morguns. Nýr dagur - ný viðhorf. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Reyndu aö ganga frá ókláruðu verki, svo þú getir byrjað á nýju. Það er svo mikil væntumþykja, gleði, rómantík, velgegni og óblífandi samheldni í kringum þig. Njóttu vel því staðan er einstök. Nautiö (20. apr. - 20. maí) Þú ert I miklu uppáhaldi og áliti hjá fjölskyldu og vinum þessa viku. Þeim finnst þú “toppurinn” og ekkert sem þú gerir er rangt. Það er engin hætta að þér stígi þessi upphefð til höfuðs því þú veist ekki af þessu. Eins manns missir verður þinn gróði. Tvíburinn (21. mai - 20. júní) Ja, hérna, Það skyldi þó ekki vera að þú sért ástfangin(n). Varstu búin(n) að gleyma hvernig þetta var? Farðu nú ekki að flækja þessa sælu með gömlum sárum minningum sem ættu að vera löngu dauöar. Sumir hafa á orði að það sem þú snertir verður að gulli. Krabbinn (21. júní - 22. júlf) Fjölskyldan kemur saman um helgina og þar verður mikil og einlæg sam- heldni. Innilegt ástarsamband magn- ast og þér finnst þetta allt meir en ó- trúleg upplifun. Einlægnin ein blífur þessa dagana. Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Fortíðin er eitthvað að angra þig um helgina og til að fá frelsi þarf sátt. Þvi verður ekki breytt. Opnaðu allar gáttir og tjáðu þínar skoðanir. Láttu svo vaða á ókönnuð mið. Þú veist alveg hvað þú vilt. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Farðu þér bara rólega þessa viku en stattu þó á þínu striki. Þú vinnur ó- hemju mikið á þögninni og þolinmæð- inni, þótt þér finnist svo ekki vera. Ræktaðu samband við góðan vin sem er á andlega sviðinu. Þú færð nú stundum skilaboð, taktu eftir þeim. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þú hefur einstaklega virðulegan orðs- týr og á honum tekst þér að fleytaþér vel áfram í samskiptum við aðra og í viðskiptum. Þér er sjaldan neitað. Leitaðu sannleikanns með því að spyrja þá sem vita svörin. Tíminn leið- ir “allt” í Ijós. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Vonir gærdagsins fljóta nú upp á yfir- borðinu, ekki aldeilis gleymdar. Núna er þér rétt tækifærið upp í hendurnar. Ekki eru allir svona lánsamir. Ósk- hyggja kemur oft hjólinu til að snúast og hvetur mann til framkvæmda. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Hugur þinn er reikandi um þessar mundir, og sjálfur ertu farin(n) að ferð- ast um heimsins höf. Þú virðist eitt- hvað i leit að gömlum góðum stund- um og gömlum hefðum sem í minn- ingu þinni veitti þér áður hamingju. Vinur minn, líttu þér nær. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Kynntu þér alla málavexti vel, því þessi slóttuga gagnrýni, sem skellur á eins og skrattinn úr sauðaleggnum, er vel undirbúin. Vert þú undirbúin(n). Þetta líður þó yfir og gleymist, bara enn einn liður á þroskabrautinni. Af- greitt máll Muniö aö brosa. Lokun leikvallarins við Langeyrarveg mótmælt Er eina leik- svæðið fyrir 124 börn Ibúar í nágrenni leikvallar- ins við Langeyrarveg hefur mótmælt þeirri ákvörðun bæj- aryfirvalda að loka vellinum næstu sex mánuðina. A útifundi sem íbúarnir efndu til á vellin- um í síðustu viku var ákveðið að kjósa nefnd til að koma á framfæri greinargerð til bæjar- yfirvalda um málið þar sem sjónarmið íbúanna koma fram. Alls munu 124 börn undir 12 ára aldri búa í næstu götum við völlinn og er þetta eina leik- svæði þeirra í hverfinu. Að sögn eins íbúanna er vilji til þess að leysa málið í samvinnu við bæjaryfirvöld og alls ekki um það að ræða að íbúamir ætli í eitt- hvert stríð við þau. Hinsvegar er mikil óánægja með hvemig stað- ið var að lokun leikvallarins og einhliða ákvörðun bæjaryfir- valda. Nefnd sú sem kosin var á úti- fundinum hefur skilað greinar- gerð sinni en þar er að ftnna til- lögur í tíu liðum um úrbætur. Leikvöllurinn er aðallega notaður af yngri bömum yfir daginn en nánast ekkert á kvöldin. Heimsókn í Tómstund Þátttakan ótrúlega góð Þau Stefán, Hrafnhildur og Ófeigur I'au sem skipuleggja og starfa við Tómstund, dagskrá fyrir 14 ára unglinga í Hafnarfirði í sum- ar, segja að þátttaka unglinga sé ótrúlega góð það sem komið er. Alls eiga tæplega 300 unglingar kost á að vera með í dagskránni og þau geta skráð sig í það sem í boði er í allt sumar. Þau sem starfa við Tómstund eru Stefán Sigurðsson, Ófeigur Friðriksson og Hrafnhildur Páls- dóttir. Stefán hefur gengt hluta- starfi í Vitanum en er þess fyrir utan í hagfræðinámi í Háskóian- um. Ófeigur kláraði stúdentspróf í Flensborg fyrir ári síðan og hef- ur unnið við hitt og þetta og Hrafnhildur hefur verið flokks- stjóri í unglingavinnunni undan- farin þrjú ár en vinnur á vetrum hjá P. Ólafsson. í máli þeirra kemur fram að kynning á þessu starfi hafi farið fremur seint af stað en það virðist ekki ætla að koma að sök miðað við aðsóknina nú. “Þetta hefur greiniiega spurst út meðal ung- linganna og af þeim skráningum sem komnar eru munu námskeið- in í Iðnskólanum einna vinsælust svo og útvarpsfræðslan,” segja þau Stefán, Ófeigur og Hrafnhild- ur. Námskeiðin standa yfir í alit sumar og þau vilja taka fram, eins og áður segir, að unglingar geta skráð sig í þau þar til síðasta nám- skeiðinu lýkur. Allir komast að meðan pláss leyftr. Æringi - meinlegur og misk- unnarlaus - skrifar án ábyrgðar Kvenna-kastalinn í Bersaborg og Flensu Kristján Bersi útskrifaði nýverið 44 stúdenta og var frá því sagt í síðasta Fjarð- arpósti að 28 þeirra hefðu verið konur. Meira að segja birtir virt blað eins og Fjarðarpósturinn rnyndir af þessum val- kyrjum skælbrosandi en innan um þær glittir í einstaka niðurlútan KARLMANN með sorgarsvip og tár í hvarmi. Ja, nú dám- ar Æringja sem kallar þó ekki allt ömmu sína - ... eiginlega kallar hann bara ömrnu sína ömmu sína og þykir afskaplega vænt um hana þótt hún sé kona sem haft gengið menntaveginn. Annars hefur hann aldrei skiiið þetía orðatiitæki að kalla ekki allt ömtnu sína. Ömmur sem eru svo vænar og góðar og vilja allt fyrir mann gera. Ltka þær ömmur sem eiga svona óskammfeilin bamaböm eins og Æringja. En það er önn- ur saga. Það, að aðeins sextán KARLMENN skuli vera rneðal nýstúdenta, er ÁHYGGJUEFNI. Konur hafa kotrosknar fellt undir sig hvert vígið á fætur öðru og ekki látið þar við sitja heldur hreinlega valtað yfir hvað sem fyrir verður. Ef svo heldur frarn sem horfir verða KARL- MENN orðnir homreka minnihlutahópur, geymdur í felum og ekki tekinn fram nema á tyllidögum og við önnur þurftatækifæri því eins og Gulli sagði forðum: Náttúran hrópar og kallar...: Þær brosa blítt og eiga heim í Bersaborg og Flensu. Meyjarsnótamenntabreim, og mjálm í hverri kvensu. Sú var tíð er konur kenndu, körlum aðeins böm. En nú eru kátt í kvennalendu, þar kerlur steyta göm. Skálkar verða og skrapatól, skröggar, belgir, fautar. Spari briikast strákar um jól, og stundum þeirra stautar. Og svo ailt annar sálmur en einnig af gefnu tilefni: Daginn lengir dulítið hér, drenginn í athygli svengja fer. Ó ég elska'nn Jóhann Begg jafnvel þó’ann sé eins og hann er! ■fiAEtARI VIKUNNAR Fullt nafn? Hafsteinn Ingimundar- son Fæðingardagur? 03.06. 1969 Fjölskylduhagir? Einhleypur Bifreið? Fjallahjól Starf? Sumamnaður hjá ÍSAL Fyrri störf? ÍSAL Helsti veikleiki? Eigingimi Helsti kostur? Sanngimi Eftirlætismatur? Grænmeti Versti matur? Kjötmeti Eftirlætistónlist? Alæta Eftirlætisíþróttamaður? Guð- mundur Lúðvík Grétarsson A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Engum Eftirlætissjónvarpsefni? Simpsons Leiðinlcgasta sjónvarpsefni? Eld- húsdagsumræður Besta bók sem þú hefur lesið? Englar alheimsins eftir Einar M. Guðmundsson Hvaða bók ertu að lesa núna? Böm náttúrunnar eftir Laxness Uppáhaldsleikari? Robert De Niro Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Blue Veivet Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Allt mögulegt Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Skaftafell Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Sannleika Hvað meturðu síst í fari annarra? Lygi fréttimar, það er alltaf einhver Hafn- Hvern vildirðu helst hitta? Homer arfjarðarbrandari í þeim þessa dag- Simpson ana. Hvað vildirðu helst í afmælis- gjöf? Góða bók Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happ- drætti?' Ferðast um heiminn. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Alls ekki neitt Ef þú værir ekki mann- eskja, hvað værirðu þá? Selur Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Kvöld-

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.