Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Qupperneq 5

Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Qupperneq 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Fiskmarkaði var komið á fót við veitingahúsið Kænuna. Hestaleiga var mjög vinsæl meðal yngstu kynslóðarinnar. Koddaslagur er ómissandi á Sjómannadaginn. Aldraðir sjómenn voru að venju heiðraðir á Sjómannadaginn. Þeir mættu á heiðurspallinn ásamt eiginkonum sínum. Langur aðdragandi að falli meirihlutans Þrir möguleik- ar eru á nýrri bæjarstjórn Stjórn bæjarmála í Hafnarfirði er í mikilli óvissu eftir síðasta bæj- arstjórnarfund þar sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags féll öðru sinni. Magnús Gunn- arsson oddviti Sjálfstæðismanna tilkynnti Magnúsi Jóni Arnasyni bæjarstjóra formlega í gærdag að hann gæti ekki haldið samstarfinu áfram. Síðan var sama tilkynning gefín á fulltrúaráðsfundi flokksins. Þrír möguleikar eru á nýjum meiri- hluta. Jóhann og Alþýðuflokkur gætu myndað meirihluta, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur einnig og tveir til þrír fulltrúar Sjálfstæð- isflokks gætu myndað meirihluta með Alþýðuflokknum. Eins og sést af þessari upptalningu eru Alþýðuflokksmenn nú í lykilað- stöðu í bæjarstjóm því nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku þeirra. Spumingin er bara hvaða aðila þeir vilja velja sér til samstarfs. Hvað hina tvo möguleikana varðar, sam- starf með Alþýðubandalagi eða Sjálf- stæðisflokki, ætti að telja líkumar jafnar. I raun er ekkert því til fyrir- stöðu að Alþýðuflokkur velji annan af þessum kostum þar sem úttektir þær sem fyrrum meirihluti lét gera á fjár- málum bæjarins em að baki og menn geta sest niður með hreint borð. Harma niðurstöðuna Magnús Gunnarsson segir að hann harmi auðvitað þessa niðurstöðu að meirihlutinn féll og hann harmar ein- nig samstarfsörðugleikana sem ollu því, örðugleika sem snémst í kring- um Jóhann G. Bergþórsson og ýmis málefni hans. “Með fullri virðingu fyrir öðmm umsækjendum um stöðu bæjarverk- fræðings harma ég einnig lyktir þess máls en þar lagði ég mig fram um að velja í embættið mann sem hefur ákaflega góð meðmæli og hefði ver- ið fengur í fyrir bæjarfélagið,” segir Magnús Gunnarsson. Hvað framtíðina varðar segir Magnús að hann og Valgerður Sig- urðardóttir muni nú leita hófanna hjá öðrum og em reiðubúin til viðræðna við hvem þann sem vill slíkt. Skiluðum okkar Magnús Jón Amason bæjarstjóri segir að Alþýðubandalagið haft stað- ið heilt og óskipt í starfi sínu í meiri- hlutanum með Sjálfstæðisflokknum. Meirihlutinn hafi tekið formlega ákvörðun um að styðja við bakið á Bimi Inga Sveinssyni í embætti bæj- arverkfræðings og þar hafi Alþýðu- bandalagið skilað sínum tveimur at- kvæðum. “Eg vil hinsvegar taka það fram að ég tel Kristinn Ó. Magnús- son ákaflega hæfan mann í þetta embætti og hef átt mjög gott samstarf við hann sem bæjarstjóri,” segir Magnús Jón. Hvað framhaldið varðar segir Magnús Jón að Alþýðubandalagið muni koma saman til fundar þar sem línumar verða lagðar. “Það hefur ætíð legið ljóst í mínum huga að það er skylda bæjarfulltrúa að mynda starfhæfan meirihluta og Alþýðu- bandalagið mun axla þá ábyrgð,” segir Magnús Jón. “Og í því sam- bandi má nefna að við höfum ætíð gengið heilir og óskiptir í slíkt sam- starf.” Förum okkur hægt Ingvar Viktorsson oddviti Alþýðu- flokksins segir að þeir ætli að fara sér hægt í nýjar meirihlutaviðræður en jafnframt að þeir séu opnir fyrir öllum möguleikum. “Við höfum áhuga á að ræða við alla aðila en það hefur eng- inn komið að orði við okkur ennþá,” segir Ingvar er Fjarðarpósturinn ræddi við hann á þriðjudagskvöld. “Það sem er lykilatriði er að fá lausn sem er til hagsbóta fyrir bæinn og bæjarbúa.” Jóhann G. Bergþórsson sagði strax að loknum bæjarstjómarfundinum á þriðjudag að hann liti á úrslitin í kjöri bæjarverkfræðings sem trúnaðarbrest í sinn garð þar sem honum hafði ver- ið lofuð staðan við meirihlutaviðræð- umar s.l. vor. Hann vildi ekki gefa út skýra yfirlýsingu um að hann væri hættur að styðja meirihlutann en kvaðst starfa áfram í Sjálfstæðis- flokknum meðan hann yrði ekki rek- inn úr þeim flokki. Aðspurður um af- hverju hann hefði sótt svo stíft að fá að vera bæði bæjarverkfræðingur og bæjarfulltrúi sagði hann m.a. að reiícningar bæjarins sýndu að þörf væri á styrkri stjóm til að taka á þeim málum sem brýnust væm. Aðdragandinn Aðdragandinn að falli meirihlut- ans í Hafnarfirði er orðinn langur og raunar má rekja hann allt aftur að meirihlutaviðræðunum síðasta vor. Þær viðræður strönduðu lengi á af- stöðu Jóhanns G. Bergþórssonar og kröfu hans um að bæjarstjóri yrði ópólitískur. Að lokum lét hann af andstöðu sinni gegn því að fá emb- ætti bæjarverkfræðings í sinn hlut en loforð um þá stöðu var ekki skilyrt því að hann léti af störfum sem bæj- arfulltrúi. Nú var svo komið að Sjálf- stæðismenn í Hafnarfirði ákváðu að bráðabirgðalausnir og málamiðlanir dygðu ekki lengur og veittu því Magnúsi Gunnarssyni umboð til að tilnefna hæfasta umsækjandann í stöðu bæjarverkfræðings. Allt frá því að meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags hóf samstarf hefur verið erfitt að greina hvort Jóhann hafi verið með í því eða ekki. Heimildarmaður innan Alþýðubandalagsins segir að menn þar á bæ hafi a.m.k. átt í erfiðleikum með að sjá hvort Jóhann fylgdi sín- um flokki eða ekki frá degi til dags í bæjarstjóminni. Og nefna má að Jó- hann tók ekki þátt í gerð fyrstu fjár- hagsáætlunar hins nýja meirihluta þótt hann væri reyndasti bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrum oddviti hans. Hafnfirðingar hafa í vetur getað fylgst náið með innanhúsvandamál- um Sjálfstæðisflokksins vegna Jó- hanns G. Bergþórssonar enda málið efni í gott fjölmiðlafóður. Fór svo að hann felldi meirihlutann um stund en kom svo aftur inn eftir að m.a. Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hafði beitt sér í málinu. Ekki eru tök á að rifja þá sögu alla hér en svo virtist að málið væri kom- ið fyrir horn er Jóhann gaf þá yfirlýs- ingu þann 11. maí að hann myndi ekki sækjast eftir embætti bæjarverk- fræðings. Síðan fékk hann svör frá félagsmálaráðuneytinu um að hann gæti bæði setið sem bæjarverkfræð- ingur og bæjarfulltrúi og sótti hann þá um embættið ásamt 10 öðrum. © K -R T HANAEMORI METZLER Marc O’Polo ROXY ncwdvic Pctoí/ 4unte/i marcolin JIL SANDER NEOSTYLE tJt ni,augnsýn Miöbæ 555 4789 Óskum viðskiptavinum okkar og Hafnfirðingum gleðilega þjóðhátíð

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.