Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 8
í 555 0292 virka daga 9:00 - 22:00 helgar 10:00 ¦ 20:00 Topp Sól iíuii 3új j/'iO < » » omr-Nm-niiNH I hailenskur malsölustaour Restaurani - Pub STRANDGÖTU 30 SÍMI 565 5661 Framköllun á 24 myndum frá kr. 690,- FILMUR & FRAMK#* LLUN Mi&bæ-s. 565 4120 Bæjarstjóm og Skógræktarfélagið gera samning Til heilla fyrir Hafnfirðinga Bæjarstjórn og Skógræktarfé- lag Hafnarfjarðar hafa gert með sér saming um ræktun og umsjón með útivistarsvæðum. Samningur- inn var undirritaður í þessari viku en hann kveður m.a. á um að efnt verður til víðtækrar samvinnu milli aðila um þróun, ræktun og umhirðu útivistarsvæða bæjarins. Vio undirritun sagði Magnús Jón Árnason að samningurinn væri til heilla fyrir Hafnfirðinga en mikið verk væri framundan í þessum málum. Björn Árnason bæjar- verkfræðingur sagði að menn hefði lengi dreymt um þennan samning og væru í hjarta þakklátir fyrir þetta framtak. Fyrirmyndin að samningi þessum hafa verið samningar sem Akureyri og Skógræktarfélag Eyjafjarðar gerðu um Kjarnaskóg og Reykjavík- ur við Skógræktarfélag Reykjavíkur um Heiðmörk. Hafa þessir samning- ar orðið báðum aðilum til hagsbóta. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að ræktunar- og útivistar- svæðin ofan byggðarinnar verði ætl- uð almenningi til umferðar og afnota. Bæjarsjóður mun annast og kosta all- ar samgöngur svo sem ókuleiðir, gangstíga og áningarstaði eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Gert er ráð fyrir að bæjarstjórn veiti Skógræktarfélaginu árlegan rekstrarstyrk sem tryggir að verulegu leyti efnalega tilveru félagsins. Þá er gert ráð fyrir að bæjarstjórn láti gera rammaáætlanir til fimm ára og ítar- legri framkvæmdaáætlanir til tveggja ára. Gert er ráð fyrir að vinnuskóli bæjarins taki virkan þátt í starfinu og nú eru til dæmis þrír vinnuflokkar að störfum undir þeim formerkjum. Magnús ,|ón Árnason bæjarstjóri og Hólmfríður Finnbogadóttir formaður Skógræktarfélagsins skrifa undir. Framköllun á 24 mvndum 1 klst. hr. 1,234,- + fiima eða 987,- 5 dagar kr. 690, % RAM Reykjavíkurvegi 68 sími 565 4185 Lítil tíðindi af fundi um flotkví Málið er í biðstööu Veitingahús 17. /úní fiffroð Rjómalöguð blaðlaukssúpa Hvítlauksristað lambafile eða grísaste með gráðostasósu og terta hússins • Rjómalöguð blaðlaukssúpa Nautasteik með koníakpiparsósu og terta hússins Fjarðargötv 13 - I5 $.- S6S 5625 Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar segir að mál- efni fiotkvíar í Hafnarfirði séu í biðstöðu eftir fund forráðamanna vélsmiðjunnar og bæjarstjórnar í síðustu viku. Á fundinum ítrekaði Magnús Jón Arnason bæjarstjóri þá afstöðu bæjarstjórnar að nauð- synlegt væri að rannsóknir færu fram áður en bæjarstjórn tæki frekari ákvarðanir í málinu. "Það kom lítið fram á þessum fundi annað en að málið er enn í at- hugun þar til niðurstöður úr rann- sóknum ljggja fyrir," segir Eiríkur Ormur. "Á meðan getum við ekkert annað gert en beðið." Vélsmiðjan hefur tíma fram í ágúst til að koma flotkvínni til lands- ins en eftir þann tíma er ekki hægt að fá tryggingu fyrir siglingunni með hana til landsins. Það getur því farið svo að vélsmiðjan brenni inni með málið í ár. Hvað varðar þær hugmyndir að koma flotkvínni upp til bráðabirgða innan hafnarinnar þar tíl varanlegur samastaður fæst mun lítill hljóm- grunnur fyrir því. Samkvæmt heim- ildum Fjarðarpóstsins er litið þannig á meðal bæjaryfirvalda að til lítils sé að finna bráðabirgðalausn nema ör- uggt sé að varanleg lausn á staðsetn- ingu sé þegar fyrir hendi. Rafgeymarnir sem hent var í Kjóadal Málið kært til lögreglu Eins og greint var frá í síð- asta Fjarðarpósti fannst (ölu- verður fjöldi af rafgeymum ulan vegar í Kjóadal í síðustu viku. Um var að ræða samtals 32 stykki af rafgeymum og hefur bæjarverkfræðingur kært þetta mál til rannsóknar- lögreglunnar í Hafnarfirði. Gissur Guðmundsson hjá RLH segir að málið sé í rann- sókn hjá þeim. "Þarna hefur einhver óvand- aður hent þessu rafgeymum utan vegar þannig að þeir sáust ekki frá veginum sjálfum," segir Gissur. "Á þessum stað var bíl- hræ fyrir og það er kannski spurning hvort ekki þurfí að hreinsa slíkt drasl jamóðum og það sést svo menn falli ekki í þá freistm að bæta við rusli." Það er helst talið að rafgeym- arnir séu frá einhverjum aðila á borð við bflapartasölu en sem fyrr segir er nú leitað að eigenda þeirra. Fjórir bílþjófn- aöir upplýstir Ungur sí- brotamaður í f angelsi Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði hefur upplýst fjóra bílþjófnaði og innbrot í 15 bíla í bænum á undanförn- um vikuin. Það var ungur sí- brotamaður sem viðurkenndi að hafa staðið fyrir þessu og er hann nú kominn í fangelsi. Síbrotamaðurinn var á löngu skilorði vegna fyrri afbrotamála og þegar þetta upplýstist var hann sendur í afplánun. Að sögn rannsóknarlögreglunnar viður- kenndi hann alls átta bflþjófnaði, þar af fjóra í Hafnarfirði og fjóra í Reykjavík.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.