Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 23. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 22. júní Verðkr. 100,- Ær^\^\M Allar líkur á að álverið stöðvist Starfsfólk fái eðlileg- an hlut í hagræðingu ¦segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar Um miðja vikuna var allt útiit fyrir að rekstur álversins í Straumsvík myndi stöðvast eftir að mikið bakslag kom í samn- ingaviðræður deiluaðila eftir síð- ustu helgi. Sigurður T. Sigurðs- son formaður Hlífar segir að verkalýðsfélögin geri þá kröfu að starfsfóik fái eðlilegan hlut í hag- ræðingu innan ÍSAL en á þær kröfur hafi samningsmenn ál- Rússi landar búra Rússneski togarinn Anksnyve landaði nokkuð á annað hundrað tonnum af físki í vikunni, þar af voru rúmlega 60 tonn af búra. Fyr- ir búrann fæst nú hátt í 700 kr. fyrir kg. þannig að verð- mæti þess afla hefur verið nær 50 milljónir króna. Skip- ið er gert út af færeyskum að- ilum. Annað rússneskt skip, Nev- sky, landaði einnig í vikunni samtals um 300 tonnum af hausuðum þorski. Nevsky er flutningaskip og aflann sótti skipið norður í Barentshaf til löndunar hér en mestur hluti afl- ans fór til Sjólastöðvarinnar. Þetta er í þriðja sinn þetta árið sem Nevsky landar þorski úr Barentshafi hér. versins ekki viljað hlusta. I yfirlýsingu sem Hlíf sendi frá sér um stöðuna s.l. helgi kemur m.a. fram að til að ná þeirrihag- ræðingu sem orðin er hjá ÍSAL hafa verkamenn orðið að bæta við sig verulega aukinni vinnu og ábyrgð og eiga það fyllilega skilið að fá einhvern hlut af þeim mikla arði sem þeir eiga þátt í að skapa. "500 milljón króna árlegur lægri launakostnaður vegna fækkunnar starfsfólks og minni yfirvinnu hjá fyrirtækinu greiðir niður á 7-8 árum stærstan hluta þeirra fjárfest- inga sem ÍSAL hefur lagt í á und- anförnum árum," segir m.a. í yfir- lýsingunni. Sigurður T. Sigurðsson segir að hann sé ekki bjartsýnn á að þessi vinnudeila leysist áður en til stöðv- unar álversins kemur. Boltinn sé nú hjá vinnuveitendum í málinu sem fengið hafa meira frá verkalýðsfé- lögunum en þeir báðu um. Þannig hafi verkalýðsfélögin fallist á að skoða hagsætt þá kröfu að leggja Keilisnestilboðið til grundvallar við atkvæðagreiðslu um samninga en það hafi verið ein af körfum ÍSAL-manna í þessari samninga- lotu. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 5 Hátíðarhöldin 17. júní Hátíðarhöldin 17. júní fóru fram með hefðbundnum hætti. Mikill fjöldi fólks tók þátt í hátíðinni að þessu sinni og fjölmennti á Víðistaðatún um daginn og í miðbæinn um kvöldið. Að sögn lögreglu fór allt friðsam- lega fram. Myndin er tekin af skrúðgöngu dagsins á leið á Víðistaðatún. -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Jafnrétt isverð- laun -sjá bls. 6 Harð- orð bókun -sjá bls. 5 Smá- þjóða leikar Mikið úrval af hinum vinsælu ítölsku XAMPOX skóm <\ Skóverslun Hafnarfjarðar Miðbæ - s. 565 4960 vtmii @f ftttm®M á oaniin tlEMHMENN Miðbæ - s. 565 4960

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.