Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Harðorð bókun Alþýðuflokks um fjármál bæjarins Hallinn jókst um 400 mill- jónir síðustu mánuði ársins Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins lögðu fram harðorða bókun um fjármál bæjarins á síðasta bæjar- stjórnarfundi er ársreikningar bæjarsjóðs voru teknir til síðari umræðu. I bókunni kemur m.a. fram að á síðustu mánuðum ársins hafi hallinn á bæjarsjóð aukist um 400 miiljónir kr. eða eftir að meiri- hlutinn hafði tekið alfarið við pen- ingastjórn bæjarins. I upphafi bókunarinnar segir svo: “Meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hefur augljóslega mistekist hrapalega stjóm fjármála bæjarins eins og reikningar bæjar- sjóðs bera með sér. Yfirlýst markmið þessa meirihluta var að koma bönd- um á fjármál bæjarins en þvert á móti hefur hann misst þau gjörsamlega úr böndunum.” I bókuninni er rætt um úttekt Lög- giltra endurskoðenda á stöðu bæjar- sjóðs í september í fyrra en þá var áætlað að ráðstöfun umfram skatt: tekjur yrðu um 900 milljónir kr. I ársreikningnum er þessi upphæð hinsvegar tæplega 1.400 milljónir kr. Síðan segir: “Varla er ástæða til að ætla að Löggiltir endurskoðendur hafi reynt að fegra stöðu bæjarsjóðs miðað við framsetningu þeirra í skýrslunni um stöðu bæjarsjóðs. Það er því augljóst að meirihluti Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks hefur aukið hallann um hálfan milljarð króna umfram það sem stefndi í um mitt ár eða þwgar hann tók við völd- um/’ I bókunni segir einnig að rétt sé að draga fram nokkrar tölulegar stað- reyndir úr reikningum bæjarsjóðs þar á meðal að heildarskuldir bæjarsjóðs jukust um einn milljarð kr. á þremur síðustu mánuðum ársins, að staða nettóskulda versnar á milli ára um 1.700 milljónir kr. og að tæplega helmingur af 1,4 milljarða kr. halla ársins myndaðist á þremur síðustu mánuðum þess. Síðan segir: “Af framansögðu má vera ljóst að hafi fjárhagsstaða bæjar- sjóðs verið aðfmnsluverð þegar nú- verandi meirihluti....tók við þá er hún orðin hörmuleg núna. Þessu þarf að snúa til betri vegar og það verður ekki gert öðruvísi en að Alþýðu- flokkurinn taki aftur við forystu í bæjarmálum Hafnfirðinga.” Aðalfundur At- vinnueflingar hf Megniö af rekstrar- tekjum í af- skriftir og útlánatöp A aðalfundi Atvinnueflingar hf sem haldinn var nýlega voru ársreikingar félagsins lagðir fram. Samkvæmt þeim fór megn- ið af þeim 18 milíjón kr. rekstr- artekna sem félagið fékk á síð- asta ári í afskrifuð hlutabréf og töpuð útlán eða samtals 11,5 milljónir kr. I heild varð tæplega 1.5 milljón kr. tap á rekstrinum á síðasta ári. Atvinnuefling hf. fékk 18 millj- ónir kr. í reksturinn frá bæjarsjóði á síðasta ári. Sú upphæð skiptist þannig að rúmlega 7 milljónir kr. fóru í útgjöld og styrki vegna at- vinnueflingar, 6,5 milljónir kr. fóru í afskrifuð hlutabréf, 5 milljónir kr. í töpuð útlán og rúmlega 600 þús- und kr. í stjórnunarkostnað. Af einstökum styrkjum var mest veitt til Kín-Is vegna útflutnings á fiskafurðum til Kína eða 3 milljón- um kr. og Karel Karelsson hlaut 1,2 milljón kr. til útgerðar á bát fyrir unglinga sem lent hafa í af- brotum. Aðrir styrkir voru undir einni milljón kr. og skiptust á tíu aðila. Hlutabréf sem afskrifuð voru er 2.5 milljónir kr. í Núnataki hf. og 4 milliónir kr. í Skipasmíðastöðinni Dröfn. Töpuð útlán eru vegna Dröfn skipaþjónusta og fasteignaþjónusta samtals 3 milljónir kr. og Þórsver hf. 2 miiljónir kr. Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um úrbætur til handa íbúum í nágrenni leikvallar- ins á Langeyrarvegi. Felur tillagan í sér að nú þegar verði hafist handa við uppbyggingu á leik- og sparkvel- li á túnblettinum ofan við Vestur- götu, vestan Vesturbrautar. Jafn- framt verði gerðar viðunandi ráð- stafanir tii að draga úr umferðar- hraða á Vesturgötu til móts við leik- svæðið. Það voru þau Valgerður Guð- mundsdóttir, Lúðvík Geirsson og Magnús Gunnarsson sem fluttu sam- eiginlega fyrrgreinda tillögu en áður hafði Valgerðúr lagt fram tillögu þar sem þess var krafist að leikvöllurinn við Langeyrarveg yrði látinn standa óhreyfður. I tillögunni sem samþykkt var sam- hljóða kemur einnig fram að núver- andi leikvöllur við Langeyrarveg standi óhreyfður en framtíð hans verði skoðuð sérstaklega þegar reynsla af nýja leiksvæðinu er komin í ljós. Eftir að þessi niðurstaða lá ljós fyr- ir sendu íbúar við Langeyrarveg þakk- arskeyti fyrir þennan framgang máls- Myndun meirihluta í bæjarstjórn þarf aö ganga hratt Allar nefndir umboðs- lausar eftir 27. júní Myndun nýs meirihluta í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar þarf að ganga hratt fyrir sig þar sem allar nefndir á vegum bæjarins verða umboðslausar eftir 27. júní n.k. Allar nefndirnar voru kosnar til eins árs eftir að fyrri meirihluti tók við völdum í fyrra og eru því sam- Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn Nú stendur yfir í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahrepp um- ferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn. I Hafnarfirði fer hún fram í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt frétt frá lögreglunni í Hafnarfirði er gert ráð fyrir því að hvert bam mæti tvo daga í röð, klukkustund í senn. Böm og foreldr- ar hafi mætt einstaklega vel á námskeið umferðarskólans undan- farin ár og er það von lögreglunnar að svo verði einnig í ár. Tilgangurinn er að vekja athygli á og auka skiln- ing bama á umferðarreglum og þeim aðstæðum sem á vegi þeirra verða. I dag, 22. júní og á morgun föstu- dag er fræðslan í Hvaleyrarskóla og Lækjarskóla. I Hvaleyrarskóla fyrir 5 ára böm á tímabilinu kl. 9.15 til 10.15 pg fyrir 6 ára kl. 13.30 til 14.30. I Lækjarskóla verður fræðsla fyrir 6 ára böm á tímabilinu kl. 15.00 til 16.00 báða fyrrgreinda daga. Bömin fá verkefnablað til að teikna á og “löggustjömu”. kvæmt stjórnskipun bæjarins um- boðslausar eftir fyrrgreinda dag- setningu. Fyrri meirihluti var tilbúinn með viðamiklar breytingar á stjómskipun bæjarins og átti að leggja fram tillög- ur um þær á síðasta bæjarstjómar- fundi. Af því gat ekki orðið þar sem meirihlutinn féll á fundinum. Um er að ræða töluvert róttækan uppskurð á nefndafjölda og er m.a. gert ráð fyrir að fækka nefndunum um allt að þriðj- ung og einfalda þannig stjómskipun bæjarins sem verið hefur mjög í lausu lofti. Ef að myndun nýs meirihluta dregst mjög á langinn eftir 27. júní gæti það orðið mjög bagalegt. Frá útifundi sem íbúar við Langeyrargötu efndu til nýlega. Leikvöllur ofan við Vesturgötu Yfirlýsing frá Hlíf um stööu samninga í ál- versdeilunni Ekki bjart- sýni á lausn deilunnar Verkamannafélagið Hlíf sendi frá sér yfirlýsingu um síðustu helgi um stöðuna í samningaviðræðunum í ál- versdeilunni. Yfirlýsingin er svohljóðandi: “Miðað við þá stöðu mála að s.l. föstudag hafnaði ÍSAL samningstilboði frá verkalýðs- félögunum og neitar um leið öll- um viðræðum unt greiðslu fyrir hagræðingu í fyrirtækinu þá rík- ir ekki bjartsýni meðal trúnaðar- manna Hlífar um lausn deilunn- ar. Síðan 1989 hafa deiluaðilar talið eðlilegt að greiðsla fyrir hagræðingu ætti að koma til starfsfólks og semja bæri um hana. Urn það eru margar bók- anir og yfirlýsingar. I síðasta kjarasamningi var t.d. eftirfar- andi bókun um hagræðingar- mál: “í Ijósi afkomuerfiðleika fyr- irtækisins og gagnkvæmrar óánægju rneð fyrra samkomulag eru aðilar sammála um að víkja því til hliðar og vinna á samn- ingstímanum að nýjum hug- myndum um form greiðslna fyr- ir aukna hagkvæmni í rekstri sem báðir aðilar geta sætt sig við.” Það að ÍSAL neitar nú að standa við yfirlýsingar og bók- anir í undirskrifuðum samning- um teljum við vítavert og muni geta dregið alvarlegan dilk á efl- ir sér um ókomin ár. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að aðilar sem telja sig ábyrga standi við gerða samninga en því miður virðist íslenska álfélagið hf vera á annari skoðun. Til að ná þeirri hagræðingu sem orðin er hjá ÍSAL hafa verkamenn orðið að bæta við sig verulega aukinni vinnu og ábyrgð og eiga það fyililega skilið að fá einhvem hlut af þeim mikla arði sem þeir eiga þátt í að skapa. 500 milljón króna árlegur lægri launakostnaður vegna fækkunnar starfsfólks og minni yfirvinnu hjá fyrirtækinu greiðir niður á 7-8 árum stærstan hluta þeirra fjárfestinga sem ISAL hefur lagt í á undanförnum árum. Verði nú gengið frá kjara- samningi án bónusgreiðslna til starfsmanna vegna hagræðingar sem orðin er í fyrirtækinu mun það ekki leiða til betri samskipta heldur einungisundirstrika þann fjandskap sem ÍSAL hefur sýnt verkafólki síðan núverandi for- stjóri tók þar við stjóm. Nú þegar er trúnaðarbrestur milli Verkamannafélagsins Hlíf- ar og ÍSAL. Hann mun verða áfram nema aðilar virði hvern annan og þá samninga sem þeir gera.”

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.