Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Álversdeilan í hnút Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík mun ekki leysast í bráð ef marka má fréttir af síðustu samningalotu. Eink- um strandar á kröfu verkamanna um að fá hlutdeild í arði þeim sem aukin hagræðing hefur skapað innan fyr- irtækisins á undanfömum árum. Ákvæði þessa efnis hefur verið í samningum álversins við verkamenn frá árinu 1989 en þeir hafa lítið látið reyna á það sökum þess hve reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár. Nú er önnur staða uppi í rekstrinum og því eðlilegt að verkamenn geri kröfu sanngjaman hlut í hagræðingu sem hefur kostað þá aukna vinnu og ábyrgð innan fyrir- tækisins undanfarin ár. Á þetta geta vinnuveitendur ekki fallist og þar stendur hnífurinn í kúnni. í yfirlýsingu frá Hlíf um stöðuna sem birt er í blaðinu í dag segir m.a. um þetta: “Verði nú ekki gengið frá kjarasamningi án bónusgreiðslna til starfsmanna vegna hagræðingar sem orðin er í fyrirtækinu mun það ekki leiða til betri sam- skipta, heldur einungis undirstrika þann fjandskap sem ISAL hefur sýnt verkafólki síðan núverandi forstjóri tók þar við stjóm.” Fari svo að ekki náist samkomulag í deilunni í dag eða á morgun mun rekstur álversins stöðvast að fullu og fram hefur komið að það muni kosta um 500 milljónir króna að koma verinu í gang á ný. Þar að auki hangir á spýtunni fyrirhuguð stækkun álversins en forráðamenn þess hafa sagt að vinnudeilan hafi áhrif þar á. Það er vissulega eitthvað til í því en hinsvegar má það ekki gerast að hagsmunum verkamanna verði fómað með einhverjum hætti sem skiptimynt í áætlunum um stækk- un álversins. Verkamenn verða að hafa algert frelsi til að ganga frá samningum við fyrirtækið burtséð frá því sem kann að gerast í náinni framtíð. Ef svo verður ekki er til lítils að tala um frjálsan samingsrétt verkalýðsfé- laga hér á landi. Allir til Noregs Ekkert hefur gerst í bæjarstjórnarmálum í Hafnarfirði síðustu sjö dagana þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum héldu á vinabæjamót í Noregi rúmlega degi eftir að meirihlutinn í bæjarstjóm féll. Upphaflega var þremur fulltrúum boðið á þetta mót en eftir að hafa séð stöðuna á bæjarsjóði eins og fram kemur í ársreikningum ákváðu bæjarfulltrúamir að láta sjóðinn borga fyrir fimm þeirra í viðbót. Ekki er ætlunin að fjölyrða um réttmæti þess að bæj- arfulltrúar fjölmenni til útlanda á kostnað bæjarsjóðs meðan staða hans er eins og raun ber vitni. Hinsvegar má gera alvarlegar athugasemdir við það að menn séu að þvælast erlendis í langan tíma meðan allt er í lausu lofti í bæjarstjóm og brýna nauðsyn ber til að mynda nýjan starfhæfan meirihluta hið fyrsta. Mörg mikilvæg mál bíða úrlausnar í bænum og það er ljóst að þau verða ekki leyst á hátíðarstundum í Noregi. Friðrik Indriðason Hefðbundin hátíðahöld á 17. j Hrjóstug skjól fyri Hátíðarhöldin á 17. júní í Hafnar- firði fóru fram með hefðbundnum hætti og þóttu heppnast mjög vel að þessu sinni. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni þurfti hún lítið að hafa afskipti af fólki sökum ölv- unar og ástandið sagt hafa verið óvenjugott. Miðað við skráð tilvik hafi þessi helgi verið eins og venjuleg helgi hjá lögreglunni. Hátíðarsamkoman á Víðistaðatúni hófst kl. 15.00 en hátíðarræðuna að þessu sinni flutti Lúðvík Geirsson bæj- arfulltrúi. I upphafi máls síns ræddi Lúðvík um tilurð Hafnarfjarðar, þróun- arsögu og náttúru, og gerði að umtals- efni álit erlendra manna á staðnum fyr- ir tveimur öldum. Þeir skoðuðu harð- neskjulegt umhverfið og snéru síðan fullir undrunar til skips. “Því er þetta rifjað upp hér að að- stæður allar voru með þeim hætti að fáum datt í hug að hér á þessum hraun- flákum gæti þrifist nokkur byggð. En hinir erlendu gestir gerðu sér enga grein fyrir því að íslendingar höfðu öldum saman lært að lifa af og með landinu. Hin hrjóstugu hraun voru skjól fyrir byggð og bú og mannshönd- in ein og hyggjuvitið varð að duga í lífsbaráttunni,” sagði Lúðvík meðal annars. “Engu að síður átti Hafnar- fjörður eftir að verða einn af helstu og mestu verslunarstöðvum landsins og byggðin hélt áfram að þróast upp úr kvosinni og nema ný lönd inn á hraun- breiðunni. Það að sigrast á hrauninu og læra að lifa við þessar sérstöku aðstæð- ur, sem eru eitt helsta einkenni bæjar- ins okkar, sýnir best þann hug og dug sem var og hefur alla tíð verið í Hafn- arfirði. I dag er risin hér ein fjölmenn- asta byggð á landinu og enn á ný er verið að nema ný lönd suður í hraun- um.” Kynnir á hátíðasamkomunni var Stefán Karl Stefánsson en í hlutverk fjallkonunnar var Laufey Brá Jónsdótt- ir. Meðal þess sem í boði var á Víði- staðatúninu má nefna glens og gaman, fallhlífastökk, söng og heimsókn Línu langsokks. Um kvöldið var skemmtun í mið- bænum þar sem Sigurbjöm Bjömsson flutti ávarp nýstúdents, fimm hljóm- sveitir léku og Radtusbræður tróðu upp svo dæmi séu tekin. Fallhlífastökk var meðal skemmtiatrii Gengið fylktu liði á Víðistaðatúni. Viðurkenning jafnréttisnefnd- ar Hafnarfjarðar Á síðastliðnum árum hefur komið bakslag í baráttuna fyrir bættum réttindum kvenna, jafnt hérlendis sem erlendis. Vitna niðurstöður kannanna ótvírætt um þessa óheilla- þróun. Nýjasta könnun Félagsvís- indastofnunnar Háskóla íslands, um þætti sem hafa áhrif á laun og starfs- frama, sýnir að íslenskar konur hafa lægri laun en samstarfskarlar þeirra fyrir sömu störf. í Ijósi þessara stað- reynda er nauðsynlegt að leggja aukna áherslu á jafnrétti kynjanna, bæði út á vinnumarkaðinum og inni á heimilunum. Það verður gert með opinni umræðu og með því að auð- velda konum atvinnuþátttöku. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar er skipuð þremur konum, einni frá Sjálf- stæðisflokki, einni frá Alþýðuflokki og einni frá Alþýðubandalagi. Fram til ársins 1991, þegar skipan jafnréttis- nefnda var lögfest, höfðu jafnréttis- nefndir fremur verið afgangsstærð í nefndarkerfi sveitarstjóma enda varla minnst á þær í lögum. Með núgildandi jafnréttislögum er skilgreint hver skuli vera verkefni slíkra nefnda. Hlutverk jafnréttisnefnda í kaupstöðum landsins getur verið fjölþætt en fyrst og fremst ber þeim að stuðla að jafnrétti kynj- anna og standa vörð um að jafnrétt- isumræðan í viðkomandi bæjarfélagi L L Niðurstöður könnunarinnar stangast þó á við w w þetta viðhorf þar sem mesti launamunur á körl- um og konum er einmitt meðal stjórn- enda og sérfrœðinga. Það er því aug- Ijóst að mikið verk er óunnio og það ma aldrei _ _ sofna á verðinum gagnvart jafnrétti kynjanna. ^ ^

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.