Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 ----- 'U llVlfsfon Jóhciiin G, ReynSsson í Kaplakrika áttu sér stað margar sennur milli keppenda. Sumir gátu þó leyft sér að líta í kringum sig þegar sigurinn var í höfn! FH sigraði þrátt fyrir sjálfsfórn Gústafs FH-ingar sigruðu í hraðmóti í handknattleik sem fram fór í íþróttahúsinu við Kaplakrika þann 17. júní. Fh-ingar geta að nokkru leyti þakkað Gústafi Bjamasyni sigur- inn en hann meiddist og missti boltann þegar aðeins ein mínúta var eftir og staðan 10-10. Gústaf stökk upp og hugðist skjóta á mark FH en hætti við þeg- ar gegnumbrotsfæri blasti við. Þá kom hann illa niður og og svo virð- ist sem krossbönd í hné hafi slitn- að. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en við speglun sem Gústaf sagðist búast við að gangast undir í þessari viku. „En það sem er eigin- lega verst við þetta allt saman var að ég skyldi ekki ná skotinu og marki,” sagði Gústaf í samtali við Fjarðarpóstinn, brattur að vanda. Sé sú raunin, að krossbönd hafi slitnað, gæti farið svo að Gústaf léki ekki með Haukum og landslið- inu fyrr en eftir hálft ár. „En þetta er ekki endirinn á ferlinum,” sagði hann. Gústaf Bjarnason, alltaf jafn vin- sæll en nú meiddur. Hann getur þó haldið áfram að gefa eigin- handaráritanir. Sautjándi júní er dagur íþrót- ta, útileikja og útiveru. Þrammað er undir lúðrablæstri um götur bæjarins og fjölmargir ræðu- skörungar þenja lungu sín til hins ítrasta í von um að einhver heyri til þeirra. Síðan eru þeir sem þenja lungu sín, taugar og vöðva til hins ítrasta í þeim göf- uga tilgangi að sigrast á öðrum. Þennan sautjánda eins og aðra lögðu þeir sem það vildu gera leið sína annars vegar á Víðistaðatún og hins vegar í Kaplakrika. Atti kappi á þessum stöðum blómleg og kraftmikil æskan í köst- um, hlaupum og stökkum auk þess sem yngstu baráttujaxlarnir reyndu sig í reiptogi og ýmsum fleiri smá- leikjum. Og allir fengu fyrir vikið verðlaunapening frá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar og nú hanga víðs vegar um Fjörðinn gljá- fægð og gullin minnismerki um góðan dag. Já, já, þrátt fyrir rign- inguna! Keppni Á Víðistaðatúni kepptu FH og Haukar, bæði stúlkur og piltar. Stúlkurnar gerðu jafntefli, 1-1, en Haukastrákarnir sigruðu FH-inga með tveimur mörkum gegn engu. Hér látum við fylgja nokkrar myndir sem voru teknar á Víði- staðatúni og í Kaplakrika á þjóðhá- tíðardeginum og bera þær glöggt Markvörður FH nær hér að verja vel frá sókndjörfum andstæðingi sín- um. Stórkostleg tilþrif af þessu tagi sáust oft í þessum fjöruga leik. vitni um þá gífurlegu orku sem leystist úr læðingi á þessum tveim- ur stöðum. Lá við að upp af þeim stigi gufustrókur þegar airæmdir fastagestir hátíðarinnar komu líkt og gegnblautir en fallhlífarlausir fallhlífarstökkvarar ofan úr háloft- unum og lentu á funheitum kepp- endunum. Keppendur í Kaplakrikamótinu voru alls um 350 talsins á aldrinum 5-12 ára. Hver aldurshópur keppti í þremur mismunandi greinum og að sögn Geirs Hallsteinssonar gekk mótið vel fyrir sig. Þrátt fyrir góða varnartilburði náðu strákarnir í FH ekki að verj- ast sóknum Hauka sem sigruðu 2- 0. Stúlkurnar í FH og Haukum gerðu þjóðhátíðarjafntefli en ljós- myndari Fjarðarpóstsins missti því miður af þeim „drengilega” leik. Fjölmargir lögðu leið sína í Kaplakrika til þess að reyna sig í ýmsum þrautum á hinu árlega frjálsíþróttamóti. AHir fengu verðlaunapeninga að lokinni keppni og létu sig ekki muna um að standa í löngum biðröðuni til

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.