Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRDINGA 24. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 29. júní Verökr. 100, fASV Alþýðuflokkurinn ræðir við Jóhann G. Bergþórsson og Ellert B. Þorvaldsson Á von á að milli okkar geti myndast trúnaður -segir Ingvar Viktorsson oddviti Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur valið að ræða fyrst við þá Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Ingvar Viktorsson oddviti Alþýðuflokksins segir að þeir hafi valið þennan kost fyrst þar sem þetta sé besti möguleiki á mál- Allt á áætlun á víkingahátíð Munir fyr- ir 80 millj- ónir króna Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafulltrúi segir að allt sé á áætlun hvað varðar vík- ingahátíðina í Hafnarfirði sem hefst í dag, fimmtudag, með opnun sýningar í Norræna húsinu. Fólk og munir sem notaðir verða á hátíðinni byrj- uðu að streyma til landsins í þessari viku en alls verða fluttir inn munir að andvirði um 80 milljónir kr. á hátíðina. Víkingaskipin þrjú komu til landsins í gærdag, miðvikudag, en þau eru dýrustu munirnir sem fluttir eru inn og metin á samtals um 60 milljónir kr. Þá byrjuðu erlendir fyrirlesarar að koma til landsins á þriðjudagskvöld en megnið af þeim um 500 erlendu gestum á hátíðina eru væntan- legir um og uppúr helginni. efnagrundvelli. "Ég á fyllilega von á að milli okkar geti myndast trúnaður," segir Ingvar. Það er ljóst að Alþýðuflokkurinn gerir kröfu um að fá embætti bæjar- stjóra og allar líkur eru á að það verði Ingvar Viktorsson. I könnun- arviðræðum þeim sem fram fóru í síðustu viku milli Alþýðuflokks og annarra flokka í bæjarstjórn kom fram að enginn gerði athugasemd við að Alþýðuflokkur fengi það embætti. Jóhann G. Bergþórsson segir að þeir Ellert muni Ieggja áherslu á þau mál sem þeir hafi barist fyrir áður, en höfuðatriðið sé að koma rekstri bæjarfélagsins í rétt horf. "Við mun- um starfa í anda Sjálfstæðisflokks- ins enda er það skylda okkar þar sem við vorum kosnir til þessara embætta á hans vegum," segir Jó- hann. Fyrsti formlegi viðræðurfund- ur þessara aðila fór fram í Hafnar- borg á þriðjudag. -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Skóli í brenni depli -sjá bls. 7 Fyrsti fundur fulltrúa Alþýðuflokks og þeirra Jóhanns G. Bergþórssonar og Ellerts Borgar Þorvaldssonar var haldinn í Hafnarborg. Vegna góðra unditekta framlengjum við kynningarverðí á sérverkuðu SÆLKERASTEIKUNUM okkar og lundu ískaldann +PR]PPSt Léttöl Hafnarfiröi sími S65 3539 Næst þegar þú pantar þér alvöru (q[] mundu þá að þú gefcur fengia KJÖRfS úr vél eldsnöggt með rjúkandi pizzum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.