Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN í sumarhúsið, sól- stofuna eða heimilið margs konar fylgihlutir. Þó að margt sé að skoða í verslun- inni, sagði Flaflína að mest væri um að fólk kæmi og pantaði eftir sínu höfði úr pöntunarlistum sem hún er með frá erlendu fyrirtækjunum. „Með því getur hver og einn fengið Það er ekki hægt annað en kom- ast í sumarskap að koma inn í verslunina Sumarhús í Hellu- hrauninu. Það er sama hvar mað- ur lítur, allt fullt af húsgögnum úr reyr og furu, að ekki sé minnst á antikmáluðu húsgögnin. Og inn á milli er mikið af alls konar smá- hiutum, bæði nytja hlutum og hlutum til skrauts. Við höfðum tekið eftir þessari verslun, þegar við keyrðum framhjá og okkur datt í hug að líta inn og forvitnast. Við hittum Haflínu Sigvaldadóttir, eiganda verslunarinnar og spyrjum hana fyrst um fyrirtækið Sumarhús. Hún sagði að fyrirtækið væri stofnað 1978 og hefði í byrjun flutt inn sum- arhús og þaðan væri nafnið komið. Það væri nú löngu hætt þeim inn- flutningi, en hefði þess í stað einbeitt sér að innflutningi og sölu á hús- gögnum og fleiru í sumarhús, sól- stofur og svo auðvitað fyrir heimili. Fyrirtækið var starfrækt á Háteigs- veginum í Reykjavík og var I eigu sama eiganda þar til um s.l. áramót að hann veiktist og seldi Haflínu verslunina. Haflína sem er Breiðfirðingur, hafði búið hér áður nokkuð lengi í Hafnarfirði og lfkaði vel. (Hún býr reyndar á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar í dag). Það var því ákveðið að flytja verslunina til Hafn- arfjarðar og í maí flutti hún hingað í Helluhraunið. Hún sagði að sér hefði verið vel tekið í firðinum og við- skiptin hefðu aukist. Allar innfluttar vörur flytur hún inn sjálf, frá traust- um og grónum fyrirtækjum í Noregi og Finnlandi, en síðan er hún líka með íslenskar handunnar vörur, eins og útskorin bæjarnöfn, gestabækur, skilti, rennda lampafætur, auk fal- legra þurrskreytinga úr íslenskum blómum. A einum stað ber að líta mikið af alls konar hlutum úr smíða- jámi, eins og skrautlegar lamir, höld- ur og kistulæsingar og í einu hominu eru viðarkamínur, arinhlífar og húsgögn og áklæði eftir sínum smekk og það sem passar best á hverjum stað,“ sagði Haflína að lok- um og það virðist ekki vera neinn vandi að finna einhvem hlut þama inni sem mann langar til að eiga. Höndlað í heila öld í dag kynnum við Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu. Á þessu ári, 1995, eru 100 ár frá því Hvammstangi var löggiltur verslun- arstaður. Þessa atburðar mun verða minnst með ýmsum hætti á árinu undir slagorðinu „Höndlað í heila öld“. Verslunarminjasýning með munum og myndum sem tengjast verslunarsögu staðarins var opnuð 17. júní s.l. í gamla VSP- pakkhúsinu. Laugardaginn 8. júlí verður sérstök af- mælishátíð, þar sem verður útimark- aður og innihátíð „Við búðarborðið" í og við Félagsheimilið, gönguferð um söguslóðir verslunar og þjónustu á Hvammstanga og um kvöldið verður Eðalball, harmonikkudansleikur að gömlum sið. I sumar verða þrír sérstakir mark- aðsdagar, þar sem verða á boðstólum fjölbreytt vömframboð og veitingar. Þessir markaðsdagar verða auk 8. júlí, föstudagana21. júlíog 11 ágúst. HAFNARFJORÐUR OG NÁGRENNI Þann 1. júlí næstkomandi opnar afgreiðsla EIMSKIPS Hafnarfirði vörumóttöku og afgreiðslu fyrir VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐINA hf. Borgartúni 21, Reykjavík Vörumóttaka verður í Óseyrarskála Óseyrarbraut 14. Afgreiðsla verður opin alla virka daga frákl. 08:00- 16:00. Allar upplýsingar verða gefnar í síma 565 2166 Afgr. EIMSKIP Hafnarfirði VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN hf. HAR - TILBOÐ . 20% afsláttur af klippingu og litun eða permanetti + klipping Stúdíó HÁR OG HÚÐ Fjarðargötu 17 sími 565 4166 5 % aukaafsláttur veittur gegn framvísun þessa miða. /fteð M (ultt 4 ossvofisstöðin hf Plöntusalan í Fossvogi Sumarfalóm, fjölærar plöntur, rósir Peace, kr. 620 Skógarplöntur, runnar, garðtré Dvergfura, kr. 1.430 Margt vistvænt, kraftmold, verkfæri, lifrænn áburður Trjákurl, kr. 300 Sumarsmellurinn: Hvftt, beinvaxið, úrvals birki, kr. 390 Úlfareynir Ráðgjcif - þjonusta - leiðsögn Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17 Fassvogsblettur 1, sími 594-1770

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.