Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 i FH sigraði á meistaramótinu í frjáisum íþróttum Var með langbesta liðið á landinu Frjálsíþróttalið FH sigraði með yfirburðum á meistaramóti Is- lands í frjálsíþróttum sem fram fór síðastliðna helgi. Liðið hlaut 187 stig en lið ÍR, sem varð í öðru sæti, fékk 52 stigum færra. Sigurinn var kærkominn afmælis- gjöf frá deildinni tii heiðursformanns hennar, Haralds S. Magnússonar, sem átti afmæli á sunnudeginum. Að sögn Sigurðar Haraldssonar er stigakeppni meistaramótsins mun betri mælikvarði á styrkleika liða heldur en bikarkeppnin vegna þess að breidd innan liðanna skiptir mun meira máli á meistaramóptinu. Þar fá aðeins stig þeir sem verða meðal sex fyrstu í hverri grein. FH-ingar voru tíðir gestir á verð- launapalli mótsins en þangað komu þeir alls tuttugu og sjö sinnum sem er mjög gott afrek á meistajamóti. Einnig hlutu FH-ingar flesta íslands- meistaratitla eða níu alls. Að sögn Sigurðar er Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari að gera mjög góða hluti með liðið. Má því reikna með að FH gangi vel í bikarkeppn- inni sem fram fer eftir mánuð. Góður árangur Á meistaramótinu náðu FH-ingar þessum árangri helstum: Finnbogi Gylfason var þrefaldur íslandsmeistari, sigraði í 800 og 1500 m hlaupi og var í sigursveit FH í 4x400 boðhlaupi. Helga Halldórsdóttir sigraði í 400 m hlaupi og 100 m grindahlaupi og varð í öðru sæti í 400 m grindahlaupi og 4x100 m boðhlaupi. Sigurður T. Sigurðsson sigraði að venju örugglega í stangarstökki. Einar Kristjánsson sigraði örugg- lega í hástökki og má búast við að hann setji Islandsmet í sumar. Laufey Stefánsdóttir sigraði í 800 m hlaupi og varð önnur í 1500 m hlaupi. Hún er mjög efnileg í milli- vegalengdahlaupum og má búast við að hún bæti sig í sumar. Guðmundur Karlsson sigraði í sleggjukasti þrátt fyrir að hann togn- aði í hálsi og baki fyrir skömmu. Eggert Ó. Bogason varð annar í kúluvarpi og kringlukasti. Kúlunni varpaði hann aðeins tveimur sm styt- tra en sigurvegarinn. Hann varð síð- an fjórði í sleggjukasti. Rakel Tryggavadóttir setti ís- landsmet í stúlknaflokki í þrístökki og varð í öðru sæti. Hún stökk þar í fyrsta skipti yfir 12 m í keppni og vantar nú aðeins 15 sm til þess að komast í afreksmannahóp FRÍ. Hún varð þriðja í langstökki og önnur með sveit FH í 4x100 m boðhlaupi. Bjöm Traustason varð annar í 400 m grindahlaupi, þriðji í 400 m hlaupi á persónulegu meti, var í sigursveit FH í 4x400 boðhlaupi og í öðm sæti með boðhlaupssveitini í 4x1 OOm. Jón Oddsson varð annar í lang- stökki og setti Hafnarfjarðarmet sem er jafnframt hans besti árangur. Hann varð í öðru sæti með boðhlaupssveit- inni í 4x400 m. Unnur Sigurðardóttir varð þriðja í sleggjukasti, spjótkasti og kringlu- kasti. Steinn Jóhannsson varð þriðji í 1500 m hlaupi og í boðhlaupssveit- inni sem sigraði í 4x400m. Smári B. Guðmundsson var í sig- ursveit í 4x400 boðhlaupi og varð fjórði í 800 m hlaupi og fimmti í 1500 m hlaupi. Jóhann Ingibergsson varð þriðji í 5 km hlaupi en hann sigraði í 10 km hlaupi um síðustu helgi. Sigmar Vilhjálmsson varð þriðji í spjótkastinu á eftir stórkösturunum Sigurði og Einari bróður sínum. Sig- mar er í hópi ungra afreksmanna sem kenndur er við Sidney í Ástralíu þar sem haldnir verða ólympíuleikar árið 2000. Ólafur Sveinn Traustason, sem einnig er í Sidneyhópnum, varð í öðru sæti með boðhlaupssveitinni í 4x100 m en hann er að ná sér eftir meiðsli. Sigrún Össurardóttir varð þriðja í þrístökki og fjórða í 100 m grinda- hlaupi og í öðru sæti með boðhlaups- sveitinni í 4x100 m. Súsanna Helgadóttir varð önnur með 4x100 m boðhlaupssveitinni og fjórða í langstökki. Súsanna er nú að komst í ágætt form eftir bamseignar- frí frá æfingum í rúmt ár. Þau sungu og léku skemmtilega þessi ungi fríski hópur Alfar og aðrir góðir vættir heilsa gestum á A. Hansen Það verður líf og fjör á A. Han- sen í sumar þegar álfar og aðrir góðir vættir heilsa upp á gesti veit- ingastaðarins. Við hjá Fjarðar- póstinum litum inn og heilsuðum upp á álfana um leið og við borð- uðum frábæra fiskrétti, sem álfarnir sögðu okkur að væru eftir þeirra uppskrift og ekki standa þeir okkur mannfólkinu að sporði, ef satt reynist. Áður en við settumst að borðum fórum við í stutta, en fróðlega ferð með Erlu Stefánsdóttir, sjáanda, ferð þar sem Erla sýndi okkur byggðir álfa og annara vætta í hrauninu innan um byggð Hafnarfjarðar, en auk þess fór Erla með okkur í kapelluna í hrauninu á móti Álverinu. Sagði Erla okkur sögur af mætti bæna í kapellunni og fékk ferðafólkið til að biðja fyrir landinu okkar. Var þetta notaleg stund, þrátt fyrir nokkra úrkomu. Eftir ferðina með Erlu var maður ekki viss um hvort þær verur sem maður mætti og sá væru mennskar eða áif- ar. Þetta er ferð sem mæla má með. Eftir af hafa notið frábærra veit- inga í vistlegum sölum A. Hansen Þjónustufólkið er komið í nýja búninga í takt við álfana og huldufólkið hófst skemmtileg og þjóðleg dagskrá þar sem ungt fólk söng og lék af mik- illi innlifun og álfar sem sögðust byggja hina ýmsu kletta Hafnarfjarð- ar komu og heilsuðu upp á gesti. Var skemmtilegt að sjá og heyra í þessu unga fólki. Það verður örugglega líf og fjör meðal mennskra sem álfa á A. Hansen í sumar. Álfar og aðrir góðir vættir komu og heilsuðu upp á gesti Leikjanámskeið I sumar býður Æskulýðs- og tómstundaráð upp á leikjanámskeið í Hverfamiðstöð Öldutúnsskóla fyrir böm fædd á ámnum 1983 til 1988. Námskeiðin standa milli klukkan 9 og 16 alla virka daga en gæsla er í boði milli 8 og 9 fyrir hádegi og síðan milli kl. 16 og 17. Hámarksfjöldi er 30 böm á hvert námskeið. Næsta námskeið stendur frá 3. -14. júlí og það síðasta frá 17. - 28. júlí. Gjald fyrir hvert barn er aðeins kr. 3500.- Á hverju námskeiði er gert fjölmargt skemmtilegt, m.a. farið í sund, á báta, í göngu- og hjólaferðir og í ýmsar styttri vettvangsferðir. Ef illa viðr- ar geta bömin verið inni. Einnig er farið í eina dagsferð út fyrir höfuðborg- arsvæðið. Sérstök athygli er vakin á því að á hverju námskeiði er pláss fyrir 3-6 böm með sérþarfir. Innritun fer fram Öldutúnsskóla. félagsmiðstöðinni Vitanum, s. 555 0404, og NORRÆNIR DAGAR Spennandi réttir frá öllum Norðurlöndunum Opið alla daga frá kl. 12:00 Strandgotu 55 sími 565-1213 og 565- 1890

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.