Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 1
Gefib út í tilefni af Vík'mgahátíð í Hafnarfirói í júlí 1995. Gefio út í samvinnu Landnáms hf., Feroamálanefndar Hafnarfjarðar og Fjarðarpóstsins. Víkingahátíðin verður sú stærsta sinnar tegundar í sumar Menningarviðburður en ekki vopnabrak Stjórn Landnáms efndi til viða- mikillar kynningar fyrir fjölmiðla í síðustu viku á víkingahátíðinni sem haldin verður í Hafnarfirði í næsta mánuði. Ellert Borgar Þorvaldsson formaður stjórnar Landnáms segir að um menningarviðburð verði að ræða en ekki eitthvert vopnabrak. "Hugsunin á bakvið hátíðina er að vekja okkur til umhugsunar um uppruna okkar og kynnast því hvernig lífi víkingarnir lifðu," segir Ellert. Á kynningunni kom m.a. fram að þessi víkingahátíð verður sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum í sumar en á hverju ári er efnt til nokkurra slíkra hátíða víða í Evrópu. Það var Rógnvaldur Guðmunds- son ferðamálafulltrúi sem kynnti dagskrá hátíðarinnar. Hjá Rögnvaldi kemur fram að dagskráin hefst strax þann 29. júní með sýningu á víkinga- skartgripum í Norræna húsinu og síð- an fyrirlestrum um kvöldið. Fyrir- lestrar verða í boði allt fram á fimmtudaginn 6. júlí að hátíðin verð- ur formlega sett á Þlngvöllum og síð- an hefst aðalhátíðin á Víðistaðatún- inu daginn eftir. Alls munu flutt hingað þrjú vík- ingaskip og 80 stór tjöld sem sett verða upp á Víðistaðatúninu. Rögn- valdur segir að kjarninn í hátíðinni verði stór handverksmarkaður á Víðistaðatúninu þar sem m.a. 15-20 íslenskir handverksmenn munu sýna og selja verk sín. Jóhannes V. Bjarnason veitinga- maður á Fjörkránni mun hafa veg og vanda að matargerðinni á hátíðinni. Skyndibitinn mun verða í þjóðlegum stíl og þannig ekki hægt að fá hina hefðbundnu pulsu og kók. Jóhannes segir að einn þekktasti kokkur Dana, Sören Gericke, muni koma til landsins en hann hefur sér- hæft sig í matargerðarlist víkingatím- ans. Auk þess að elda fyrir hátíðar- gesti mun Sören verða í eldhúsinu á Fjörukránni. Flugfarmur af Dönum Sem kunnugt er af fréttum hefur víkingahátíðin vakið töluverða at- hygli ytra og von er á tæplega 500 er- lendum gestum á hana sem þátttak- endum. Sem dæmi um áhugann má nefna að 150 danskir víkingar hafa tekið flugvél á leigu til að koma sér til Hafnarfjarðar og fljúga þeir beint frá Billund. Auk danskra víkinga mun fólk frá hinum Norðurlöndun- um, Þýskalandi og Bretland verða fjölmennt á hátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar reikna með að á bilinu 10.000-15.000 gestir muni koma á hátíðina og hafa verið gerðar ráðstafanir til að taka á móti þeim fjölda. Svipmyndir úr daglegu lífi víkinga skipa stóran sess á hátíðinni. Gifting í ásatrú Á víkingahátíðinni mun danskt par giftast að heiðnum sið. Gifting í ása- trú er um margt frábrugðin því sem fólk á að venjast í kristnum sið. Og reikna má með að við athöfnina verði þrír lúðrablásarar viðstaddir sem blása í forna lúðra frá Þjóðminjasafn- inu. Athöfnin hefst á því að allsherjargoð- inn helgar staðinn sem giftingin fer fram á. Eftir að helgi hefur verið lýst er m.a. farið með kafla úr Völuspá og parið drekkur mjöð úr horni. Tveir svaramenn eru til staðar. bæði fyrir brúður og brúð- guma. Eitt er eins og í kristni. Þegar goðinn hefur lýst þau hjón má brúðguminn kyssa brúðurina. • Börnum sinnt sérstaklega Börnum mun verða sinnt sérstak- lega á víkingahátíðinni. Meðal annars má nefna að á sérstöku svæði fyrir börn verður hægt að kaupa hreinsuð horn, leggi og kjálka á lágu verði og þau geta leikið sér með þessi fornu leikföng þar. Ahugavíkingar frá York á Englandi munu einnig verða með sérstaka kennslu og fræðslu fyrir börn um vík- ingaöldina. Spil og leikir Bodil Poulsen verða á staðnum og hestaleiga verður fyrir böm jafnt sem fullorðna alla daga. • Skeggprýði og hárfegurð Á víkingahátíöinni verða valin skeggprúðasti maður hátíðarinnar og hárfegursta konan. Valið á hinum skeggprúða fer fram á laugardaginn 8. júlí en fegursta hárið verður valið á sunnudeginum. Verðlaun verða veitt fyrir bæði þessi atriði en verðlaun fyrir hárfegurðina verða kennd við Hallgerði langbrók. Sú kona var óumdeilanlega hárprúð og raunar átti hún þekktasta hár fslendinga- sagna. Veitingahús * Tilboð á Vikingahátið Rjómalöguð blaðlaukssúpa Hvítlauksristað lambafile eða grísasteik með gráðostasósu og terta hússins C^J2?IJ| Fjaroargötu 13 - ÍS s: S6S S62S KÆHAN VEITr N G ASTOF A Smáb4táfefnihni Hafnarfirðí) Kænumarkaóurinn Ósprarbráu^^fWi 565155p '____.___,____.___;_: ' ' '_____.__.___;___!__ Litljósritun Prentun á boli Gæða framköllun FILMU.R& FRAMK#*LLUN «¦¦¦¦«¦¦ Mibbæ-s. 565 4120

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.