Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 1
Fjörukráin á faraldsfæti um Evrópu I víking til Svíþjóðar og Þýskalands Fjörukráin, og fjöldi innlendra samstarfsaðila, mun í sumar halda úti “ferðafærum” víkingabúðum í Svíþjóð og Þýskalandi. Strax að lokinni víkingahátíðinni hér í Hafnarfirði mun fjölmennur hóp- ur “víkinga” frá Islandi ferðast á tvær útihátíðir í Svíþjóð og síðan á Rendsburger Herbst hátíðina í Þýskalandi j ágúst. A þessum stöð- um munu Islendingarnir klæðast víkingabúningum og sérstök áher- sla verður lögð á íslenskan mat og drvkk í landkvnningu hópsins. Jóhannes V. Bjamason veitinga- maður í Fjörukránni segir að hann hafi unnið að þessari hugmynd und- anfarin ár og þróað hana en nú sé tími til kominn að láta reyna á hvort áhugi og grundvöllur er fyrir rekstri sem þessum. I Svíþjóð er hópnum boðið á útihátíðir í Malmö og Karl- stad en Jóhannes segir að dæmið verði allt gert upp eftir Rendsburg og þá ákveðið með framhaldið. I bréft sem Jóhannes hefur sent hugsanlegum samstarfsaðilum hér innanlands um málið segir m.a.: “Ég hef þegar fengið talsverða reynslu af því að setja upp sýningar sem tengd- ar eru víkingasögunum til kynningar á landi og þjóð víða erlendis. Hafa þær sýningar hvarvetna fengið góðar undirtektir og í raun ekki hægt að sinna öllum beiðnum sem borist hafa... I víkingaveislum leggjum við áherslu á íslenskan mat, fisk og kjöt, drykkjarvörur, vatn, bjór og brenni- vín. Starfsfólk okkar kiæðist víkinga- búningum og á sveimi eru syngjandi víkingar og valkyrjur sem draga gesti að svæðinu þar sem íslensk fyrirtæki kynna það sem þau hafa upp á að bjóða. Athuganir benda til að þessi aðferð til landkynningar sé bæði áhrifarík og hagkæm og hægt að halda kostnaði í lágmarki.” I máli Jóhannesar kemur m.a. fram að þátttakan á hátíðinni í Rendsburg sé að frumkvæði borgarstjórans þar sem séð haft víkingaveislú á ferða- kynningu í Hamborg. Þegar sé byrjað að fjalla um þátttöku íslenska hóps- ins í fjölmiðlum þar og mikill áhugi fyrir komu hópsins á hátíðina. Jóhannes segir að ekki sé búið að ákveða hve víða verði farið næsta vetur, eða fjölda sýninga, en ef vel heppnast til í sumar er ljóst að hugs- anlega er verið að tala um kynningu fyrir milljónir manna víðsvegar um Þýskaland enda hafi fjölmargir aðilar tekið vel í samstarf bæði hér heima og erlendis. Jóhannes V. Bjarnason í fullum skrúða fyrir Evrópuferðina. Alfahátíö í hverri viku á A. Hansen Álfaleikur, söngur og dans Undirbúningur fyrir álfahátíð á vegum veitingahússins A. Hansen er í fullum gangi en áformað er að setja hátíðina upp í hverri viku í sumar. Sú fyrsta verður Jóns- messuhátíð og verður hún daginn eftir Jónsmessu eða laugardaginn 24. júní. I boði er álfaleikur, söng- ur og dans en öll atriðin eru unnin í samvinnu við Erlu Stefánsdóttur sem m.a. hefur gefið út álfakort af Hafnarfirði. Erla segir að atriðin sem boðið verður upp á byggi á reynslu hennar af álfabyggðinni í Hafnarfirði. Þannig eru þeir leikarar sem fram koma fulltrúar ákveðinna álfa í Hafn- arfirði og eiga að koma til skila þeim boðskap sem álfarnir hafa fram að færa og er aðallega sá að elska nátt- úruna og umhverfi okkar. Auk Erlu hafa þau Katrín Þor- valdsdóttir og Guðbergur Garðarsson veg og vanda af hátíðinni en Katrín hefur smíðað grímur þær og brúður sem notaðar eru eftir upplýsingum frá Erlu. Alls munu 15-20 böm og unglingar koma fram í gerfi álfa. Alfahátíðin fer þannig fram að boðið er upp á skoðunarferð um álfa- slóðir í Hafnarfirði þar sem fyrr- greind atriði verða sett á svið en síð- an er boðið upp á sjávarréttahlaðborð á A. Hansen. Réttir þeir sem boðið er upp á er hinir sömu og álfar og huldufólk leggja sér til munns. I framtíðinni er ætlunin að gera þessa hátíð að föstum lið í bæjarlíf- inu. Guðbergur Garðarsson segir að strax í vetur verði sest niður og hug- að að því að efla bæjarbraginn með framhaldi af þessari sumarhátíð. Hluti hópsins sem kemur fram á álfahátíðunum. íboði Einn af álfunum fyrir utan A.Hansen.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.