Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 3
Gaman er að ganga um höfnina og njóta kyrrðarinnar. Byggðasafnið en þar er gott að hefja skoðunarferðir. Upplýsingmið- stöð ferða- manna fyrir alla skemmtigarður prýddur fjölda sjald- gæfra trátegunda. Hamarkotslækur- inn á sögufræðilegu hlutverki að gegna í sögu Hafnarfjarðar og reynd- ar landsins alls, því þar reisti Jóhann- es Reykdal fyrstu rafstöð á Islandi. Hamarinn með sína konunglegu álfa- byggð og frábært útsýni, en upp á Hamrinum finnum við Flensborgar- skóla, fjölbrautarskóla Hafnarfjarðar, en nafnið minnir okkur á dönsk/þýsku borgina Flensborg, það- an sem kaupmenn fyrri tíma komu. Uppi á Hamrinum er líka eina lokaða klaustrið á Islandi. I útjaðri og ná- grenni bæjarins finnum við Hvaleyr- ina þar sem talið er að Víkingurinn Hrafna-Flóki og hans menn hafi komið árið 860. Nú er þar eins og áður segir golfvöllur Hafnftrðinga. Malimar í austurhluta bæjarins eru minnjar um mikla saltfiskverkun út- gerðarmanna í Hafnarftrði, en þama voru miklar breiður saltfisks breiddur út á góðvirðisdögum. Sunnan við Hafnarfjörð er Asfjallið sem er 127 metra há ísaldarhæð þar undir er As- tjöm og bærinn Ás. Þama er sérstakt fuglalíf og gróðurfar. Rétt þama hjá er hið nýja íþróttasvæði Hauka. Enn sunnar á móts við álverið er svo að finna friðlýsta foma kapellu sem helguð er dýrðlingi ferðamanna St. Barböru og síðan sunnan við álverið er svo listamiðstöðin Straumur í gömlu burstabyggðum bæ. Hér er aðeins stiklað á stóru og marga merka staði er hægt að telja upp til viðbótar en við nemum hér staðar að sinni. Gönguferð um bæinn Oft er það svo að nánasta um- hverfið verður manni svo tammt að maður hættir að veita því athygli. Það er því góð tilbreyting hjá fjölskyld- um, eða vinahópum að taka einn og einn dag eða eina og eina kvöldstund til að ganga um sitt nánasta umhverfi og reyna að skoða það eins og ókunnugir, eða ferðamenn sjá það. Getur verið skemmtilegt að taka sér slíka göngu og ganga um hina ýmsu stíga og göngubrautir sem víða liggja og eru ekki þær leiðir sem maður fer dags daglega á leið til og frá heimili sínu, skoða húsagerðarlistina, sem oft er stórkostleg, en maður tekur yf- irleitt ekki eftir, skoða garðana og umhverfið. Síðan er hægt að fikra sig inn í önnur hverfi bæjarins og þannig koll af kolli þar til maður þekkir heimabæ sinn. Þetta er holl útivera, skemmtilegt fjölskyldugaman, þar sem fjölskyldan er saman að skoða og læra. Hjá flestum sem byrja á þessu verður þetta til að fjölskyldan fer að fara meira saman út í náttúruna og verða meira meðvituð um um- hverfi sitt, um leið og hún nýtur þess að vera saman. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan fyrsta alvöru upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn var opn- uð í Reykjavík. I samstarfsamn- ing sem Ferðamálaráð, ferða- málasamtök landshlutana og Reykjavíkuborg gerðu með sér var gert ráð fyrir að á næstu árum kæmu síðan upplýsinga- miðstöðvar vítt og breytt utn landið, mismunandi stórar, eftir því hvar þær væru staðsettar. Það virtist í fyrstu vera útbreiddur misskilningur á meðal íslendinga að þessar miðstöðvar væru aðal- lega eða eingöngu ætlaðar útlend- um ferðamönnum, en það hefur breyst með árununt. Fyrir nokkrum árum var Upplýs- ingamiðstöð ferðamála opnuð hér í Hafnarfirði og samkvæmt upplýs- ingum frá Rögnvaldi Guðmunds- syni, ferðamálafulltrúa, fer það sí- fellt meira í vöxt að Islendingar komi til að fá þar upplýsingar, bæði þegar þeir ætla að ferðast um Island og eins þegar þeir fá erlenda gesti sem þeir vilja leiðbeina um landið. Þá er mikið um það að Hafnfirðing- ar komi til að fá upplýsingar um Hafnarfjörð til að senda vinum og kunningjum erlendis. Það er mjög áríðandi fyrir alla sem ætla að njóta ferðalags, hvort sem það er gönguferð um heim- byggð sína, ferð um byggðir eða óbyggðir landsins, að fá sem allra bestar upplýsingar áður en lagt er af stað í ferðina. Flestir sem ferðast um ókunnar slóðir reka sig á það þegar heim er komið að þeir hafa misst af einhverjum markverðum stað eða náttúru undri, ýmist af því þeir vissu ekki um það eða að þeir vissu ekki hvar það væri að finna. Á Upplýsingamiðstöð ferða- manna á Vesturgötu 8, er hægt að fá bæklinga og upplýsingar um flesta staði á Islandi, einnig er það starfs- fólk sem þar vinnur fullt af fróðleik og er tilbúið til að hjálpa fólki við undibúning ferðainnar hvað upplýs- ingar varðar. Það getur líka oft bent fólki á hvar það getur fengið fyllri upplýsingar þegar það er komið á það svæði sem það ætlar að heim- sækja. Það er því fyllst ástæða fyrir fólk að heimsækja Upplýsingamið- stöðina þegar það hyggur á ferða- lag, hvort sem það er til að ferðast um Hafnarfjörð, með fjölskyldunni eða vinum eða áður en það leggur í ferð um landið. Nú þessa dagana er að koma út nýr bæklingur um Hafnarfjörð, full- ur af nytsamlegum og fróðlegum upplýsingum, auk þess sem í bæk- lingnum er settar fram hugmyndir af því sem er að sjá og tillögur um dagsferðir um bæinn. Fjarðarpóstur- inn vill hvetja fólk til að verða sér úti um bæklinginn. í Firðinum er hjá Bi 1,30 kr. lægra verð pr. Itr. Sjálfsafgreiðsla á einni dælu OLÍS þjónusta á tveimur dælum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.