Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 6. júlí til miö- vikudags 12. júlí Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Þetta er ekki ákjósanleg vika til ákvörðun- artöku, svo frestaðu málinu um tíma. Þetta á líka við um endurgreiðslur. Það kemur betri tími og jafnvel svo góður að málin leysast sjálfkrafa. Koma tímar, koma ráð. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Þú færð orð fyrir að vera ávallt prúður og kurteis einstaklingur en í raun er þetta ekki annað en að hafa ótrúlega góðan hemil á tilfinningunum eins og fiskum er einum lagið. Haltu þig í félagsskap vina sem þér þykir væntum og þú treystir fullkomlega. Það er svo notalegt og ekkert vesen. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Vertu viss um að allt sem þú segir á næst- unni sé auðskilið, hreinskilið og hnitmið- að. Það eru svo margir sem miskilja hlut- ina og vilja aðeins heyra það sem þeim hentar best á hverjum tíma. Þannig byrja oft niðurrifin og leiðindin. Nautið (20. apríl - 20. maQ Einhver treystir á góðvild þína og kærleik, og það er bara gott um það að segja þar sem þú hefur unun af því að hjálpa fólki. Gerir stundum einum of mikið af því að láta aðra ganga fyrir. Gleymdu ekki “þér” og mundu líka að til er fólk sem notfærir sér góðvild þína og svífst einskis þar um. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Loksins færð þú staðfestingu á hvar þú stendur varðandi persónu sem hefur hald- ið þér í óvissu og spennu. Er það þess virði? Þú ert alveg einstakur persónuleiki og ætti enginn að koma fram við þig af vanvirðingu. Þú ert á réttri lífsbraut, og veist það, því þú ræður ferð þinni. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Ekkert er hálfkák hjá krabbanum, allt eða ekkert. Oft vill það brenna við að fljót- fæmin er allsráðandi og framkvæmt er án röksemda. Ef ske kynni að þú dyttir niður á eitthvað sem ekki passar þér, taktu því og þraukaðu því citthvað enn betra á eftir að koma þína leið. Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Sumarið ætlar að verða þér kærkomið og kannski vegna þess að þú gefur þér tíma núna, aldrei þessu vant, til að njóta þess og hlakka til að eyða tíma þínum með fjöl- skyldu eða góðum vinum. Þú ert að upp- götva að einfaldleikinn, lítið bros eða lítil snerting em dýrðmæt augnablik. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Það er heilmikil vinna sem bíður þín, hús- ið garðurinn og allt á að taka í gegn. Þá er að drífa sig í málningagallana og byrja. Þó verkið virðist yfirþyrmandi þá er þetta svakalega gaman svo ekki sé talað um umbun erfiðsins sem kemur innan frá. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þú hefur lengi verið að búa þig undir að endurskipuleggja líf þitt og lífsstefnu. Gott og vel, en gefðu þér tíma til þess. Svona róttækar breytingar þurfa mikla skipulagn- ingu, heiðarleika, fastheldni og aga, ef vel á að takast. Tvö skref fram á við og eitt aft- ur og sv.fr. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Ekkert venjulegir dagar framundan, vá... Það vildu margir vera í þínum sporum núna. Það gengur nánast allt upp það sem þú tekur þér fyrir og sjálf(ur) ertu ómót- stæðileg(ur). Það er ekki aðeins glampandi sól og sumar úti við heldur líka í hjarta þínu. Njóttu þess og þakkaðu fyrir. Hogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Þú átt að geta haft gagn, og mikinn lær- dóm af málefni sem þú hélst væri löngu gleymt og grafið. Eins gagnrýnin(n) (rýnir af jákvæðu gagni) og þú ert þá er ótrúlegt að vinur þinn einn sleppi svo billega frá því að svara fyrir slælega framkomu sína. Gefðu honum svona smá, þú veist. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Það er mikill viljakraftur sem umlykur þig og virðist ekkert geta stoppað þig eða aftr- að frá því að ná settu marki. Sjálfstraustið er á réttum stað og sérstaklega núna þar sem þú þarft á því að halda. Það eru uppi háværar gagnrýnisraddir og abrýðsemi sem þú þarft að takast á við. Gangi þér vel. Kveddu meö brosi. Leikhúsið Hermóður og Háðvör í gamla BÚH-húsið Draumurinn að byggja upp atvinnuleikhús -segir Þórhallur Gunnarsson einn af aðstandendum leikhússins Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör hefur fengið inni í gamla BUH-húsinu við höfnina og þar er nú unnið að endurbótum og innréttingum fyrir fyrstu sýninguna í haust. Alls standa tólf leikhúslistamenn að þessu leikhúsi en einn þeirra, Þórhallur Gunnarsson, segir að draumurinn sé að hyggja upp atvinnuleikhús í Hafnarfirði. Upphaflega var ætlun leikhúss- ins að fá inni á Reykjavíkurvegi 45 en af því gat ekki orðið. Lausnin var svo BUH-húsið sem er í eigu Sjólastöðvarinnar en Þórhallur segir að Jón Guðmundsson hjá Sjólastöðinni hafi verið þeim mjög hjálplegur með þetta allt saman. Auk þess hefur menningarmála- nefnd bæjarins beitt áhrifum sínum til að koma leikhúsinu undir þak. Þegar Fjarðarpósturinn heim- sótti BUH húsið nýlega var vinnan þar í fullum gangi en unglingar úr Vinnuskólanum hafa verið fengnir til aðstoðar. Svið yerður sett upp í aðalvinnslusal BUH en búnings- aðstaða og fleira í hliðarherbergj- um. I máli Þórhalls kemur fram að tólfmanna hópurinn sem myndar leikhúsið sé ellefu leikarar og einn rithöfundur. Leikaramir eru allir úr Hafnarfirði og meðal þeirra nokk- ir af þekktustu leikurum landsins eins og íligurður Sigurjónsson, Magnús Ólafsson, Jóhanna Jónas, Steinn Armann Magnússon. Rit- höfundurinn er Arni Ibsen og verður fyrsta verkefni leikfélags- ins verk eftir hann sem frumflutt verður þann 15. september. Aðrir í hópnum, auk Þórhalls, eru þau Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhann- esson, Gunnar Helgason, Hilmar Jónsson, Sóley Elíasdóttir og Vig- díspunnarsdóttir. I ágúst er ætlunin að setja upp Þórhallur Gunnarsson. leikrit fyrir böm hjá leikhúsinu auk þess að bjóða upp á kennslu í leiklist fyrir unglinga. Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör var stofnað vor- ið 1994 af fyrrgreindum hóp. Fyrsta verkefni þess var dagskrá sem flutt var á afmæli lýðveldisins í Bæjarbíó og hlaut góðar viðtök- ur. Hópur unglinga frá Vinnuskólanum hefur unnið að endurbótunum. Lárus Karl opnar Ijósmyndasýningu Lárus Karl Ingason Ijósmyndari opnar á morgun, föstudag, ljósmyndasýningu í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði. Þema sýningar- innar er hestar og fjöll. Lárus Karl sýnir hátt í tuttugu svart/hvítar ljós- myndir sem teknar hafa verið og unnar á síðustu misserum. Þetta er þriðja einkasýning Lárusar en hann starfar sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari. Lárus Karl er fæddur 1959 og hefur starfað við ljósmyndun s.l. tíu ár. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardag kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Æringi - meinlegur og miskunnarlaus - skrifar: Hafnar- fjörður f bræðslu? Fari svo að álverið í Straumsvík verði stækkað þarf að stækka höfn- ina líka. Og með stærri höfn má bú- ast við að talið verði mögulegt að byggja enn frekar við verksmiðjuna. Ef svo heldur fram sem horfir og stækkanir álversins gerast tíðari en góðu hfo gegnir getur farið svo að það teygi anga sína víða. Síðan er spurningin hvað menn taki til bragðs ef hráefni þrýtur: í miðbæinn álverið mætir í bráð, malar það hús vor og jörð? Brátt gætu álmenn brugðið á ráð það að bræða Hafnarfjörð! Og meira urn álverið. Nýverið sörndu starfsmenn þar um umtals- verðar launahækkanir einkum til handa þeim lægst launuðu. Þetta sagði Siggi Té að væri öfugt við það sem annars staðar gerðist í þjóðfé- laginu og inátti af orðum hans skil- ja að talsverðar hetjudáðir hefðu af álverkamönnum verið framdar við samningaborðið. Enda þvermóðsk- uðust menn við fram í rauðan dauð- ann: Hetjur og hábomar frekjur, harðsnúnar semja þær enn. Þeir sem tæpast höfðu tekjur teljast nú hálaunamenn! ÆMARLyJKUJIMAB Skata í selspikssósu Fullt nafn? Snorri Karlsson. Fæðingardagur? 18.8.1980. Fjölskylduhagir? Á lausu. Bifreið? Engin. Starf? Nemi. Fyrri störf? Nám. Helsti veikleiki? Óþolinmæði. Helsti kostur? Félagslyndi. Eftirlætismatur? Hamborgarhrygg- ur og humar. Versti matur? Kæst skata í selspiks- sósu. Eftirlætistónlist? „Jungle” og „techno”. Eftirlætisíþróttamaður? Gústaf Bjamason. Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Össuri Skarp- héðinssyni. Eftirlætissjónvarpsefni? Simpson. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Sápuóperur. Besta bók sem þú hefur lesið? Gulleyjan. Hvaða bók ertu að lesa núna? Enga. Uppáhaldsleikari? Eggert Þorleifs- son og Jim Carrey. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Outbreak. Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Spila körfubolta og skemmti mér. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika. böm? Jú þeir hafa heyrst að fjórða Hvað meturðu síst í fari annarra? hvert bam sem fæðist sé Kínverji. Snobb. Hvern vildirðu helst hitta? Eddie Murphy. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Ferrari. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happdrætti? Fara til Bandaríkjanna og Spánar. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjar- stjóri í einn dag? Hækka kaupið í ung- lingavinnunni. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Selur. Uppáhalds Hafnar- fjarðarbrandarinn þinn? Afhverju eign- ast Hafnfirðingar aldrei fleiri en þrjú

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.