Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Víkingahátíðin sett á Þingvöllum f dag Meðal þeirra sem sýna Iistir sínar á víkingahátíð er Magnus Krogh Andersen. í dag, fimmtudag, hefst form- lega alþjóðlega Víkingahátíðin og stendur hún fram á sunnudags- kvöld. Aðalhátíðin verður svo hér í Hafnarfirði, eða Víkingabænum, eins og hann á eflaust eftir að heita í hugum margra erlendu þátttak- endanna. Búast má við að mikill fjöldi fólks leggi leið sína í Fjörðinn þessa daga, sérstaklega, ef veðurguðimir verða okkur hagstæðir. Hátt í 600 erlendir þáttakendur hafa verið að streyma til landsins undanfama daga og er orðið ansi vígalegt að litast um á götum bæjarins, verslunum og veitingastöð- um, þessa dagana, þegar víkingar ganga þar um í fullum herklæðum. Dagskrá Víkingahátíðarinnar er Frá víkingadögum sem Miðbær efndi til um síðustu helgi. það fjölbreytt að ailir finna þar eitt- hvað forvitnilegt til að sjá og heyra. Það má því hvetja Hafnfirðinga til að fara á sýningarsvæðið, því hver dag- ur býður upp á eitthvað nýtt. Stjórn Landnáms tók þá skynsam- legu ákvörðun að stilla aðgangseyri mjög í hóf og ætti sú ákvörðun að draga að fjölskyldur og gefa fólki möguleika á að fara oftar en einu sinni. Það hlýtur að vera gaman fyrir fjölskyldur að fara saman og reyna að sjá fyrir sér og upplifa það líf sem forfeður okkar lifðu. Fyrir utan þær fjölmörgu fróðlegu fyrirlestra sem boðið er upp á, þá verða sýningar, glens og gaman, bæði fyrir böm og fullorðna alla daga. Þá má minna á brúðkaup að fomum sið, kjörin verð- ur hárfegursta konan oh skeggprúð- asti maðurinn, þannig að það er alltaf eitthvað forvitnilegt um að vera. Margur hefur myndað sér þá skoð- un fyrirfram að hátíðin verði bara glaumur og gleði, mikið verði drukk- ið og svallað fram á nótt. I því sam- bandi viljum við minna á orð Ellerts Borgars Þorvaldssonar, formanns stjórnar Landnáms, þegar hann segir að hér sé fyrst og frammst um menn- ingarviðburð að ræða, en ekki eitt- hvert vopnabrak. “Hugsunin á bak við hátíðina er að vekja okkur til um- hugsunar um uppruna okkar og kynnast hvemig víkingamir lifðu,” sagði Ellert Borgar. Það verður örugglega hátíðleg og tilkomumikil sjón að sjá 600 víkinga ríða og ganga niður Almannagjá og niður á Vellina við Öxarárfoss. Þetta er stund sem allir, sem kost eiga á, ættu að sjá. Þátttaka Hafnfirðinga Hafnarfjörður hefur verið að hasla sér völl sem ferðamannabær undan- farin ár. Þetta tækifæri verður að nýta sem allra best til að sá mikli fjöldi er- lendra gesta, bæði þeir sem koma hingað til að taka þátt og dvelja hér á Víkingahátíðinni og eins þeir sem koma hingað aðeins dagstund til að sjá og heyra það sem um er að vera á hátíðinni, fari með góðar minningar um þennan vinalega Víkingbæ í hrauninu. Og ekki skulum við gley- ma Islendingunum, því svokallaður heimamarkaður er og verður alltaf stærsti markaðurinn. Til að vel megi takast þá verða Hafnfirðingar að sameinast um að taka vel á móti þessu fólki. Þetta er ekki bara mál þeirra sem að hátíðinni stend- ur.hvemig til tekst, heldur allra Hafn- ftrðinga. Þá daga sem hátíðin stendur yfir mun Fjarðarpósturinn gefa út lítið dagblað á ensku, þar sem helstu við- burðir gærdagsins eru tíundaðar, aða- lega byggt upp á myndum. Einnig verður þar dagskrá dagsins. Þetta er framlag Fjarðarpóstsins til hátíðar- innar. Aður höfum við gefið út Vík- ingapóstinn og Ferðapóst Hafnar- fjaðar sem dreift hefur verið á höfuð- borgarsvæðinu og víðar, þar sem Víkingahátíðin hefur verið kynnt og sagt frá því sem Hafnarfjörður býður ferðafólki upp á.. Gleðilega Víkingahátíð. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR ÞJÓNUSTUAUGLÝSINCAR V I Ð G E R Ð I R Sjáum um viðhald á loftnetum, sjón- vörpum, myndböndum, hljómtækjum o.fl. Erum einnig með móttökubúnað fyrir Fjölvarp og uppsetningar. Viðgerðarþjónustan Helluhrauni 10, s. 555 4845 Alhliða viðgerðir á: Sjónvörpum Myndbandstækjum - Myndlyklum Hljómtækjum o.fl. Rafeindaþjónusta Ómars, Miðvangi 41, s. 555 1116 Pípulagningameistari Allar pípulagnir stórar og smáar, viðhaldsþjónusta, nýlagnir. Samúel V. Jónsson, Skútahrauni 17a. Sími 565 4811, boðs. 984-50663, bílas. 985-23512, heimsas. 565 0663 Leigjum út tæki til viðgerðar og byggingar. Einnig flísa- og marmara- sögun. Ahaldaleiga Hafnarfjarðar, Kaplahrauni 8, sími 565 3211 Hreinsum brunna, niðurföll, rotþrær, holræsi, stíflur. Röramyndavél, full- komin tæki, vanir menn. Holræsahreinsun hf, Melabraut 15, 565 1882, 985-23661 -2, 3 og 7. Vinnuvélaleiga - Vélaleiga - Grafa Dælubíll - Vatnsbíll - Vörubíll með krana. Böðvar Sigurðsson, Kaplahrauni 14, Sími 565 1170 & 985-25309 Bílaviðgerðir - Járnsmíði Vinnuvélaviðgerðir - Bílaviðgerðir. Vélar og málmur hf, Flatahrauni 25, s. 565 3410 Hjólbarðaþjónusta Avallt fljót og góð þjónusta. Dekkið sf, Reykjavfkurvegi 56, s. 555 1538 Komdu með bílinn til okkar. Bón, þvottur, þrif að innan, djúphreinsun á sætum og teppum, lakkhreinsun, vélarþvottur, skreyting, lagfæring á lakkskemdum. Sækjum og sendum. Nýja hónstöðin, Trönuhrauni 2, Sími 565 2544 Fljót og góð þjónusta fyrir allar gerðir bifreiða. Þjónustaðili Heklu. Loki bifreiðaverkstæði, Skútahrauni 13, s. 555 4958 Fólksbíla og vörubílaverkstæði. Önnumst allar almennar bíla- viðgerðir, réttingar og sprautun, einn- ig bremsu- og pústviðgerðir. Góð og traust þjónusta. Bónusbílar hf., Dalshrauni 4, Sími 565 5333 Bílaviðgerðir - Vélastilling Bílasprautun og réttingar. Shell Smurstöð. Bílaspítalinn Kaplahrauni 1, símar 555 4332 & 565 4332 Allar almennar bílaviðgerðir. Fljót, góð og vönduð vinnubrögð. Bílaverkstæði Hafnarfjarðar, Drangahrauni 2, s. 565 3920 Við réttum og sprautum bílinn þinn. Fljót og góð þjónusta. Föst verðtil- boð. Jón Þór Traustason og Grétar Jónsson. Bílaverk hf, Dalshrauni 22 Sími 565 0708 Bílaréttingar og bílamálun. Fagmannleg og góð þjónusta. Bílalist, Dalshrauni 4, sími 565 0944 Bílapartasala. Notaðir varahlutir í flestar gerðir japanskra bíla. ísetningar. Visa/Euro. Japanskar vélar, Dalshrauni 26, s. 565 3400 Notaðir varahlutir í flestar gerðir bíla. Kaupum bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílapartasalan/Bílhlutir s/f, Drangahrauni 6. s. 555 4940 Láttu okkur aðstoða þig að gera við bílinn þinn sjálfur. Lyfta og verkfæri. Notaðir varahlutir. ÍCaupum bfla til niðurrifs. Opið alla daga. Bílapartar og þjónusta hf. Dalshrauni 20, s. 555 3560 Sala - Smíði - Isetning. Setjum púst- kerfi undir allar gerðir bifreiða. B.J.B. Pústþjónusta, Helluhrauni 6, s. 565 1090 & 565 0192 Bílaréttingar og málun. Nýsmíði og framrúðuísetningar. Réttingar Þ.S., Kaplahrauni 12, Sími 555 2007 Bílasprautun og réttingar. Tökum smærri tjón samdægurs. Gísli Auðunsson, Skútahrauni 9a, sími 555 3025 KUKENNSLA Aukin ökuréttindi (Meirapróf). Almenn ökukennsla, Sími 581 1919 & 985 24124. Ökuskóli S.G. býður upp á réttindi fyrir leigubíla, vöru- og hópbifreiðaakstur. Námskeið í gangi allt árið. Ökukennsla - Ökuskóli Kennslugögn - Prófgögn Endurtökupróf. Kenni á BMW 518i og æfingarakstur á MMC Pajero jeppa. Greiðslukjör, Visa/Euro. Eggert Valur Þorkelsson, s. 989- 34744, 565-3808 & 985-34744 BÓKHAL Bókhald, árs og milliuppgjör, greið- slu og rekstraraætlanir ásamt raðgjöf fyrir Tyrirtæki og einstaklinga. Góð og örugg júónusta. Kristjan G. Þorvaldz, Bæjargil 83, Garðabæ, sími 565 7796 GARÐÞJÓNUSTA Trjáklippingar. Nú er kominn tími til ao huga ao garðinum. Sigurður Ó. Ingvarsson, sími 565 0604 SMÁAUGLÝSINGAR íbúð óskast Mæðgin, sjúkraliði og 13 ára sonur, óska efdr 2-3ja herbetgja íbúð fiá og með ágúst n.k. Upplýsingar í síma 431 3038 og 565 2413. Til sölu Maxí Cosí ungbama bfistóll með poka, ömmustóll og kerrupoki. Upplýsingar í síma 565 2994. Oskast Óska eftdr notuðu litlu billiardborði ca: 4 feta ásamt tilheyrandi fýlgihlu- tum. Upplýsingar í síma 565 0781, Sigurður. Tapað - fundið Nýlegt bamahjól fannst við gang- braut á milli Ásvalla og Háholts. Litur rautt með svörtum böglabera. Upplýsingar gefúr Andrés í síma 565 4658 á kvöldin.___________________ Barnabflstóll Eg er 10 mánaða og bráðvantar góðan bflstól á bamaverði. Upplýsingar í síma 562 1036_______ Óska eftir barnavagni Óska eftir Emalíunga eða Simo bar- navagni, vel með fömum. Upplýsingar í síma 565 2553 Sýningar Hafnarborg, sími 5551)080. Sýning Ria Eing og Hartmut Eing frá Cuxhaven. Sýningin stendur frá 1-17 júlí. Opið alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan opin 11-18 alla virka daga og 12 - 18 laugard. og sunnud. Listhús 39, sími 565 5570. Opið virka daga 10-18, laugard. 12- 18 og sunnud. 14-18. Við Hamarinn, sími 555 2440. Landnámssýning Fjörukráarinnar Skemmtun Veitingahúsið Tilveran, sími 565 5250. Opið 12-23 alla daga. Café Royale, sími 565 0123. Opið 11-01 virka daga og 12-03 um helgar. Fjörukráin - Fjörugarður, sími 565 1890. Opið til kl. 03 Víkingagleði unt helgina. Piz/.a 67, sími 565 3939. Boginn, sími 565 5625. Opið mán.-mið. kl. 10 - 18, fim-lau. 10-23. Lokað sun. SúFistinn sími 565 3740. Opið 07:30 - 11:30 virka daga. Laugard. 10 - 01 og sunnud.12 - 01. Ólsen Ólsen og Ég sími 565 5138 Opið 11-23 alla daga og til 05 um helgar. Söfn Bókasafn Hafnarfjarðar, sími 565 2960. Opið mán.-föst. 10 - 19. Tón- listadeild, opin mán., mið.. föst., 16 - 19. Lokað á laugard. Póst-og símaminjasafnið, sími 555 4321. Opið þriðjud. og sunnud. 15 - 18. Byggðasafn Hafnarfjarðar, sími 555 4700. Bjami Sívertsens-hús og Smiðjan eru opin alla daga 13 - 17. Lokað mánudaga. Siggubær er opinn eftir beiðni. Sjóminjasafn íslands, sírni 565 4242. Opið laugard. og sunnud. 13-17 eða eftir samkomulagi. Foreldraráðgjöf, Félagsmálastofnun, sími 565 5710 Alla fimmtud. og föstud. kl. 16-19. Pantið tíma. Apótek Læknavakt fyrir Hafnarfjörð og Álftanes er í síma 555 1328. Hafnarfjarðarapótek, sími 565 5550 er opið virka daga 9-19. Laugardaga 10 - 16 og annan hvem sunnudag 10 - 14. Apótek Norðurbæjar, sími 555 3966 er opið mánud. - fimmtud. 9 - 18:30, föstud. til 19. Laugard. og annan hvem sunnud. 10 - 14. Félagslíf Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnar- firði. Boðið er upp á vikudvöl á Hvann- eyri í Borgarfirði dagana 20-27 ágúst 1995. Upplýsingar í síma eftir kl. 17 hjá Stellu s: 555 0589/Láru s: 565 5065/Ninnu s: 565 3176/Guðfinnu s: 555 2956/Sigrúnu s: 555 1356/El- ínu s: 555 0436 Orlofsnefnd

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.