Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 06.07.1995, Blaðsíða 8
fju/'íury'jiu J/ líiiii m j/'io FrámkoHun á ^4 mf flnðiavm frá kr. 690,- FILMU.R & FRAMK* LLUN Mi&bæ-s. 565 4120 Fiskvinnsluskólinn deild í Flensborg Gæti vel orðið báðum aðilum til framdráttar Akveðið hefur verið að gera Fiskvinnsluskólann í Hafnarfírði að sjálfstæðri deild í Flensborgar- skólanum. Um tilraunverkefni er að ræða sem Flensborg mun sjá um en þegar hcfur verið auglýst eftir nýjum forstöðumanni fyrir deildina. Kristján Bersi Ólafsson skólameistari Flensborgar segir að hann eigi von á að þetta gæti orðið báðum aðilum til framdrátt- ar, þeim nemendum sem vilja Von á 18.000 stunda þetta nám og þeim sem vilja hafa meiri fjölbreytni í náms- vali í bænum. Fiskvinnsluskólinn hefur verið í lamasessi og starfaði lítið sem ekk- ert á síðasta ári. Hópur var myndað- ur til að endurskipuleggja skólann og skilaði hann inn tillögum til menntamálaráðherra um að setja námið af stað aftur með þessum hætti. Kristján Bersi segir að enn eigi eftir að ganga frá ýmsum fram- kvæmdaratriðum varðandi námið en það mun eftir sem áður verða í hús- næði Fiskvinnsluskólans á Hvaleyr- arholtinu. „Það er ekkert því til fyr- irstöðu af okkar hálfu að þetta geti gengið upp en ákveðin áherslubreyt- ing verður á náminu með nýrri námsskrá," segir Kristján. Heimsókn í tívolí Hafnfirðingum gafst kostur á því um síðustu helgi að heimsækja tívolí sem staðsett hafði verið fyrir utan Miðbæinn. Margir nýttu sér þetta tækifæri og einkum þótti yngri kynskóðinni spennandi að komast í tækin sem í boði voru eins og sjá má af myndinni. tonna Vikur hf. fær aðstöðu í Hafnarfjarðarhöfn skipi Von er á 18.000 tonna stóru flutningaskipi til Hafn- arfjarðarhafnar. Verður þctta stærsta skip sem lagt hefur að bryggju í höfninni en það mun koma í kringum 20. júlí n.k. Um er að ræða flutninga- skipið General Motica og losar það fyrst kol á Grundartanga en síðan salt í Hafnarfirði. Skip verður á vegum Hafnar- bakka. Til að gefa hugmynd um stærð skipsins má nefna til samanburðar að Heinaste, verksmiðjutogari Sjólaskipa, er 8.400 tonn að stærð þannig að General Motica er meir en helmingi stærri en togarinn. Flytja út 4.800 tonn Vikur hf. hefur fengið að- stöðu í Hafnarfjarðarhöfn fyrir útflutning sinn en fyrirtækið var áður á Vogabakka í Reykja- vík. Á næstunni verða flutt út 4.800 tonn af vikri á vegum fyr- irtækisins en þetta magn fer til byggingaraðila í Þýskalandi. Ásdís Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri Vikurs hf. segir að Hafnarfjarðarhöfn hafi boðið þeim góðan kost og hafi verið vænlegri til samvinnu en Reykja- víkurhöfn. „Þeir eru með hug- myndir um nýtt svæði við höfnin sem gæti þjónað þessum til- gangi,“ segir Ásdís. „Það er hins- vegar ekki hugmyndin hjá okkur að stunda þessa miklu magnflutn- inga á óunnum vikri utan heldur viljum við fullvinna sem mest af þessu efni hér heima. Þessi út- flutningur nú er til að uppfylla samning sem aðilar á Snæfells- nesi voru búnir að gera en gátu ekki sinnt að hluta til.“ Að sögn Ásdísar hefur Vikur hf. starfað í tæp tvö ár að þróa og fullvinna ýmsa vöruflokka úr vikri. „I dag erum við með fjórar vörutegundir sem við vinnum úr vikri og framtíðin er að reyna að fullvinna sem mest úr þessu efni hér heirna," segir Ásdís. 20% AFSLATTUR FÖ5TUDAG OG LAUGARDAG 7-8 w IRRHMENN M.cSbco.-. T4 Suðurbæjarlaug Mánudaga - föstudaga kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-18:00 Sunnudaga kl. 08:00-17:00 Baðgestir eru kallaðir upp úr 30. mín eftir ofanskráðan lokunartíma. (3pnutmvtíxni Sundhöll Hafnarfjarðar Mánudaga til föstudaga kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-12:00 Sunnudaga kl. 09:00-12:00 Baðgestir eru kallaðir upp úr 30 mín. eftir ofanskráðan opnunartíma. ÍÞRÓTTARÁÐ HAFNARFJARÐAR

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.