Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 13.07.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 26. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 13. júlí Verðkr. 100, ^Owl j^>\ /|H 5-650-666 Um13 þúsund gestir Alls komu um 13 þúsund gestir á víkingahátíðin a í bænum um síðustu helgi. Ohætt er að segja að hátíðin lial'i heppnast mjög vel og margir af erlendu gestunum höfðu á orði að þetta væri best skipu- lagða víkingahátíðin sem þeir hefðu sótt. Fjarðarpósturinn tók virkann þátt í hátíðarhóidunum með útgáfu á litlu blaði daglega, The Viking Post, sem einkum var hugsað fyrir hina erlendu gesti enda gefið út á ensku. Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafulltrúi segir að leikurinn verði endurtekinn, en þó ekki fyrr en eftir tvö ár enda tekur mikinn tíma að undirbúa svona hátíðir. -SJÁ BLS. 3,4,5 og 6 Tek- inná 170 km hraða Lögreglan í Hafnarfirði tók 17 ára gamlan strák á um 170 km hraða á Reykjanes- brautinni aðfararnótt mánu- dagsins. Að sögn lögreglu voru aðeins um tveir mánuðir síðan að ökumaðurinn tók bílpróf. A svipuðum tíma var annar ökumaður gripinn á sama vegi á ofsahraða. Sá var tekinn á móts við Hvassahraun en strák- urinn á móts við Hveleyrarholt. Báðir ökumenn voru sviptir ökuskírteinum sínum á staðn- Almenningsvagnar Hækkun á græna kortinu fyrirhuguð Undirbúningur að hækkun far- gjalda hjá Almenningsvögnum BS hefur staðið yfir um töluverðan tíma. Ætlunin er að hækka græna kortið en verð þess hefur nú verið óbreytt undanfarin fimm ár. Ekki liggur enn fyrir hversu hækkunin verður mikil en ákvörðunar er að vænta á fundi stjórnar félagsins í lok júlí. Valþór Hlöðversson einn af stjórn- armönnum Almenningsvagna segir að samkvæmt útreikningum þeirra sé raunverulegt verð á fargjaldi með græna kortinu nú um 50 krónur. Það komi sér vel fyrir neytendur en hafa beri í hug að gífurlegur hallarekstur er á fyrirtækinu og þurfa því bæjarfélóg- in sem að því standa að greiða háar upphæðir með rekstrinum. Þannig greiður Hafnarfjórður um 60 milljónir kr. á ári og Kópavogur um 65 milljón- ir kr. á ári.Sökum þessarar fyrirhuguðu hækkunar var haft samband við SVR en samkvæmt bréfi frá SVR getur stjóm þess ekki fallist á að hækka græna kortið. Síðan hafa borist fregnir um að SVR hafi endurskoðað þessa afstöðu sína. „Við gerum okkur ljóst að það er lítið svigrúm til hækkunar á græna kortinu en á það ber að líta aðJcortið hefur verið á kynningarverði í fímm ár og verð þess ekkert hækkað á þeim tíma," segir Valþór. „Þær upphæðir sem bæjarfélögin greiða nú með rekstrinum eru háar eða allt að þriðj- ungur af framkvæmdafé viðkomandi sveitarsjóðs á ári. Þetta er það mikið að við verðum að bregðast við með einhverjum hætti." Reiknað hefur verið hver áhrifin er af nýgerðum kjarasaming á rekstur Al- menningsvagna og í ljós kemur að hann mun hækka rekstrarkostnað um tæplega 18 milljónir kr. á ári. Áhrifin á þessu ári nema 7,5 milljónum kr. til hækkunnar. (r Varð kjaft- stopp Nýtt númer BSH •sjá bls. 2 Vandi íleik- skólum -sjá bls. 8 Gaflari vik- unnar -sjá bls. 2 " Hreint System BENSÍN k. Á Enn betra bensín ^ ...og þú lækkar bensínkostnaðinn Sffl

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.