Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 13.07.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 ÍÞRÓTTIR OG HEILSA ~TIS5IK Jóhann G. Reynisson ÉT Magnús Olafsson Þá varð ég Kjaftstopp! Magnús Ólafsson einn dyggasti stuðningsmaður FH í fótbolta. „Ég reyni að fara á alla leiki hér í Hafnarfirði og stundum elti ég liðið út á land,” segir Magnús Ólafsson, einn alharðasti fótboltaáhorfandi og stuðningsmaður FH sem sögur fara af, í samtali við Fjarðarpóstinn. Magnús fylgist vel með FH-liðinu í fótboltanum eins og skilja má af orð- um hans og hann hefur skýringar á gengi liðsins á takteinunum. En fyrst um hlutverk áhangand- ans. Áhuginn hefur aukist sífeilt síð- an elsti sonur Magnúsar, Hörður, fór að stunda íþróttir á bamsaidri. Síðan hafa Magnús og eiginkona hans, El- ísabet Sonja Harðardóttir, fylgst gjörla með íþróttaiðkun bama sinna en auk Harðar eiga þau Rósmund, Sonju Maggý og Hjalta Frey. Þau tvö yngstu fara iðulega á völlinn með foreldrum sínum að sjá Hörð og aðra FH-inga leika við andstæðinga sína. Magnús Haukur, sonur Harðar, kem- ur líka oft með ömmu og afa á völl- inn. Magnús fylgist grannt með frammistöðu bama sinna í boltanum og segir hann þess skemmst að minn- ast þegar hann stóð í kulda og rign- ingu suður í Grindavík að fylgjast með Sonju Maggý spila fótbolta. „Ég fer líka að sjá Magnús Hauk leika með Fjöini í Grafarvogi þegar ég kemst til þess,” segir Magnús og af þessu má sjá hversu áhugi hans ligg- ur djúpt og er einlægur. „En ég ýti ekki bömunum mínum út í að iðka íþróttir,” segir Magnús síðan, „þótt ég hafi þá trú að íþrótta- iðkun hafi mikið uppeldisgildi. Þegar bömin eru á æfingum eða í keppni með liðum sínum þá veit maður hvar þau em niður komin og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þau séu á flækingi innan um vafasamar freist- ingar. Eg tel mig líka vera að veita krökkunum stuðning með því að fylgjast með því sem þau eru að gera. Óg svo hef ég bara svo gaman af þessu!” Þórir stoppaði mig Magnús er ekki þekktur fyrir að hugsa mönnum þegjandi þörfina þegar fótboitamenn og dómarar eru annars vegar. Hann hefur oft varpað hnýfilyrðum inn á völlinn og þá ekki síst til dómaranna. Magnús hefur yf- irleitt fengið að hafa þessar athuga- semdir sínar í friði en einu sinni brá út af þeirri venju. „Ég stóð í brekkunni austan meg- in í Kaplakrikanum, aftan við mark- ið, og öskraði eitthvað á dómarann. Þá skipti engum togum að hann sneri sér að mér og svaraði á móti: - Þeg- iðu, Magnús, þú hefur ekkert við á þessu! Þá varð ég kjaftstopp en það hefur hvorki gerst fyrr né síðar,” seg- ir Magnús sposkur. „Mér hefur líka oft orðið ansi heitt í hamsi á vellinum,” heldur Magnús áfram, „og ég man eftir því að ég var einn góðan veðurdag, nærri því hlaupinn inn á völlinn. Ég var kom- inn yfir vegginn við stæðin og á leið- inni inn á þegar Þórir Jónsson stopp- aði mig!” Magnús og fjöiskylda hans eru í stuðningsmannaklúbbi FH og fara þau alltaf í hálfleik til fundar við aðra félaga í klúbbnum. Þá eru málin rædd yfir kaffi og sætabrauði. „Þannig kynnist maður fólki gegnum áhugamálið og rabbar við það um fótboita. I kringum þetta skapast skemmtileg stemmning á leikjun- um,” segir hann. Vantar sigurvilja Gengi FH hefur ekki verið upp á marga ftska í fótboltanum í sumar og verður ekki sagt skilið við Magnús án þess að minnast á þetta. „Já,” seg- ir hann, „og þegar ilia gengur þá á fólk einmitt að mæta á leikina til þess að styðja sína menn því þá þurfa þeir mest á stuðningnum að halda. Sumir virðast ekki átta sig almennilega á þessu.” Hver er skýringin á löku gengi? „Það hefur verið einhver deyfð yfir liðinu sem ég hef ekki orðið var við lengi hjá FH. Það vantar kraft og sigurvilja. En aðalástæðuna tel ég vera hversu marga leikmenn liðið missti fyrir keppnistímabiiið því mórallinn í því er alls ekki slæmur. Takmarkaður mannskapur veldur því að ekkert má út af bregða. Síðan virðast menn hafa misst sjálfstraustið eftir nokkra tapleiki í röð. Liðið þarf sigur til þess að vinna sig upp úr lægðinni og skoðun mín er sú að lið FH sé betra en leikur þess undanfar- ið gefur tilefni til að ætla,” segir Magnús sem telur þessar vera megin- ástæðumar og hann tekur skýrt fram að hann telji ekki við þjáifarann að sakast. Gæti liðið fallið? „Þegar ég frétti á sínum tíma hver- su margir færu til annarra liða fyrir sumarið sagði ég í hálfkæringi að önnur deiidin blasti við. Síðan fékk ég bjartsýnikast eftir 1-0 sigur á KR og nú vona ég að reynslumiklir leik- menn eigi eftir að halda liðinu í fyrstu deildinni. En eitthvað verður að gerast því það væri agalegt ef FH félli,” segir Magnús sem að síðustu segir að það sé sama þótt illa gangi: „Ég fer á völlinn fyrir það!” SH hlaut 22 verðlaun Um síðustu helgi var Sund- meistaramót íslands Italdið í sundlaugunum í Laugardal. Sundfóik úr SH fjölmennti á mótið og stóð sig vel en alls komu 22 verðlaun í hlut SH, 5 gull, 11 silfur og 6 brons. Bestum árangri náði Elín Sig- urðardóttir en hún hlaut Kolbrún- arbikarinn fyrir besta afrek kvenna á mótinu. Þrír SH-ingar fóru á pall í 50 metra skriðsundi kvenna, þær Elín, Birna Björnsdóttir og Guðrún Brynja Rúnarsdóttir og aftur í 100 metra flugsundi kvenna, þær Elín, Guðrún og Hlín Sigurbjörnsdóttir. Gullverðlaun hlutu Élín Sigurð- ardóttir fyrir 100 metra flugsund, 50 og 100 metra skriðsund, Davíð Freyr Þórunnarson fyrir 200 metra flugsund og A-sveit karla í 4x100 metra fjórsundi. Sveitin var nokk- uð nærri íslandsmetinu og sigraði með töluverðum yfirburðum. Þá setti A-sveit meyja SH íslandsmet í 4x200 metra skriðsundi en óvana- legt er að meyjasveitir syndi það sund. Eftirtektarvert var einnig hve margir af yngri sundmönnum fé- lagsins stórbættu sig þótt ekki kæmust þeir á pall. Þetta var lokapunktur afmælis- ársins sem búið er að vera viðburð- arríkt og gefandi í alla staði. Nú gera sundmenn hlé til ágústloka en þá verður tekið til starfa á ný. I ágúst hefjast að vísu sundnámskeið fyrir yngsta fólkið en margir sem nú eru afreksmenn hjá SH hófu ferilinn einmitt þar. (fréttatilkynning) Þær Elín, Birna og Guðrún Birna saman á verðlaunapallinum eftir 50 metra skriðsund. Golfnámskeið unglinga hjá Keili Fjórða og síðasta unglinganám- skeiðið í golfi hjá Golfklúbbnum Keili hefst mánudaginn 17. júlí. Námkeiðið stendur vfir í tvær vikur og kostar 4.000 kr. Nokkur pláss eru laus í þetta nám- skeið og einnig framhaldsnámskeið sem eru eftir hádegi sömu daga. Fyrra námskeiðið er kl. 9.30-12 virka daga en hið síðara frá kl. 13- 15. Golfklúbburinn útvegar bæði kylfur og kúlur. Upplýsingar í síma 565-2522. (fréttatilkynning) Suðurbæjarlaug Mánudaga - föstud. kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-18:00 Sunnudaga kl. 08:00-17:00 Baðgestir kallaðir upp úr 30. mín. eftir ofanskráðann lokunartíma. Opnunariimisw SuruTér fioíít og gott Sundhöll Hafnarfjarðar Mánudaga - föstud. kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-12:00 Sunnudaga kl. 09:00-12:00 Baðgestir kallaðir upp úr 30. mín. eftir ofanskráðann lokunartíma. íþróttaráð Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.