Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPOSTURINN Gildir frá fímmtudegi 20. júlí til miöviku- dags26.júlí Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Þú hefur fulla samúð með þeim sem eiga erfitt en sjálfsvorkunn á engan stað í þínu hjarta. Þú hreinlega kólnar upp og átt það svo til að skammast þín fyrir, það sem þér finnst vera miskunnarlaust. Fáðu útrás á bældum tilfinn- ingum með því að fara í gönguferðir. Bara byija svo kemur það. Fiskamir (19. feb. - 20. mars) Best er þessa vikuna að láta öll vafatriði liggja milli hluta, hættu að þráast. Einbeittu þér að því sem augíjóst er að gangi upp. Þetta heitir hrein- lega að vera ekki að flækja málin og halda sig við einfaldleikann. Ástin er sterk og ömgg, en þarfnast svona smá neista skot og meira bros. Hrúturinn (21. mars -19. apríl) Einhver þér eldri býður þér frábært tilboð, allt of gott til að hafna því. Það er líka án allra kvaða. Losaðu þig frá fáranlegu loforði um ferðalag sem þig langar inast inni ekkert til að fara Sumir em svo ýtnir að þeir skilja ekki orð- ið ,jiei" og hætta ekki fyrr en maður segir ,kanaske“ og þá þýðir það, já“. Nautiö (20. apríl - 20. ma0 Nú léstu einhvem heldur betur gabba þig. Þar sem nautið stendur alltaf við sitt er erfitt fyrir það að kyngja því að til séu faguigalar og dað- urdrósir sem ekkert er að marka. Einhver vill þér mikið vel og er alltaf að kvetja þig til að láta hæfileika þína njóta sín. Ekki vera svona hóg- vær. Tvíburinn (21. maí - 20. jún0 Það er í lagi að taka áhættur í lífinu, öðm vísi stæðum við í sömu spomm en varastu að verða blóraböggull og taka á þig mistök annarra. Við- urkenndu þín mistök og lærðu af þeim. Öðmm ber að þroskast af sínum eigin og enginn greiði gerður með því að taka þá ábyigð af þeim. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Lestu allt sem þú nærð í varðandi áhugamál þitt (er það á andlega sviðinu?) svo þú getur betur kennt öðmm og verðir þannig traustur boðberi ljóss og friðar. Þessi nýja kærleiksríka lífsstefna þarfnast boðbera eins og þig. Þú ert líka góður sölumaður og skortir ekki sjálfstraustið. Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Fólk í kringum þig þessa daga er undrandi yfir þeim galdrumátt sem þú býrð yfir, og það fylg- ir þér eins og dáleitt. Ekki að undra þótt að litir þínir, núna, séu gullinlitur og rautt. Þú þráir ein- hveija breytingu og vilt losna úr álögum. Not- aðu töfraprikið meir en þú gerir og að sjálf- sögðu aðeins til góðs. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Helgin verður heldur róstursöm. Ein af þessum helgum þar sem áætlanir standast ekki og óvænt vandamál þarf að leysa strax. Það verð- ur bara taka því með umburðalyndi, Raunsæi og hörku þarf oft að beita gegn ágegni. Eftir helgina verða sólardagar og jafnvel stutt ferða- lag út í buskann. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Vikan er heldur tilbreytingalaus, þó er eins og aukin umsvif séu í vændum. Ný verkefni fá góðan byr og alveg þess virði að kanna frekar. Þér er óhætt að nýta þér stöðu þína meir en þú gerir og að því markmiði sem hefur ekki hvari- að að þér að notfæra þér, fyrr. Láttu vaða Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Málefnalegar rökfærslur fara oft í taugamar á þér. Svörin sem þú heimtar em stutt, einfóld og auðskiljanleg. Þú nennir ekki að velta vöngum yfir langlokum eða rcyna pússla saman ein- hveijum gátum. „Hrcint og beint“ Jiað er þitt mottó. Millivegurinn er þér stundum erfiður. Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Já, bogmaðurinn ætti nú að fara huga að því að snúa hæfileikum sínum og visku í arðbæran rekstur. Nú þegar hann veit svona mikið getur hann farið að selja sína þekkingu. Af hveiju á að gefa þegar til er fólk sem vill kaupa og þig vantar aurana? Meira að segja er greitt fyrir greiðann. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Ef þú ert ánægð(ur) með sjálfan þig, ert já- kvæð(ur), heilbrigð(ur) og sátt(ur) við líf þitt, mun geisla út frá þér vellíðan. Það er staðreynd að sýnir þú kærleik og vinsemd færð þú það margfalt til baka. Stundum er það erfitt en æf- ingin skapar líka meistarann. Þraukaðu og Brostu. Sumar- myndir Pessi glaði hópur eru þátttakendur í lcikja- námskeiði æskulýðs og tómstundaráðs í hverfamiðstöðinni í Oldutúnsskóla. Pau voru að koma úr sundi þegar við mættum þeim á Hringhrautinni Það var notalegt að borða nestið sitt í Hellisgerði í sögðu að lifíö væri skemmtilcgt og gott, sérstaklcga góða veðrinu þcgarsólinddnsvonaglatt Haukar fá nýja marka- töflu Sparisjóður Hafnarfjarðar afhenti s.l. föstu- dag knattspyrnufélagi Hauka nýja markatöflu sem staðsett er á Ásvöllum. Það var Pór Gunn- arsson sparisjóðsstjóri sem afhenti töfluna en Lúðvík Geirsson formaður Hauka tók við henni. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Ásvelli hjá knattspyrnufélagi Hauka á undanfarin misseri. Félagið hefur m.a. byggt búningshús, komið upp mjög góðu grasvallasvæði og hafa lagt gerfigras- Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri afhcndir Lúðvík Geirssyni. formanni Hauka markatöfluna. Ingi- mar Haraldsson sparisjóðsstjóri og Loftur Eyjólfs- son formaður vallarnefndar fylgjast með. völj sem talinn er einn sá besti á landinu. I framtíðinni er ætlunin að á svæðinu rísi íþróttahús og hafin er undirbúningur að þeirri framkvæmd. (fréttatilkynning) Æringi - meinlegur og miskunn- arlaus - skrifar: Glúrinn gaur! Hafnfirskar húsmæður hafa á undanfömum tveimur árum farið í orlof að Hvanneyri í Borgarfirði. Þar geta þær synt, farið í heita potta og fengið gott að borða. Eftir að hafa fengið gott að borða þurfa þær auðvitað að hreyfa sig og þá fara þær í morgunleikfimi og gönguferðir. Eftir þvílíkar íþróttaiðkanir og súrefnisinntöku í alltof stórum skömmtum storma þær inn á kvöldvökur þar sem ýmis- legt skemmtilegt ber á góma, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu sem birtist í síð- asta Fjarðarpósti. Á meðan húka hafnftrskir húsbændur með bjórinn við imbann, magn- þrota eftir eldamennsku, mötun. uppvask. bl- eyjuskipti, böðun, tannburstun, vfsnasöng og vagg. Nú eru kerlurnar enn á leiðinni í Bændaskólann og vekur Æringi verðandi grasekkjumenn til umhugsunar af þessu til- efni: Hafnarfjarðar karla her, harmur er í vændum. Ektakvinnur ætla sér, í orlofið með bændum! Nú stendur yfir sýningin „Hafnarfjörður frá landnámi til hemáms" og ekkert nema gott um það að segja. Við þá sögu kemur allmerki- legur maður, ekki síst fyrir þann titil sem hann ber. Hér er auðvitað átt við Bjama Sívertsen sem ot't er nefndur „faðir Hafnarfjarðar“. Og Æringi veltir fyrir sér: Glúrinn gaur og kavalér, gat Bjarni hraun og grundir. Hann faðir Hafnarfjarðar er, en hvernig kom’ann undir?! Gengi FH í fótboltanum er fyrir neðan allar hellur. I síðasta blaði birtist viðtal við Magnús Ólafsson, sem er stórmenni í alla staði, og vill Æringi að forráðamenn FH líti til Magnúsar fyrir næsta leik: FH er orðið varnafátt, frægt af ólánssparkinu. Það mvndi smærra’ en möskvagátt, ef Maggi vær’í markinu. GAFIABI VIKUNNAR Þótt’ann sá í Haukum! Fullt nafn? Malen Sveinsdóttir. Fæðingardagur? 14.12.1963. Fjölskylduhagir? Hafsteinn Péturs- son sambýlismaður og bömin Orri (11), Ylfa (6) og Ásta Brá (4). Bifreið? Mazda 626. Starf? Starfsmaður Vitans. Fyrri störf? Mörg og margvísleg. Helsti veikleiki? Viðkvæmni. Helsti kostur? Sanngimi. Eftirlætismatur? Rjúpa að hætti mömmu. Versti matur? Siginn fiskur. Eftirlætistónlist? Hlusta á flesta tón- list. Fftirlætisíþróttamaður? Samstarfs- maður minn, Gústaf Bjamason, þótt hann sé í Haukum. Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Siv Friðleifsdóttur. Eftirlætissjónvarpsefni? Breskir sakamálaþættir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Sjón- varpsmarkaðurinn. Besta bók sem þú Itefur lesið? Of- sögum sagt. Hvaða bók ertu að lesa núna? Englar alheimsins (Einar Már Guð- mundsson). Uppáhaldsleikari? A1 Pacino. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Scent of a Woman. Hvað gerirðu í frístundum þínum? Eyði þeim í faðmi fjölskyldunnar og sinni uppsöfnuðum heimilisstörfum. Hvað meturðu mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað meturöu síst í fari annarra? Óheiðarleika. Hvern vildirðu helst liitta? Simpson fjölskylduna. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Utanlandsferð. Hvað mvndirðu gera ef þú vnnir 2 millj. í happadrætti? Borga skuldir og fara í utanlandsferð með fjölskyld- una. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Auka fram- lög til æskulýðsmála. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Fjallalamb - frekar en vegalamb! Uppáhalds Hafnarfjarðarbrandar- inn þinn? Hafnfirðingur sem ætlaði til útlanda hafði áhyggjur af tungumála- erfiðleikum. Honum var þá ráðlagt að tala bara hægt. Þegar hann kom á veit- ingahús í útlandinu sagði hann ofur- hægt (á íslensku); Eéég ææætla aaað faaúu einn bjóóór taaakk! Hann fékk samstundis það sem hann bað um og fyst þetta gekk svona vel ákvað hann að spyrja barþjóninn hvaðan hann væri. Barþjónninn sagðist vera frá Hafnarfirði, Islandi. - Núúú, sagði þá Hafnfirðingurinn, eeeiiiguum viiið þaaúú eeekkiii aaað hææættaaa aaað taaalaa úútleeenskuuu...?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.