Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 (iULLSPORT ekki bara mótorhjól... Mikið úrval af leðurfatnaði Hjálmar - hanskar - jakkar - buxur - frakkar og margt fleira. Smídjuvegur 4c Kopavogi símí 587-0560 tsýnn á arfjarðar f verið“ bæjarstjóri Þetta hefði þann kost að unglinga- skólarnir yrðu fjölmennari. Með því væri hægt að bjóða upp á meira val en gert er í dag. Þetta gæfi unglingun- um meiri möguleika á að móta þá stefnu sem þeir ætla sér í framtíðinni. í dag er það þannig að í 8-10 bekk, sem þessir unglingaskólar tækju við, eru hámark 100 unglingar í skóla. Sá fjöldi nemenda býður ekki upp á að hægt sé að bjóða upp á það val sem æskilegt er. Eg veit að það eru ekki allir skólamenn inn á þessu, en það er allt í lagi að skapa umræðu um þetta og heyra hvað foreldrum finnst." Sameining ekki á dag- skrá Fyrir nokkrum dögum heyrðist í þeim Ingvari og Sigurði Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi í útvarpi, þar sem þeir voru að ræða kapp bæjanna til að verða stærsti kaupstaðurinn á íslandi, en litlu hefur munað á þeim undanfarin ár. Ingvar hlær þegar ég minnist á þetta og segir að þetta hafi nú verið grín, en vissulega sé það keppikefli að verða stærsti kaupstað- ur landsins, því Reykjavík er jú borg. Hafnarfjörður hefur sótt fast á Kópa- -vx>g.og_„YÍð ætlum auðvitað að vinna þessa keppni," segir Ingvar hlæjandi og það bregður fyrir gamalkunnum FH keppnisglampa í augunum. Ingv- ar bendir á að í viðræðum við það fólk sem hefur flutt til Hafnarfjarðar kemur í ljós að það sem helst hefur ráðið vali þess á búsetustað, sé sú umræða sem Hafnarfjörður hefur fengið fyrir miklar framkvæmdir, menningastarf og Listahátíð, hve mikið er gert fyrir æskuna og ekki sfst að Hafnarfjörður líkist helst sveitarfélögum úti á landsbyggðinni með höfnina inn í miðjum bænum. Fólk geti fylgst með lífinu við höfn- ina, eins og það er vant og alið upp við. En er ekki inn í myndinni að sameina sveitarfélögin hér í nágrenn- inu? „Nei, það er ekki í umræðunni í dag. Fyrir nokkrum árum var haldinn fundur um sameiningu Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Alftanes, en áhugi var ekki fyrir hendi. Hins vegar lít ég frekar til suðurs, eða til Vatnsleysu- strandarhrepps, þó engin umræða hafi farið fram um það. Eg held að það væri vænlegur kostur, enda hef ég það á tilfinningunni, að ef um sam- einingu yrði að ræða hjá þeim á Vatnsleysuströnd, þá haft þeir meiri áhuga á að sameinast okkur en suður. En þetta er nú bara mín tilfinning.“ segir Ingvar og fyrst talið barst að Listahátíð, þá er ekki úr vegi að spyr- ja Ingvar hvort það standi til að end- urvekja Listahátíð í Hafnarfirði? Ingvar verður dálítið hugsandi á svip- inn og segir svo, „Listahátíð er vissu- lega í athugun, þó hún verði eflaust ekki jafnumfangsmikil og áður. Við erum nýbúin að halda mikla og góða Víkingahátíð og ég gæti vel hugsað mér að halda Listahátíð og Víkinga- hátíð til skiftist, þó ég telji ekki, svona fljótt á litið, árennilegt að halda þær til skiftist annað hvert ár. Við verðum að fara varlega og vanda okkur, ekki rasa um ráð fram.“ Atvinnumál Við snúum okkur að atvinnumálum ; hvað sé í farvatninu í þeim málum bg Ingvar segir að í dag sé nú mest í /umræðunni, stækkun Áiversins. Bæj- arstjóm er þegar búin að skipa við- ræðunefnd til að vinna að þessum málum. Ingvar segist hafa mikla trú á að af stækkuninni verði og það verði auðvitað mikil lyftistöng, ekki bara vinnan við framkvæmdirnar, sem sé vissulega dýrmæt, heldur, og ekki síður, sú þjónustuvinna sem skapast í kringum þetta. Fjölgun íbúa, sem stækkunin býður upp á, kallar á aukna þjónstu. Ingvar segist líka hafa trú á að ef af þessari stækkun verði fylgi önnur á eftir, þannig að stærð Álversins tvöfaldist innan fárra ára. Höfnin í Straumsvík, sem Ingvar segist sannfærður um að verði í fram- tíðinni aðalhöfn suðvestur hornsins bjóði upp á marga möguleika, eins og umskipun á norðurleiðinni til austur- landa. Verið er að athuga með mögu- leika á nýtingu á orkusvæðinu í Krýsuvík, en fyrirh’ugað sé að fara út í markaðssetninginr iðnaðarsvæði í Kapelluhrauni. Þarna sé möguleikar á að setja upp t.d. lífefnaiðnað, en til þess að fá fyrirtæki í þetta þurfi að markaðsetja þessar hugmyndir og möguleika og þáttaka Atvinnuefling- ar hf. í Aflvaka er einn liðurinn í að kanna þessa möguleika eins og marga fleiri. Þegar við skoðum hins vegar þá atvinnustarfsemi sem er í Hafnar- firði, þá ber lang mest á litlum fyrir- tækjum með 1-3 menn í vinnu, fá eða engin stór fyrirtæki í bænum sjálfum. „Þetta geta verið og eru sjálfsagt ekki síður traust fyrirtæki en þau stóru,“ segir Ingvar og hann bætir við, „þátt- taka okkar í Aflvaka er liður í að skoða alla möguleika sem við höfum. Við erum í tímabundnum erfiðleikum og eins og ég sagði áðan þá ætlum við að vinna okkur út úr þeim. Á síð- asta bæjarráðsfundi lögðum við fram, til kynningar, hugmynd um að setja á stofn tvö ráð, bæði þriggja manna. Annað er framkvæmda og tækniráð og í því er gert ráð fyrir þremur tæknimönnum, en hitt er spamaðar og hagræðingarráð og verður skipað þremur bæjarfulltrúum. Þessi ráð eiga að vinna að því m.a. að flýta verkum, ná fram spamaði, gera þrig- gja ára áætlun og fylgja því eftir að farið sé eftir fjárhagsáætlunum “ Það er komin fuil biðstofa af fólki, sem bíður eftir viðtali við bæjarstjór- ann, en hann hefur opinn viðtalstíma á þriðjudögum og mikvikudögum frá kl. 10-12. Hann segist vilja hafa gott samband við bæjarbúa og vera tilbú- inn og vilja hlusta á bæjarbúa og ræða við þá um það sem þeim býr í brjósti. Það er ennþá sólskin og blíða í Hafnarfirði þegar ég kem út frá Ingvari Viktorssyni, bæjarstjóra von- andi verður það til framtíðar. REIÐHJÓLAVERSLUN - REIÐHJÓLAVIÐGERÐIR MÆÐURNIR AUÐBREKKU3 KÓPAVOGI SÍMI 564-4489 Tennis er fjölskylduíþrótt Tennisfélag Kópavogs hefur opnað nýja tennis sand/grasvelli í Kópavogsdal. Námskeið við allra hæfi eftir samkomulagi Áskrifendakort Böm 13 ára og yngri 3000 kr. 13-18 ára 5.000 kr. Fullorðnir 7.000 kr. Fjölskyldur 11.000 kr. Otakmörkuð vallamotkun Einnig 10 tíma kort 7.000 kr. 5 5.500 kr. stakir tímar 1.200 kr. Ódýrara fyrir félaga í TFK. Leitið upplýsinga á völlunum að Dalsmára 13 eða í síma 554-5576 Velkomin í tennis Kveðja TFK Geymið auglýsinguna

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.