Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 8
fy&eb®iqpM VJ simi 565 5720ÍAÍ -'• r.í\k•.\!\k;’>íS"'> ÓDráf • NÝTT • FMJHdNDI Tliailenskur matsöluslaði UP Restaurant - Pub STRANDGÖTU 30 SÍMI 565 5661 frá kr. 690,- FILMUJR & FRAMK#*LLUN Mi&bæ - s. 565 4120 14 ára unglingar fá vinnu í ágúst Veitt var 2,4 millj. króna aukaframlag Bæjarráð hefur samþykkt að veita Vinnuskólanum allt að 2,4 milljón kr. aukafjárveitingu til að 14 ára unglingar fái vinnu í ágúst. Mál þetta hefur verið til umræðu í bæjarstjórn og bæjarráði um nokkurt skeið en sem kunnugt er af fréttum var sumarvinna þessa aldurshóps skorinn niður sem lið- ur í sparnaðaraðgerðum fyrri meirihluta. Við afgreiðslu í bæjarráði nú létu fulltrúar minnihlutans, þeir Magnús Gunnarsson og Lúðvík Geirsson, bóka að þeir styddu ekki framlagða tillögu um aukafjárveitinguna. Bók- unin hljóðar svo: „Með vísan til fjár- hagsáætlunar og greinargerðar for- stöðumanns Vinnuskólans varðandi vinnu bama í Vinnuskólanum sum- arið 1995 svo og þeirra ráðstafana sem gerðar voru um aukna vinnu til handa bömum í 9. og 10. bekk grunnskóla styðjum við ekki fram- lagða tillögu. Astæða væri frekar að huga að vinnu unglinga á aldrinum 17-19 ára en í þessum aldurshópi eru margir án vinnu.“ Reiðhjólakeppni Æskulýðs- og tómstundaráðs Ríflega 200 krakkar kepptu Fimm kosnir í álviðræðunefnd Bæjarráð hefur samþykkt að kjósa fimm menn í álviðræðu- nefnd á vegum bæjarins vegna fyrirhugaðrar stækkunar álvers- ins. Sem kunnugt er af fréttum mun endanleg ákvörðun um hvort af stækkun verður eða ekki liggja fyrir í lok næsta mánaðar en al- mennt ríkir mikil bjartsýni nó á að af þessum áformum verði. Nefndin hefur þegar haldið fyrsta fund sinn með fulltrúum frá Mark- aðskrifstofu iðnaðarráðuneytisins þar sem farið var yfir stöðu mála. Þeir sem skipa nefndina eru Tryggvi Harðarson, Eyjólfur Sæ- mundsson, Jóhann G. Bergþórsson, Magnús Gunnarsson og Magnús Jón Amason. Af álmálinu er annars það að frét- ta að Skipulag ríkisins hefur lagt fram bréf þar sem óskað er eftir um- sögn bæjaryfirvalda vegna frum- mats á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðrar stækkunnar álversins. Bæjar- ráð hefur samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar, umhverfis- nefndar og heilbrigðisráðs. Hin árlega reiðhjólakeppni Æskulýðs- og tómstundaráðs var haldin á Víðistaðatúninu um síð- ustu helgi og mættu ríflega 200 krakkar til leiks. Mun það mesti fjöldi þátttakenda frá upphafi. Keppt var í þremur aldursflokk- um og gefin verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki en stvrktaraðili keppninnar var Bræðurnir Olafsson. Flokkamir sem keppt var í voru 7-8 ira, 9-10 ára og 11-14 ára. í yngsta flokknum sigraði Brynjar Hrafn Ólafsson, í flokki 9-10 ára sigraði Brynjar Jóhannesson og í elsta flokknum sigraði Gylfi Jóns- son. Auk þess að keppa í reiðhjóla- akstri fóru allir krakkamir í gegnum þrautabrautir og fengu verðlauna- skjöl fyrir góða frammistöðu. Fulltrúi frá Umferðarráði hafði orð á því að þessi keppni hefði ver- ið til fyrirmyndar í alla staði og gott framtak í umferðarmálum. Efstir í yngsta flokki, þeir Brynjar, Guðni og Fannar Sameiginleg vatnsveita Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar Forathugun á næstunni Forathugun á hagkvæmni sam- eiginlegrar vatnsveitu fyrir Hafnar- fjörð, Kópavog, Garðabæ og Bessa- staðahrepp hefst á næstunni. Verk- ið var boðið út til fjögurra af stærstu verkfræðistofum landsins og verður gengið frá samningi við eina þeirra á næstu dögum. Við- komandi á að skila verkinu af sér fyrir 1. október. Verkfræðistofur þær sem buðu í verkið eru Almenna verkfræðistofan, Hönnun, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og Hnit en lægsta tilboð- ið hljóðar upp á tæplega 1.700.000 kr. Meðal þess sem koma á fram í þessari forathugun er mat á kostnaði við boranir og borholur, mat á kostn- aði við vatnstökumannvirki og mat á kostnaði við stofnlagnir að dreifikerf- um framangreindra bæjarfélaga. Eins og fram hefur komið í Fjarð- arpóstinum er hugmyndin sú að hin nýja vatnsveita fái vatn úr Kaldár- botnum í Hafnarfirði. Þar er að ftnna nægilegt vatn til að þjóna þessu svæði og raunar er þar til staðar sama vatns- magn og Reykvíkingar hafa úr að spila. Lausleg athugun bendir til að þessi sameiginlega vatnsveita sé hagkvæm fyrir bæjarfélögin. Qlœsilegt úrval af skóm á alla fjölskylduna Skóverslun Hafnarfjarðar Miðbæ, sími 565 4960 11« afsláttur Qlœsilegí úmfll affatmði fl sflnnfl herrmem H EannMENN Miðbæ, sími 565 4960

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.