Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fímmtudegi 27. júlí til miðviku- dags 2. ágúst Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Þar sem þínir nánustu ættingjar em eitthvað illa stemmdir þessa dagana ætturðu að fara varlega í orði og verki, það er betra stundum að ganga hljóðlega um og þegja. Allt þarf þetta sinn tíma og þú hefur fengið dýrmæta reynslu eða æf- ingu í umburðalyndi og æðruleysi. Bravó. Fiskamir (19. feb. - 20. mars) Þér gengur mjög vel að vinna á þeim sviðum þar sem þú kannt allt til alls og helst vildir þú staðna þar. Lífið er víst ekki svo einfalt. Þú ert þinnar gæfti smiður og vilt vera sólarmegin í lífinu en það er bara að taka þessar ákvarðanir sem hafa breytingu í för með sér sem vex þér svo í augum. Hrúturinn (21. mars -19. apríl) Frábær vika ltamundan hjá þér og enginn tími til að velta sér uppúr gleðisnauðum einstakling- um sem eiga svo bágt. Þú sérð flest allt á já- kvæðum nótunum og gerir gott þar sem slæmt er og þar sem þín er þörf. Annars er hugmynd- arflugið á fleygi ferð og atorkan eftir því. Nautið (20. apríl - 20. maí) Vonandi þú sért búin(n) að jafha þig eftir gabb- ið í síðustu viku. En það mega aðrir vita fyrir víst að geri þeir eitthvað á hlut nautsins verður það ekki gleymt. Bolinn fyriigefiir ekki svo glatt, sérstaklega ekki ef hann hefur verið gerð- ur að fífli. En mönnum lærist og þetta er einn liður í þroskanum. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Ef einhver hefur lag á að komast í heimsfréttir þá er það tvíburinn, alveg einstakir persónu- leikar í þessu merid. Þú gælir við frægð og frama alla daga og ef þú heldur svona áfram þá kemstu þangað fyrir rest. Tvíburinn er þijóskur en jafhframt trúr sjálfúm sér og fær það sem hann ætlar sér. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Stóru faigi er af þér létt og þú finnur fyrir frels- istilfinningu sem er kærkomin. Nú er bara horfa fram á við og fagna því sem bfður hinum megin við homið. Það em góðir straumar og ástin er þama líka, bíður, þolinmóð eftir að þú réttir út höndina. Mundu að ekkert kemst inn í krepptan hnefa. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Það er nær útilokað að deila við ljónið því það hefur alltaf rétt fyrir sér. Einstaklega lagin við að koma skoðunum sínum á framfæri og það á mjög vandaðan og áhrifamikinn máta. Orð þeirra em lög. Gjafmildi, greiðsemi, vinsemd og virðing einkennir ljónið og tryggari vin er vart hægt að finna. Meyjan (23. ágúst - 22. sepL) Það er kominn tími á þig, að sinna sjálfum þér. Þú hefur látið aðra ganga fyrir öllu öðm undan- farið því það em svo maigir sem þurfa á þér að halda, ekki satt? Svo færðu samviskubit ef þú stendur þig ekki 100% fúllkomlega í því sem þú gerir. Slakaðu á fullkomnunaráráttunni, þín vegna. Vögin (23. sept. - 22. okL) Þú virðist í góðu andlegu jafhvægi. Óhófleg vinna fer minnkandi og vandamál sem hvflt hafa á herðum þínum em að leysast. Allt er þetta í áttina að eðlilegra lífemi. Áfram með góða skipulagningu og settu í framkvæmd eitt- hvað af þessum hugmyndum þínum. Þetta kemur allt! Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Mikil samskipti em milli þín og forystumanna eða vinnuveitendur þinna þessa vikuna. Ein- hveijar nýjungar í vændum á vinnustað, eða breytingar á vinnutilhögun. Möig fyrirtæki kunna oft betur að meta sveiganlegan vinnu- kraft heldur en stóigáfan “egóista”. Þú þarft ekki að sanna þig. Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Yngri kynslóðin þarfhast þín og mikið ertu í uppihaldi hjá þeim. Þau kunna að meta hvað þú tekur mikinn þátt í lífi þeirra, soigum og gleði. Þú mannst þessa tíma og veist að í raun hefur ekkert breysL Uppvaxtarvandamálin og kynslóðabilin em enn á sínum stað, en það er gott að eiga þig að. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Eirðarleysi hijáir þig og þú átt það til að leita huggunar með því að kaupa eitthvað sem þig langar í en hefur ekkert með að gera og færir þér í raun enga gleði. Þar sem óhófleg löngun er til staðar er líka sektarkennd. Engin huggun er eins máttug og sú sem sótt er til æðri máttar- valda. Bara biðja. firosum svo í sumarfríinu. Lokadagur hjá Vinnuskólanum Unglingar í Vinnuskólanum hafa víða verið í bænum í sumar, þar á meðal við höfnina eins og hér sést. Eins og fyrri ár verður Lokadagur Vinnuskóla Hafn- arfjarðar haldinn hátíðlegur á Víðistaðatúninu föstudag- inn 28. júlí frá kl. 13.00 til kl. 16.00. Hátíðin er eins og nafnið ber með sér uppskeruhátíð unglinga Vinnuskólans og er hún um leið umbun til nemenda fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins þetta sumar. Sjaldan hefur Hafnarfjarðar- bær verið fegurri en einmitt í sumar og hefur hafnfirsk æska átt stóran hlut í hve vel tókst til með fegrun hans. Margvísleg og skemmtileg uppátæki verða á Víðistaðatún- inu í tilefni dagsins en kynnir verður Stefán Sigurðsson. Dagskráin er svohljóðandi: Kl. 13.00 Víðavangshlaup á Víðistaðasvæði Kl. 13.40 Kassabílarallý Kl. 14.20 Reiptog Kl. 15.00 íþróttakeppni flokksstjóra og nemenda Kl. 15.30 Keppni milli stjörnuliðs Arna Guðmundsson- ar og yfirmanna Vinnuskólans og leikjanámskeiða. Kl. 15.45 Verðlaunaafhend- ing Kl. 16.00 Hátíðarslit Auk þessa verður boðið upp á andlitsmálun á svæðinu, Skólagarðar sjá um kaffiveit- ingar og kynningu á starfsemi sinni. Boðið verður upp á SS pylsur og drykki frá Agli Skallagrímssyni á 100 kr. skammturinn. Bátasigling verð- ur á tjöminni, minigolf, söngur og dans og fleira. (fréttatilkynning) Framkvæmdir við Lækinn Margir hafa spurst fyrir hjá bæjarverkfræð- ingi um hvað sé verið að gera við Lækinn á móts við Rafha-húsið á Lækjargötu. Kristinn Ó. Magnússon bæjarverkfræðingur segir að menn á vegum embættisins séu að undirbúa endur- nýju á holræsalögn sem liggur undir Læknum á þessum stað. Eins og vegfarendur hafa séð er búið að leggja Sumarsýning Sett hefur verið upp sumarsýning í Hafnar- borg á verkum í eigu safnsins. Um er að ræða afar fjölbreytta sýningu og í aðalsal gefst fólki kostur á að skoða mörg af þeim verkum sem keypt hafa verið til safnsins undanfarið ár auk eldri verka. I Sverrissal hafa verið valin úr safninu lands- veg út í Lækinn, sitthvoru meginn við hann, en Kristinn segir að það sé ekki ætlun þeirra að grafa niður á ræsið heldur verður það endumýjað með nýrri fóðringu innan frá. “Við miðum okkar verk við það að raska sem minnst lífinu á og við Lækinn en ekki varð komist hjáþví að leggja þessa vegspotta,” segir Kristinn. Aætlað er að þessu verki verði lokið í október. í Hafnarborg lagsmálverk unnin með olíu á striga. I kaffisal hanga tréristur eftir Elías B. Halldórsson en hann gaf safninu hátt í hundrað myndir fyrir nokkm. Sýningin er opin gestum frá kl. 12.00 til 18.00 alla daga nema þriðjudaga. (fréttatilkynning) Æringi - meiniegur og miskunn- arlaus - skrifar: Mfnus sinn- um mfnus... 1 síðasta Fjarparpósti var birt viðtal við Ingvar Viktorsson sem nú er aftur kominn í byrjunarliðið í keppninni um meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. I téðu viðtali virðist skollaleikur fyrrnm meirihluta gleymdur og grafinn, þó að Ingvar hafi á sínum tíma látið stór orð falla um kærumálin, því hann segist trúa því að góður andi muna ríkja í bæjar- stjóminni (þrátt fyrir klofinn Sjálfstæðisflokk og „hausaveiðara” Alþýðubandalagsins). Og hann segir meira að segja (brosandi) að á þingum Sambands íslenskra sveitarfélaga tali menn um það „hvað bæjarfulltrúar Hafnar- fjarðar séu eins og einn maður, hvar í pólitík sem þeir séu“: Við erum vinir kærir hér og vinnum ávallt öll sem eitt. Þetta eru sem sagt plúsamir sem Ingvar sér. En miðað við að mínusamir við samstarfið séu tveir armar Sjálfstæðisflokks og við gef- um okkur að í þessu tilviki gildi stærð- fræðireglan „mínus sinnum mínus verður plús“ þá gæti Ingvar allt eins bætt við: Því Sjallar eru fyrir mér, ýmist tveir eða ekki neitt. Sparisjóður Hafnarfjarðar gaf Haukum for- láta markatöflu til þess að setja upp við sparkvöllinn á Asvöllum. Þetta er vissulega til fyrirmyndar af hálfu Sparisjóðsins en hins vegar gæti orðið höfuðverkur Haukanna það ólánsgengi sem verið hefur á meistaraflokk- um félagsins í fótbolta þetta sumarið. Það telst til algerra undantekninga ef þau ná að skora mark á heimavelli: Ásvallanna æskuna, er markafæð að kvelja. Haukar hljóta töfluna en hvað á hún að telja?! sfiam vjkunm/ul. ......... Fullt nafn? Inga Huld Guðmanns- dóttir. Fæðingardagur? 28. maí, 1982. Fjölskylduhagir? Bý heima... Bifreið? Engin. Starf? Nemi og passa börn. Helsti veikleiki? Á til að vera þrjósk. Helsti kostur? Hreinskilni. Eftirlætismatur? Pizza. Versti matur? Hrogn og lifur. Eftirlætistónlist? Rapp. Eftirlætisíþróttamaður? Magnús Scheving. Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? ??? Eftirlætissjónvarpsefni? Saka- málaþættir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Stjórnmálaþættir. Besta bók sem þú hefur lesið? Spor í myrkri (Þorgrímur Þráins- son). Hvaða bók ertu að lesa núna? Þegar sálin sér (Þórey Friðbjöms- dóttir). Uppáhaldsleikari? Bruce Willys. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Die Hard with a Vengence. Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Er með vinum mínum og fer stundum í bíó. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað meturðu síst í fari annarra? Oheiðarleika. Hvern vildirðu helst hitta? Bruce Willys. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Hund. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happa- drætti? Fara til sól- arlanda. Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Hund- ur. Uppáhalds Hafnar- fjarðarbrandarinn þinn? Hvað sagði Guð þegar hann hafði skapað fyrsta Hafn- firðinginn? Æ,æ,æ! Jæja, það gengur bara betur næst!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.