Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 27.07.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Ekki var laust við að það væri örlítill fiðringur í blaðamanni Fjarðarpóstsins, þegar hann var sestur upp á hestinn, Gimstein og var að leggja af stað í útreiðartúr, ásamt 12 öðrum reiðmönnum, með þeim mæðgum Kristínu og Elmu sem sjá um stuttar hesta- ferðir á vegum Ishesta. Við áttum að mæta klukkan ellefu við hesthús Sörla og þegar þangað kom mátti sjá gæðalega hesta í gerð- inu framan við hesthúsin. Fólk af ýmsum þjóðemum og á öllum aldri var mætt og var að máta og setja upp hjálma sem allir urðu að nota. Elma og Kristín voru að byrja að leggja á um leið og þær spjölluðu við vænt- anlega reiðmenn og spurðu um hvort þeir væru vanir eða hvort þetta væri í fyrsta skifti sem þeir færu á bak. Auðséð var að Elma er mikill mann- þekkjari og með lagni tókst henni að fá út úr fólki þær upplýsingar sem hún þurfti til að geta valið hest sem passaði viðkomandi. Síðan var að koma fólkinu á bak, sem gekk furðu vel miðað við að margir voru að fara á bak í fyrsta skifti og síðan var stytt og lengt í ístöðunum um leið var spjallað við reiðfólkið, því sagt nafn- ið á hestinum og því sýnt hvemig bæri að halda í tauminn o.s.frv. Allt gekk þetta vel og eftirvæntingin skein úr hverju andliti. Hún kom frá Noregi hún Steinunn og er hér á Prins. í baksýn eru nokkrir ferðafélagar frá ýmsum lönduni. Elma gengur á milli og passar upp á að allt sé í lagi. Skemmtilegur útreiðartúr með Ishestum Að vera frjáls út í náttúrunni Hliðið að gerðinu var opnað og lagt af stað. Kristín í fararbroddi, en Elma reið meðfram hópnum fram og til baka og sagði fóiki til og passaði upp á að enginn drægist aftur úr. Til að byrja með var farið fetið með smá lulli inn á milli. Fólk byrjaði að slappa af, fann að hesturinn var ör- uggur og óhætt að treysta honum og riðið var inn með Sléttuhlíð, með- fram sumarhúsum Hafnfirðinga. Veðrið var milt og gott og lands- lagið fallegt, jafnvel fallegra en úr bíl, eða tók maður kannski bara bet- ur eftir því og naut þess betur á hest- baki, en bak við stýrið á bfl. Litimir á hrauninu og gróðrinum og jafnvel skýjafarið var öðruvísi og maður tók betur eftir fuglunum og söng þeirra. Og upp í hugann komu minningar frá því að vera sem strákur í sveit og kúskur í vegavinnu, minningar upp hvað fuglarnir og náttúran voru full af lífi og hvað eldri menn á þeim tíma sögðu manni frá því hvemig fuglasöngurinn og hegðun dýranna gat sagt fyrir um veðrabreytingar. Nokkuð sem við tökum ekki eftir í dag, horfum bara á veðurfréttir í sjónvarpinu og bölvum svo veður- fræðingunum fyrir vitlausa spá. Gaman væri að læra þetta allt upp á nýtt og bera saman veðurspá “fræð- inganna” og dýranna. En Gimsteinn er ekkert að spá í veðrið. Allt í einu tekur hann á sprett og töltir yndislega undir blaðamann- inum og vekur hann upp úr dagdraumum sínum. Elma hafð gef- ið Kristínu, dóttir sinni, merki um að óhætt væri að herða aðeins ferðina, allir væru orðnir vanir sínum hestum og trausl komið á milli hests og manns. Við Kaldá er farið af baki og áð um stund. Hver passar upp á sinn reiðskjóta og nú þarf ekki að hjálpa neinum á bak, nema aðeins að lyfta undir yngstu reiðmennina. Á heimleiðinni er farið greiðar yfir og sprett úr spori, þó aldrei sé hieypt. Hestamir rata heim og vita að stutt er í hvíldina og hagann og eru heimfúsir. Þegar heim í gerðið er komið virðast allir orðnir þrælvanir hesta- menn. Fólk sprettir sjálft af hestun- um og tekur út úr þeim eins og þetta sé daglegt brauð og síðan er hestun- um klappað og strokið og þakkað fyrir góð kynni. Hestar mjög næmir Þegar allt var orðið klappað og klárt og allir búnir að kveðja sinn hest og þær Kristínu og Elmu, náð- um við að króa Elmu Cates af og spyrja hana um reksturinn og hvem- ig það sé að starfa við þetta. Elma segir að hún sé undirverktaki hjá ís- hestum og þetta sé annað sumarið sem þau starfa svona saman og það hafi gengið vel, en áður var hún með reiðnámskeið í nokkur ár fyrir Æskulýðs og tómstundaráð Hafnar- fjarðar. Hún er með 22 hesta í þess- um hestaferðum, alla mjög gæfa og örugga, en auðvitað misviljuga. “Hestar eru mjög næmar skepnur og finna vel hvernig reiðmann þeir eru með. Þeir finna ef knapinn er óstyrk- ur, eða óömggur. Einnig ef hann sit- ur ekki rétt og þannig mætti lengi upp telja. Hestar eru mjög skynsam- ir og sjálfstæðir og þeir vilja náttúr- lega taka völdin ef þeir komast upp með það, þess vegna legg ég áherslu á að kenna fólki strax að stjórna þeim,” segir Elma og hún bætir við, “þeir eru hins vegar mjög húsbónda- hollir og traustir og miklir vinir manns.” Nú var þessi hópur sem við fórum með mjög misjafn að aldri og kunn- áttu, er það algengt? “Já, hingað koma mest útlendingar sem hafa lít- ið sem ekkert farið á hesta,” og hún brosir um Ieið og hún lítur á mig og segir, “svo eru Islendingar, eins og þú, sem koma með bömin eða bama- bömin eða erlenda vini sem eru í heimsókn. Þetta er oft fólk sem hef- ur í bamæsku eða unglingsárum ver- ið á hestum og vilja endilega leyfa öðrum að njóta þessa sama og það upplifði í æsku. Það er gaman að fá þetta fólk, það er kannski dálítið óör- uggt í fyrstu, en svo nýtur það þess út I æsar þegar það er komið á stað.” Þetta kannast blaðamaðurinn við en hann tók líka eftir því af hve mik- illi næmi Elma valdi hesta undir fólkið. Hvernig fer hún að því að sjá út hvaða hestur passar undir hvem, eða em þeir allir eins? “Nei, þeir eru langt frá því að vera allir eins, en þeir em allir þægir og vanir óvönu fólki. ég reyni að velja saman hest og knapa sem ég tel að eigi skap saman, þess vegna er ég að ræða við fólkið áður en lagt er af stað. Ef ég finn að það er örlítið hrætt, eins og stundum vill vera, þá vel ég mestu ljúflingana undir það. Það fólk sem ég held að Iáti hestinn ráða of miklu, læt ég hafa hest sem er ekki mikið fyrir að misnota frelsið, ef svo mætti segja.” Já, það er auðheyrt að þarna taiar kona sem veit hvað hún er að tala um. Steggja og gæsaferðir En em allar ferðir eins, eða er boð- ið upp á fleiri ferðir? “Nei, auk þess- arar ferðar, eins og þú fórst í emm við með reiðklúbba. en það er fólk sem hefur ekki aðstöðu eða tíma til að eiga hesta, en hefur gaman að því að ríða út og kemur því einu sinni í viku og fer saman í góðan útreiðartúr. Fyrir þetta fólk emm við með viljugri og betri hesta. Þá emm við mikið með vinnu- hópa og vinahópa sem langar að bregða sér í reiðtúr og liður í svoköll- uðum gæsa og steggjapartíum er oft að fara saman í útreiðartúr. Þetta em yfír- ieitt allt stuttar ferðir. Nú í sumar byrj- uðum við með dagsferð til Krýsuviícur og er þá riðið meðfram Helgafelli um Breiðdal, Vatnsskarð, Djúpavatnsaf- leggjara og um Ketilstíg til Krýsuvík- ur. Þar getur fólk farið heim eftir jtessa dagsferð, eða gist á ágætis gistiheimili og riðið til baka daginn eftir. Þessar ferðir fömm við um helgar,” segir Elma Cates að lokum. Það var skemmtilegt og lærdóms- ríkt að fara í þessa stuttu hestaferð Is- hesta með þeim Elmu og Kristínu og ef til vill fömm við aftur áður en þær hætta í september til að njóta nátúr- unnar og frjálsræðisins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.