Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPOSTURINN Gildir í i ;t fimmtudegi 31. ágúst til miövikudags 6. sept. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Ekkert annað en bjartsýni framundan, heilsan er góð eða batnar ef eitthvað amar að. Um að gera að nota þennan tíma til að hressa upp á lfkama og sál, auka kraft og byrgja sig upp af auka forða sé þess kost- ur fyrir desembermánuð. Vertu gætinn með tilfinningar þínar. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Vinna og viðskipti eru hápunkturinn í vikunni. Einhverjar breytingar eru í vændum. Uppsögn á núverandi starfi eða ráðning í nýtt. Sláðu til, ef þú ert að gera áætlun um breytingu því heppnin er með þér. Þú ert ótrúlega vel skipulagður og nákvæmur starfskraftur. Finndu það sem hentar þér best. Ili iilm'mii (21. mars - 19. aprfl) Það eru stórir hlutir að gerast og með miklum hraða. Mörgum finnst of geyst farið en láttu það ekki á þig fá því þér hefur verið gefinn auka kraftur til að rannsaka, hugsa og framkvæma. Astin kveikir eld í hjarta þínu og það ekkert smá bál. Þetta reynir á taugarnar. Nautið (20. aprfl - 20. maí) Nú þarft þú að undirbúa þig fyrir óvænta áskorun sem reynir á mælsku þína. Þú getur þetta vel og hefur hæfileikann. Ekki bregðast þeim sem treysta á þig og bera virðingu fyrir orðum þínum. Þú ert einn af þeim sem getur greint sannleikann frá skáldskapnum. Víst! Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Þú getur tekið september mánuð með trompi, bara ef þú vilt. Nú er góður tími til að fara út og vera innanum fólk, skipt- ast á skoðunum og gleðjast með öðrum. Þú hefur einangrað þig alltof mikið und- anfarið. Það getur verið þægilegt en ekki of lengi. Fáðu útrás. Krabbinn (21. júní - 22. júlf) Þú færð annað tækifæri til að horfast í augu við staðreyndir. Lífið er samkeppni frá byrjun til enda og ekkert er auðvelt. En séu góðar tilfinningar í hjarta þínu mun lífsins gangur verða þér auðveldari. Uppbygging á sál og líkama, og aukið sjálfstraust gefur styrkirm. Ljóniö (23. júlf - 22. ágúst) Það sem viðkemur þér persónulega er að- alatriðið þessa viku. Börnin, foreldrar, ástvinur, heimilið og eigin hagsmunir eru í fyrirrúmi og láttu þér ekki detta það í hug að þú sért eigingjarn eiginhagsmun- arseggur. Það orð hefur allt aðra merk- ingu. Elskaðu sjálfan þig og allt sem þér er næst. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Það er geysileg opnun á öllum sviðum hjá meyjunni, sérstaklega á félagslegu hliðinni. Þú ert að sjá marga vinina í nýju Ijósi og þú ert farin að taka virkilagan "þátt" í því sem er að ske í kringum þig, þ.e.a.s. utan heimilisins. Þá kom að því að þú tétir Ijós þitt skína, þó fyrr hefði verið. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Það mun kitla þig notalega að vita það að erfiðasta tímabil ársins er senn að Ijúka og bjartari tímar framundan. Sigurinn er sætur en hann þarf sinn tíma eins og allt annað. Taktu ekki fram fyrir hendurnar á þeim sem ráða ferðinni, það ruglar allt al- heimskerfið. Vertu sátt(ur) við sjálfan þig- Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Septembermánuður kemur með nokkuð nýja stefnu inn í líf þitt. Pú munt verða einhverrar reynslu aðnjótandi sem setur þig tímabundið út af laginu en á eftir að verða þér mikilsverður lærdómur. Þessi dagsdaglegu leiðindarverkefnum þarft þú að sinna. Þau hverfa ekki, því miður. Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Þer flnnst af einhverjum ástæðum tíminn standa kyrr þessa dagana. Getur það ver- ið vegna þess að þú fórst fram úr sjálfri þér einhversstaðar upp á fjalli? An gríns, þú ert aðeins að staldra við til að hugsa þinn gang. Gönguleiðirnar eru nefnilega svo ótal margar og eins gott að rata þá réttu. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Nýttu þér helgina í hvíld og virkilega góða afslöppun svo þú verðir vel undir- búin fyrir haustvertíðina. Nú er nefnilega þinn tími að koma, þar sem haustlitirnir skarta sínum fegurstu litum og náttúru- barnið í þér fær útrás. Engin furða þótt litirnir þínir séu núna, fölgrænt, ryðbrúnt og orangegult. Heilsum hausti með bros í hjarta Viðurkenningar Fegrunarnefndar í ár Lækjar- hvammur stjörnu- gatan í ár Fegrunarnefnd Hafnar- fjarðar veitti í þessum mánuði sína árlegu viður- kenningu fyrir failega garða, snyrtimennsku og fegrun bæjarins. Lækjar- hvammur er stjörnugata bæjarins í ár en að þessu sinni var ekki valinn feg- ursti garðurinn heldur valdir úr nokkrir garðar mismunandi að gerð og uppbyggingu, bæði gamlir og nýir víðsvegar í bænum. Þeir sem hlutu viðurkenn- ingu í ár voru: Norðurbraut 37 fyrir fal- legan og vel hirtan garð, byggðan upp af smekkvísi þar sem holtagrjótið fær sér- staklega notið sm. Eigendur eru Hólmfríður Árnadóttir og Friðrik Rúnar Guðmundsson. Glitvangur 1 fyrir fallegan og hlýlegan garð. Eigendur eruSigrún Steingrímsdóttir og Ólafur Vilhjálmsson. Lækjarkinn 14 fyrir hlý- legan og vel hirtann garð í gömlu hverfi. Eigendur eru Þórunn Elíasdóttir og Yngvi Rafn Baldvinsson. Erluhraun 15 fyrir grósku- mikinn gróður í velhirtum garði um áraraðir. Eigendur eru Helga Tómasdóttir og Auðunn Oddsson. Hraunbrún 20 fyrir falleg- an og snyrtilegan garð. Eig- endur eru Anna Lárusdóttir og Þórður Magnússon. Háabarð 7 fyrir fallegan og snyrtilegan garð. Eigend- ur eru Erla Eiríksdóttir og Sigurður Hallgrímsson. Arnarhraun 17, parhús, fyrir fallegan og hlýlegan garð í gömlu hverfi. Eigend- ur eru Guðfinna Nikulásdótt- ir og Stefán Ásmundsson og Forráðmenn Golfklúbbsins Keilir taka við viðurkenningu Hjónin Sigurður Hallgrímsson og og Erla Eiríksdóttir fá hlóm hjá Hólmfríði Finnbogadóttur. Áslaug Gunnarsdóttir og Þröstur Magnússon. Arnarhraun 31, tvíbýlis- hús, fyrir snyrtilegan og fal- legan garð. Eigendur eru Val- dís Jónsdóttir og Guðmundur Adolfssonog Lilja Guðjóns- dóttir og Arni Guðjónsson. Bæjarholt 7a, 7b og 7c raðhús, Bæjarholt 9, Dverg- holt 1 og 3, fjólbýlishús, fyr- ir góða samvinnu, fegrun og snyrtimennsku. Óseyrarbraut 4, fyrirtæki, fyrir fallega aðkomu og snyrtimennsku. Eigandi I.C.E.D.A.N. hf Golfklúbburinn Keilir fyr- ir gott framtak í ræktun og fegrun á svæði klúbbsins. Tvö gómul hús voru merkt með nafni og byggingarári: Kirkjuvegur 6 - Daðakot byggt 1900 Suðurgata 52 - Mýrarhús byggt 1904 Æringi meinlegur og miskunn- arlaus - skrifar Höfnin mín og kví kví Á baksíðu síðasta Fjarðarpósts fyrir sumar- frí birtist frétt um að landað hefði verið úr stórtogaranum Heinaste úti á rúmsjó. Æringja þótti skondið að sjá sögnina að landa notaða um þessa framkvæmd þar sem landið er ekki beinlínis fast: Öðruvísi mér áður brá er Heinaste kallaði kútinn Japönsk lagar-Iúka þá varð land á hafi úti Flotkvíin fræga er nú komin til Hafnar- fjarðar og þegar þetta er skrifað er ekki alveg ljóst hvert verður framhaldið á tilveru hennar hér í Firðinum. Eigendur kvíarinnar hóta að fara með bæði kvína og Drófn úr Hafnarfirði ef ekki verður mjúklega strokið um bak þeim og þeim gert kleift að hefja hér upp risadalla til þerris. Bæjarstjórinn kom fram í fréttum og sagði mænandi þreytulegum augum á kvína að auðvitað yrði að kanna hvort ekki væri hægt að hola henni niður einhversstaðar í höfninni. En svo er spurningin hvað eigendur kvíarinnar láta bjóða sér, varla neinar bráða- birgðalausnir: Hóta fljótakví að hljóti höldar aðrir, stórprammann. Prjóti skjótast biðlund þjóti þeir á brott með alltsaman! Fullt nafn-^HrHllihh MinWHr (Hafsteinn Pétursson) Fæðingardagur? 11.11.1954 Fjölskylduhagir? Sambýliskona Malen Sveinsdóttir og hálfur tugur afkvæma Bifreið? Mazda 626 Starf? Kennari og Víkingur Fyrri störf? Ýmis störf milli fjalls og Fjöru Helsti veikleiki? Eigingirni Helsti kostur? Umburðarlyndi Eftirlætismatur? Pasta a la Malla Versti matur? Lúðusúpa Eftirlætistónlist? Blús Eftirlætisíþróttamaður? Chi- anofugi Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Jón Baldvin Eftirlætissjónvarpsefni? Fréttir Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Grannar Besta bók sem þú hefur lesið? Egla Hvaða bók ertu að lesa núna? Hitchikers guide to the Galaxy Uppáhaldsleikari? Morgan Freeman Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Sjö samurajar Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Gönguferðir og slíta sófanum við lestur og svefn og fleira sem slítur sófanum Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Kambur í Deildardal. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Andstæðuna við ómerkileg- heit. Er það ekki merkilegheit? Hvað meturðu síst í fari annarra? Ómerkilegheit Hvern vildirðu helst hitta? Gunnar á Hlíðarenda Hvað vildirðu helst í afmæl- isgjöf? Nýjan sófa Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Kaupa nýjan sófa Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Útvega bókasafni Hafn- arfjarðar nýtt húsnæði og láta Læjarskóla hafa Bókasafns- húsið Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? ísbjörn Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þessi um Hafnfirðinginn sem var að mála miðlínu á Reykjavíkur- veginn (helsta atvinnuveg Hafn- firðinga), en svo varð svo langt í málningarfötuna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.