Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 3
FJARDARPOSTURINN 3 Flotkvín keypt af breska hernum í Skotlandi Er bjartsýnn á að lausn finnist -segir Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar segir að hann sé bjartsýnn á að Iausn finnist hvað varðar staðsetningu flotkvíarinnar í Hafnarfirði. Hvað varðar skyndi- lega komu kvíarinnar til bæjarins segir Eiríkur að þeir hafi keypt hana á uppboði hjá breska hernum í bænum Roside í Skotlandi og þurftu að flytja hana strax á brott. Verð sem þeir gáfu fyrir kvína var mjög hagstætt og reiknar Eiríkur með að þeir geti komið henni í gagnið fyrir um 100 milljónir kr. og sé þá allt talið með. Ný kostar svona kví um 120 milljónir kr. Sem kunnugt er af fréttum er þetta ekki sú kví sem vélsmiðjan ætlaði sér upphaflega að kaupa. Eiríkur segir að þeir hafí verið í þröngri stöðu þar sem báðar þær kvíar sem þeir ætluðu sér að kaupa hafi verið seldar. "I dag voru ekki margir kostir eftir fyrir okkur í Evrópu," segir hann. Sem kunnugt er af fréttum gáfu forráðamenn vélsmiðjunnar út yfir- lýsingu við komuna um að ef þeir fengju ekki aðstöðu fyrir kvína í Hafnarfirði myndu þeir flytja hana og alla sína starfsemi úr bænum. Eiríkur segir að þeir séu ekki með neinar hót- anir nú enda orðið varir við að velvilji sé til að leysa málið hér innanbæjar. Unnið við flotkvína í Hafnarfirði Flotkvíin er nokkuð komin til ára sinna, hún var byggð 1944 en endur- byggð fyrir fjórum árum síðan. Hún er töluvert minni en sú kví sem upp- haflega átti að kaupa en getur tekið nær alla togara hérlendis upp. Áhyggjur af mengun Eyjólfur Eyjólfsson skrifstofu- stjóri Fiskmarkaðarins segir að fisk- verkendur við Suðurbakka hafnarinn- ar hafi töluverðar áhyggjur af því að mengun fylgi starfsemi flotkvíarinnar í Hafnarfirði. "Við viljum ekki að hún sé staðsett í grennd við okkur af þess- um sökum enda yrði það ails ekki í samræmi við þrifalgt umhverfi sem þarf að vera í kringum matvælafram- leiðslu, " segir hann. "Hinsvegar ber á það að líta að erfitt er að setja sig upp á móti atvinnuskapandi tækifær- um eins og staðan er á vinnumarkað- inum hér í bænum nú." Bæjarráð ályktar um St. Jósefsspítala Skorað á ráðherra aö tryggja reksturinn Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir Bæjarráð fjallaði um vanda St. Jósefsspítala á fundi sínum í síð- ustu viku. Samþykkt var ályktun þar sem skorað er á heilbrigðis- ráðherra að tryggja rekstur spít- alans svo hann geti starfað áfram í samræmi við forsendur þær sem gert var ráð fyrir þegar Hafnar- fjarðarbær og ríkissjóður keyptu spítalann. Jafnframt var bæjar- stjóra falið að fylgja málinu eftir. Sem kunnugt er af fréttum Fjarð- arpóstsins eru um uppsafnaðan rekstrarvanda upp á 40 miljónir kr. að ræða og leiðrétta þarf rekstrar- grundvöllinn um 10-15 milljónirkr. á ári. Ályktunin sem samþykkt var hljóðar svo: "Bæjarráð Hafnar- fjarðar skorar eindregið á heilbrigð- isráðherra að tryggja rekstur St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sam- kvæmt þeim forsendum sem upp- haflega var gert ráð fyrir, þegar Hafnarfjarðarbær og ríkissjóður keyptu spítalann, þ.e. að þar yrði áfram rekið deildarskipt sjúkrahús sem sinnti m.a. bráðavaktþjónustu. Bæjarráð minnir einnig á bréf heilbrigðisráðherra frá 29. apríl 1994 þar sem skilgreind er nánar starfsemi lyflækningadeildar sjúkrahússins. Til að St. Jósefsspítali geti sinnt hlutverki sínu og þjónustu ber nauðsyn til að tryggja fjárhagslega stöðu hans og leysa þann uppsafn- aða vanda sem nú íþyngir rekstri hans. Bæjarráð skorar á heilbrigðisráð- herra að hann beiti áhrifum sínum til að á fjárlögum 1996 verði tekið á fjárhags- og rekstrarvanda St. Jós- efsspítala með viðunandi hætti." Starfsstúlka óskast Fjarðarpósturinn vill ráða starfsstúlku til að annast reikn- ingagerð og innheimtu. Þarf að hafa góða framkomu, en uera ákveðin og skipulögð. Nokkurrar tölvukunnáttu krafist. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar á skrifstofu Fjarðarpóstsins, Bæjarhrauni 16. FJARÐARPÓSTURINN fréttablað Hafnfirðinga Okkur vantar til í landssöf nuninni 3. september konurog börrineyð eitt númer fyrir allt landið RAUÐI KROSS ISLANDS Frá grunnskólum T Hafnarfjarðar j Skólabyrjun hafnarfmroarb*r Föstudagur 1. september Nemendur mæti sem hér segir: kl. 09:00 7. og 10. bekkir (f. '83 og '80) kl. 10:00 6. og 9. bekkir (f. '84 og '81) kl. 11:00 5. og 8. bekkir (f. '85 og '82) kl. 13:001. og 4. bekkir (f. '89 og '86) kl. 14:00 2. og 3. bekkir (f. '88 og '87) Skólafulltrúinn í Hafnarfirði SKILTAGERÐ AV. DALSHRAUNI 14, SÍMI 565-2035 ? Hurðarskilti ? Póstkassar ? Krossaskilti ? Krossar ? Barmmerki o.m.fl. ^ -Fjarkennsla í 55 ár - Hlemmi 5, II. hæð, 105 Reykjavík. Sími: 562 97 50. Bréfsími: 562 97 52. Rafpóstur:brefask@ismennt.is Vefsíða: http//rvik.ismennt.is/~brefask Afgreiðslan er opin frá 10 til 15 alla virka daga. Símsvari tekur við skilaboðum utan afgreiðslutíma. Póstsendum hvert sem er.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.