Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPOSTURINN Allra nýjustu rannsóknir á rún- um sem fundust á sandstein nálægt Heavener í Oklahoma fylki í Norð- ur Ameríku benda til þess að þær séu frá árunum 600 A.D. - 900 A.D. en ekki frá 11. nóvember, 1012 eins og lengi var talið í fyrstu. Ástæðan fyrir seinna ártalinu var talin vera sú að fyrsta þýðing á rúnastöfun- um átta voru talin segja til um dag- setningu. Er nú talið nokkuð sann- að að rúnirnar segja til um land- fræðileg eignarmörk norræns vík- ings, Glome, að nafni sem var uppi á þessum tíma og mun hann hafa merkt sér landsvæði, eins og tíðk- aðist þá. Nýjasta þýðing á rúna- stöfunum átta er því, GLOME DAL, eða Glómsdalur. Fyrstu rannsóknir Margar munnlegar heimildir eru til um fyrsta fund þessa fræga sand- steins, m.a. er talið að Indjánar hafi fyrstir gengið fram á hann árið 1830. Síðan er talið að hvítur maður, Wil- son King, að nafni, hafi séð rúnirnar árið 1874. Sú yfirlýsing er skráð af 800 árum fyrir ferð Columbusar til N. Ameríku voru á þessum grafnar átta rúnir. Tveim árum síðar fannst enn einn áletraður steinn, Shawnee rúnasteinn og er hann minnstur af þeim þrem og ber fimrn rúnir. Þá er það árið 1968 að Dr. Richard Nielsen, útskrifaður með doktors gráðu frá Háskóianum í Danmörku, hefst handa við að rannsaka alla rúnasteina sem fundust höfðu víðs- vegar í Norður Ameríku, þar á meðal hinn fræga Kensington rúnastein, sem er talinn vera frá árinu 1362 og fannst í Minnesota fylki. Dr. Nielsen komst að þeirri niðurstöðu að áletr- unin á öllum þrem steinunum væri ekki frá tveim tímabilum eins og áður var haldið heldur frá elsta germ- anska Futhork tímabilinu. Hann tók því allan vafa af fyrri ágiskunum á þýðingu rúnanna og aldur. Það var því engin spurning í hans huga að þýðingin á áletruninni á Heavener rúnasteininum er GLOME DAL, sem þýðir einfaldlega "Dalur í eigu GLOMES," landamæri eða að eiga tilkall til sérstaks landssvæðis. Áletr- unin á Poteau rúnasteininum er GLOI ALLW (Alu) sem mun tákna Settust íslenskir víkingar að í indíánabyggð í U.S.A. árið 600? syni hans. En það er ekki fyrr en árið 1898 að formlega er skráður fyrsti sjónarvottur að þessum merkilega fundi, Luther Capps og steininum var gefið nafnið "Indian Rock." Fyrstu rannsóknir á þessum rúnum voru gerðar í Smithsonian Þjóð- minjasafninu í Washington, D.C. í kringum 1923. Af þeim rannsóknum er það að segja að leturgerðin er án efa rúnir og að ætlað sé að þær séu af norrænum ættum. Steinninn er 3.65m á hæð, 3m á breidd og 40cm á þykkt. Rúnastafirnir átta eru í beinni línu, 15 - 22cm á hæð og allt að rúm- um cm djúpir. Steininn hefur verið vel varinn veðri og óðrum óviðkom- andi í gegnum árin vegna legu sinnar en hann er staðsettur í fallegu djúpu gili á Poteau fjalli umvafinn kjarri. Steinninn er það vel varinn veðri að dagsetning skrifuð með blýanti voru enn læsileg sjö árum síðar en þó eru jaðrar steinsins fínpússaðir af náttúr- innar hendi. Gloría Stewart Árið 1928 sá Gloría Stewart Farley, höfundur þessara frumgrein- ar, þennan sérstaka stein. Hún varð, þá mjóg ung að árum, heilluð af nátt- úruundri þessa afvikna staðar og enn hrifnari varð hún af þessum dular- fullum leyniorðum. Hún átti eftir að tileinka 33 árum æfi sinnar í að rann- saka og að komast að hvað þessir stafir táknuðu. Upp úr árunum 1950 hófst hún handa við að draga að sér upplýsingar m.a. með viðtölum við ýmsa fróða aðila sem áttu fornar fjöl- skyldusögur í fórum sínum. þrjátíu árum seinna fór Gloría á ný á þennan leyndardómsfulla stað og nefndi þá steininn, Heavener rúnastein. Hún komst að því að fleiri áletraðir stein- ar hefðu fundist á svipuðum slóðum en allir nema tveir hefðu eyðilagst af völdum uppgraftar á 30 og 40 ára- tugnum. Þeir tveir steinar sem eftir voru voru svo illa farnir að erfitt var að greina rúnirnar á þeim, sem gerði það nær ómögulegt að þýða letrið, þó mátti lesa þrjú tákn á öðrum þeirra og tvö á hinum. Rannsóknir Gloríu héldu áfram, og var hún staðráðin í því að leysa þessa gátu. Leitaði hún Aldagamlar rúnir finnast á nokkrum stöðum í Heavener, Oklahoma fylki. bk&A**™* álits margra sérfróðra manna á hinum ýmsum sviðum fornrar sögumenn- inga, t.d. leitaði hún álits rúnafræð- inga, jarðfræðinga, málfræðinga, fornleifafræðinga og mannfræðinga. Hún gekk reyndar svo langt að fá suma þeirra til að klífa fjallið og skoða áletranirnar með eigin augum. Ágreiningur og ágiskanir Margir lögðu visku sína fram sem varð til þess að margar útgáfur urðu á þýðingu þessa rúna og ártali. Þó bar flestum saman um það að líklega væru rúnir þessar frá tveim tfmabil- um, sex rúnastafir tilheyrðu elsta germanska Futhork stafrófi sem sett var í notkun upp úr árunum 300 A.D. og þrír stafirnir tilheyrðu hinu seinna norræna Futhork stafrófi sem var í notkun um árið 800 A.D. Einn fræg- ur jarðfræðingur og sérfræðingur í sögu forna víkingamenningar taldi víst að rúnir þessar væru gerðar af víkingum sem siglt hefðu upp Miss- issippi ána. Fleiri rúnasteinar finnast Það er síðan árið 1967 að straum- hvörf verða á rannsóknum rúnanna. Annar sandsteinn fannst aðeins 16km frá hinum fræga Heavener rúnastein og fékk hann nafnið Poteau rúnasteinn. Eins og á fyrri steininum "Töfrakraftur eða verndarkraftur fyrir Gloi." Nafnið Gloi er talið vera stytting á nafni Glome svo hér mun vera um sama manninn að ræða. Svo merkilega vildi til að við rannsóknir á þessum rúnum var það orðið "Alu" sem þýðir tófrar, það orð sem notað var í málfræði um árið 600 A.D. og mun því vera höf- uð lykillinn að ártali rúnanna. Það var hinsvegar aldrei neinn ágrein- ingur um þýðingu á áletruninn á Shawnee rúnasteininum sem stafar nafnið MEDOK. Það er einnig talið vera frá elsta Futhork stafrófinu og benti margt til þess að hér hefði ver- ið um legstein að ræða en vegna eyðileggingar á umhverfinu hefði mátt álíta annað. í dag mun vera þarna mikið verndað útivistarsvæði, Heavener Runestone State Park. Umhverfis Heaveners rúnasteininn hefur verið girt mjög ósmekkleg stálgirðing sem þjónar þó sínu hlutverki að vernda þennan merka forngrip frá eyðileggingu. Dr. Nielsen og Gloría Stewart Farley eru bæði opin fyrir nýjum upplýsingum sem kunna að hafa áhrif á þessar nýjustu rannsóknir og þýðingar á ofangreindum rúnum. Fjarðarpósturinn mun koma þeim upplýsingum áleiðis til þeirra. Þeir sem áhuga hafa á frekari vitneskju um málfræði, stafsetningu og annað sem tilheyrir notkun gamalla rúna gætu nálgast þær upplýsingar í THE RUNESTONES OF OKLAHOMA, by Dr. Richard Nielsen, Epigraphic Society Occasional Publications, Volume 16, 1987, 6625 Bamburg Drive, San Diego, CA, 92217. Þess má geta að þegar þessi grein birtist í THE FIRST AMERICANS í maí 1992 vakti hún mikla athygli og ýmsar spurningar vöknuðu um hvort þetta væri ekki raunverulega enn ein sönnunin á hver hefði fund- ið Ameríku. Var það Colombus eða voru það norrænir víkingar? Þýtt og endursagt með leyfi útgefanda, THE FIRST AMERICANS, Largest circulation Indian paper in Amer- ica. SH

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.