Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPOSTURINN 7 Trúnaðarráð verkalýðsfélagana í Straumsvík Eindreginn vilji að álverið sé stækkað Trúnaðarráð verkalýðsfélag- anna í Straumsvík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er ein- dregnum vilja um að stækkun ál- versins nái fram að ganga sem fyrst. Yfirlýsingin kemur í fram- haldi af bréfi sem VSÍ/ÍSAL af- henti fulltrúum starfsmanna ál- versins fyrr í mánuðinum og um- ræðum sem urðu í framhaldi af því. Yfirlýsingin hljóðar svo: "Trúnað- arráðið lýsir yfir eindregnum vilja um að stækkun álversins í Straums- vík nái fram að ganga sem fyrst...Fulltrúar starfsmanna eru sam- mála um mikilvægi þess að endan- legar ákvarðanir dragist ekki svo framkvæmdir geti hafist hið allra fyrsta. Því hvetur trúnaðarráðið stjórn Alusuisse-Lonza til þess að taka ákvörðun hið fyrsta um stækkun álversins. Fulltrúar verkalýðsfélaganna lýsa yfir vilja sínum til að ræða á yfir- standandi samningstímabili við VSÍ/ÍSAL um einföldun samningsá- kvæða og hugmyndir um nýbreytni í skipulagningu vinnu enda hafi það ekki í för með sér lakari kjaralega stöðu starfsmanna frá því sem nú er. Trúnaðarráðið leggur þunga áher- slu á þá staðreynd að stéttarfélögin hafa mætt þörfum fyrirtækisins fyrir sveigjanleika. Vinnufyrirkomulag hefur tekið miklum breytingum, felldir hafa verið niður kaffitíma og breytingar gerðar á verktakayfirlýs- ingu. Nú síðast hafa félögin teicið ákvörðun um sameiginlega atkvæða- greiðslu á kjarasamningi. Því telja fé- lögin að gildandi samningsákvæði mæti þörfum fyrirtækisins og eigi þar af leiðandi ekki að koma í veg fyrir stækkun álversins. Ljóst er að enn er ágreiningur milli verkalýðsfélaganna og VSI/ISAL um atriði er varða verk- taka. Fulltrúar verkalýðsfélaganna eru tilbúnir að halda uppbyggilegum viðræðum áfram og leggja áherslu á mikilvægi bættra samskipta í fram- tíðinni." Námskeiö og ráðgjafaverk- efni fyrir hafnfirsk fyrirtæki Nú er að hefjast samstarfsverk- efni Atvinnumálanefndar Hafnar- fjarðar, Iðntæknistofnunar og fleiri aðila til að stuðla að bættum rekstri hafnfirskra fyrirtækja. Verkefnið, sem ber nafnið Bættur rekstur, er sambland fræðslu og ráðgjafar. Fjallað er um tíu mismunandi at- riði rekstrar. Pau eru : Stefnumót- un, markaðsmál, vöruþróun, stjórnun og starfsmannahald, fjár- mál, framleiðni og vörustjórnun, gæðastjórnun, tölvuvæðing, gerð viðskiptaáætlana og að íokum framtíðarsýn og árangur í fyrir- tækjarekstri. Fjallað verður um hvern þessara þátta á eins dags námskeiði með u.þ.b. tveggja vikna millibili. Á milli námskeiðsdaga gefst þátt- takendum kostur á að fá ráðgjöf á því sviði sem viðkomandi námskeið fjall- aði um. Ráðgjöfm er miðuð við að- stæður í fyrirtæki þátttakandans. Á þennan hátt er fræðilegi hlutinn í kennslunni hagnýttur í fyrirtækjunum og sýnt fram á hvernig má beita fræð- unum til að leysa dagleg vandamál þeirra fyrirtækja sem taka þátt í verk- efninu. Markmið verkefnisins Bættur rekstur er að treysta rekstrargrundvöll þátttökufyrirtækja með aukinni þekk- ingu á nútímalegum stjórnunarað- ferðum. Gert er ráð fyrir að þátttak- endur verði meðvitaðir um hlutverk sitt sem stjórnendur og þær stjórnun- araðferðir sem þeir geta nýtt sér til ár- angursríkrar stjórnunar fyrirtækjanna. Verkefnið mun standa frá 21. sept- Ármann Eiríksson, atvinnumálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og Karl Friðriksson, ráðgjafi hjá Iðntæknistofnun að vinna við undirbúning námskeiðsins ember n.k. til 18. febrúar 1996 og stendur skráning yfir hjá Atvinnu- málafulltrúa Hafnarfjarðar. Nám- skeiðið er bæði ætlað fyrirtækjum í þjónustu og framleiðslu. Miðað er við að 15 fyrirtæki taki þátt í verkefninu. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, Spari- sjóður Hafnarfjarðar og Iðnlánasjóð- ur styrkja verkefnið og því er hægt að halda þátttökugjaldi fyrirtækjanna í lágmarkí. Leiðbeinendumir á námskeiðunum hafa allir sérfræðiþekkingu á því sviði sem þeir annast, bæði fræðileg- Hermóður og Háðvör leitar eftir stuðningi Atvinnuleikhópurinn Hermóður og Háðvör, sem hafið hefur starfsemi í Hafnarfirði, ritaði nýlega bréf til for- ráðamanna fyrirtækja hér í bæ og leit- aði eftir stuðningi þeirra við starf hópsins. Leikhópurinn hefur fengið inni í vinnslusal BÚH og er þar að setja upp nýtt gamanleikrit eftir Arna Ib- sen. I bréfi hópsins segir m.a.: "Það þarf væntanlega ekki að minna yður á mikil- vægi menningarstarfsemi fyrir samfélag- ið og hlutverk hennar við að auðga hvers- daginn. Bæjarfélaginu væri mikill sómi að því að hér gæti starfað atvinnuleikhóp- ur sem sæi bæjarbúum fyrir skemmtan. Okkur sem stöndum að uppbyggingu þessa leikhúss er fullkunnugt um mikinn vilja bæjarbúa og fyrirtækja bæjarins til að styðja þetta framtak okkar og viljum samvinnu atvinnu- og menningarh'fs sem mesta." an og hagnýtan. Þar er um að ræða sérfræðinga frá Iðntæknistofnun og sjálfstætt starfandi ráðgjafa. Iðntæknistofnun hafði umsjón með sambærilegu verkefni á Akureyri á síðasta ári og þótti takast vel til. I stuttu samtali við þá Ármann Eir- rfksson, atvinnumálafulltrúa og Karl Friðriksson, frá Iðntæknistofnun kom fram að með þessu verkefni væri áhersla lögð á að hjálpa og styrkja þau fyrirtæki sem fyrir eru í bænum. Kennsla mun fara fram á fimmtudög- um frá kl. 14-20 og á milli nám- skeiðsdaganna munu sérfræðingarnir heimsækja fyrirtækin og leiðbeina mönnum á staðnum. Karl sagði að reynslan sýndi að upp úr svona verk- efni kæmi hópur manna sem gætu á margan hátt aðstoðað og ráðlagt hvor öðrum um hina ýmsu þætti reksturs- ins. Á svona námskeiðum skapaðist góður trúnaður á milli manna og menn fyndu að þeir gætu rætt málin sín á milli. Armann sagði að góður þverpólitískur vilji væri hjá bæjar- stjórn fyrir þessu verkefni og menn bindu vonir við það. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um málið er ráðlagt að hafa samband við Atvinnumálafulltrúa eða Iðn- tæknistofnun. VERTU MEÐ I VETUR! Stelpur! Erobikk tímarnir eru byrjaðir aftur! /líím Magnús Bess Islandsmeistari vaxtarækt Verðlisti: Mánaðarkort 3ja mán. kort 10 tíma kort Stakir tímar 3900 9900 3500 500 Opnunartímar: Mán.-fim. 13.00-21.30 Föstudaga 13.00-20.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 12.00-15.00 L ÍKflflHRÍEKTAlMTÖD Lækjargötu 11, Hafnarfirði, sfmi 65 54 54 HAFNARFJORÐUR Miðbær breyting á deiliskipulagi Fjörukrá í samræmi við 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 31/1978 er hér auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi miðbæjar í Hafnarfirði. Breytingin felst í því að sýnt er áður gert "Stafahús" þriggja hæða (19m) í stað einnar hæðar tengibyggingar aftan við Strandgötu 55 (Fjörukrá). Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 4. júlí s.l. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideildar að Strandgötu 6, þriðju hæð frá 17. ágúst til 28. september 1995. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 12. október 1995. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkir henni. 16. ágúst 1995 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar STARFSLEYFISTILLOGUR FYRIR ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ HF STRAUMSVÍK í samræmi við ákvæði 63. gr. í 8. kafia mengunarvarnar- reglugerðar nr. 48/1994, ásamt síðari breytingum, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem valdið getur mengun liggja frammi á bæjarskrifstofunum Strandgötu 6 Hafnarfirði til kynningar frá 1. ágúst til 15. september starfsleyfistillögur fyrir íslenzka Álfélagið vegna álframleiðslu í álverinu í Straumsvík. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins fyrir 15. september 1995. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægind- um vegna mengunar. 3.0pinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Reykjavík 24. júlí 1995 Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir Ármúla la 108 Reykjavík

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.