Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Page 9

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Page 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Ellert Borgar og Rúnar líta á Fjarðarpóstinn að hann kom niður úr staurnum til að leggja áherslu á orð sín. “Þannig æsir maður mann niður,” sagði Ein- ar og hló. Frá Hringbrautinni flytja þeir svo í íbúð að Krosseyrarvegi 5B “og þá innréttuðum við myrkvaherbergi, enda var Ellert þá farinn að taka mikið af myndum fyrir blaðið,” seg- ir Rúnar. Frá Krosseyrarveginum liggur leiðin síðan upp á Reykjavík- urveg 72, þar sem blaðið var til húsa þar til það flutti í núverandi húsnæði í Bæjarhrauni 16. Léttur andi Á þessum tíma var tölvuöldin raunverulega að byrja og þeir félag- ar voru frumkvöðlar í að brjóta um blað í tölvu. “Menn höfðu nú ekki trú á þessu,” segir Ellert, “enda ber fyrsta blaðið þess nú merki að þar voru viðvaningar að verki, en þetta tókst og varð alltaf betra og betra. Eg man að þeir félagar Baldvin og Óli I Prisma voru mjög tortryggnir á að þetta gengi,” en blaðið var unnið í Prisma. “Já, ekki getum við talað um þennan tíma nema minnast á þá Prisma menn og reyndar allt starfs- fólkið hjá þeim. Þetta var upp til hópa gott fólk sem vildi allt fyrir okkur gera. Við vorum þarna eins og gráir kettir, í tíma og ótíma. Starfsandinn var frábær, léttur andi og mikið grín. Þeir vissu að við kennararnir vorum mjög viðkvæmir fyrir prentvillum og þeir áttu það til að setja meinlegar villur í eitt eða tvö eintök og lögðu þau þann-ig að við komumst ekki hjá því að taka þau fyrst til yfirlestrar. Það kom víst oft á okkur skelfingarsvipur þegar við vorum að sjá “meinlegar” villur í skrifum okkar og það jafnvel í fyr- irsögn á forsíðu,” og þeir hlægja dátt að nokkum “villum” sem gerðu þá gráa í framan á sínum tíma. “Það versta var að stundum mundu þeir ekki hve mörg eintök þeir höfðu gert af þessu sprelli og við vorum dauð- hræddir um að eitt að tvö eintök gætu farið út í búðirnar. En ætli við höfum ekki bara sloppið við skrekk- inn.” Spjallið berst að stefnu blaðsins og efni þess. Þeir segja mér að reynt hefði verið að fylgja sangjarni, en gagnrýninni stefnu. Við skrifuðum t.d. leiðarann til skiptis. Við gagn- rýndum gjarnan meirihluta bæjar- stjórnar, sama hver hann var. Stund- um fengum við að heyra það hjá fólki að við værum ekki nægjanlega aðgangsharðir við menn, en við reyndum eftir bestu getu að hafa það að leiðarljósi að taka á málum án þess að það meiddi fólk. Við Iögðum mikið upp úr fegrun og umhverfis- málum. Vorum gjarnan með mynda- vélina og tókum myndir að því sem þyrfti að snyrta eða iaga. Við sáum umtalsverðan árangur af áhrifum myndanna og birtum þá myndir af sama stað að loknum úrbótum. Við birtum líka myndir af fallegum görðum og snyrtilegu umhverfi hjá fyrirtækjum. Við vorum með spjall- þátt sem var mjög vinsæll, við sinnt- um mikið íþróttum og gáfum til dæmis bikara bæði til FH og Hauka sem afhenda skyldi besta þjálfara ársins. Við vorum oft með morgun- verðarfundi t.d. fyrir og eftir kosn- ingar, með efstu mönnum flokk- anna. Þetta gerðum við bæði fyrir og eftir alþingis og bæjarstjórnarkosn- ingar. Þetta voru oft fjörugir og skemmtilegir fundir, en mikill mun- ur á hvort þeir voru fyrir eða eftir kosningarnar. Við vorum með kynn- ingar á ýmsum götum þar sem fyrir- tæki voru aðallega staðsett og ekki má gleyma leynigestinum “Gvendi gaflara”. Nú svo vorum við auðvitað með aflafréttir, fréttir af bæjar- stjórnarfundum og bæjarmálum al- mennt.” Þeir segja frá ýmsu fleiru og gefa góð ráð og leyfa mér að heyra frá reynslu sinni, oftast skemmtilegri reynslu en einnig einstaka atriði sem ber að varast. Fyrir utan að vera fyrstir með um- brot í tölvu, þá voru þeir með fleiri nýjungar. Þeir t.d. byrjuðu að “rasta” undir fréttir, sem þá þekktist ekki. Einnig voru þeir fyrstir til að bjóða fasteignasölum upp á að birta myndir af fasteignum í auglýsingum þeirra. Utgefendur héldu vel hópinn og fóru gjarnan í stutt ferðalög með fjölskyldurnar, enda kom þessi mikla vinna niður á þeim. En þeir Ellert, Guðmundur og Rúnar höfðu verið vinir og félagar lengi og gott samband á milli fjölskyldna þeirra. En hvað kom til að þeir hættu og seldu reksturinn? “Það kom nú nokkuð af sjálfu sér. Við vorum komnir í vinnu í Reykjavík, þó við byggjum hér. Guðmundur var því orðinn einn eftir hér í Firðinum til að taka púlsinn á bæjarlífinu. Við byrjuðum á að ráða fólk til starfa, en við fundum að til að geta gert þetta eins og við vildum hafa það, þá urð- um við að vera í þessu sjálfir, sama hversu gott fólk við höfðum. Eftir vandlega íhugun tókum við ákvörð- un og seldum blaðið þegar við höfð- um fundið fólk sem við töldum að gæti gert þetta með sóma. Það var vissulega með eftirsjá sem við seld- um. Þetta var mjög skemmtiiegur og fróðlegur tími, en allt hefur sín tímamörk,” segja þeir Ellert Borgar Þorvaldsson og Rúnar Brynjólfsson að lokum. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist það sem þeir ætluðu sér að lyfta upp bæjarlífinu með þessari út- gáfu og styrkja stöðu Hafnarfjarðar sem sjálfstæðs bæjarfélags. Það er ekki annað hægt en dáðst að hug- myndum, áræðni og frumkvæði þessara frumherja í blaðaútgáfu hér í Firðinum. Hafnfirðingar eiga þeim vissulega mikið að þakka því eins og einn mætur borgari hér í bæ sagði einu sinni m.a. við blaðamann Fjarðarpóstsins, “ég veit ekki hvort fólk gerir sér nógu góða grein fyrir hve miklar söguheimildir eru í þess- um héraðsfréttablöðum. Þarna er skráð saga byggðarlagsins. Þessi blöð eru fjársjóður fyrir framtíðina.” Það var gaman og fróðlegt að fá tækifæri á að vera með þeim Ellert og Rúnari, á meðan þeir rifjuðu upp smá brot af sögu Fjarðarpóstsins. Aðalskoðun hf fær faggildingu Allt að 20 milljón kr. heildarlækkun á verði skoðunar Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðar- ráðherra afhenti Aðalskoðun hf. faggildingar: skjal við hátíðlega athöfn fyrr í mánuðinum. I ávarpi Gunnars Svavarssonar stjórnarfor- manns Aðalskoðunar við það tækifæri kom m.a. fram að með tilkomu fvrirtækisins myndi heildarlækkun á verði skoðunar nema allt að 20 milljónum kr. á ársgrundvelli sem væri beinn hagur neytenda. Auk ráðherra og Gunnars Svavarssonar ávarp- aði Bergur Helgason framkvæmdastjóri Aðal- skoðunar gesti en athöfnin fór fram í Hafnarborg að viðstöddu fjölmenni. “Aðalskoðun hf. reið á vaðið með lækkun verðs fyrir skoðun ökutækja og lengri opnunartíma,” sagði Bergur m.a. “Samkeppnin hefur einnig valdið því að langir biðlistar þekkjast ekki, pantaðir skoðunartímar eru orðnir ábyggilegri og lengri opnunartími er boðinn. Aðalskoðun hf, hefur einnig veitt þá per- sónulegu þjónustu sem oft fylgir fyrirtækjum af okkar stærð. Fjölmargir ánægðir viðskiptavinir okkar eru til vitnis um það.” Brotið blað I upphaft máls síns sagði Gunnar Svavarsson m.a.: “I janúar þegar fyrsti bíllinn var skoðaður hjá fyrirtækinu var brotið blað í 66 ára sögu bif- Gunnar Svavarsson og Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra takst í hendur en á milli þeirra stendur Bergur Helgason með faggildingarsk jalið. reiðaeftirlits á íslandi. í dag brjótum við annað blað, við fögnum því að hæfni Aðalskoðunar hafi skilað okkur þeim árangri sem við stefndum að. Faggildingin er vitnisburður þess að vel að verki hafi verið staðið og stjómvöld séu sátt við framgang fyrirtækisins.” Gunnar sagði einnig að hann vildi sérstaklega þakka starfsmönnum fyrirtækisins fyrir kraftinn og viljann því án þeirra hefði fyrirtækið ekki komist eins langt og raun er orðin.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.