Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPÓSTURINN , ' ......................... IÞROTTIR OG HEILSA Haukar í sókn í leiknum við KR íslandsmót 2. flokks kvenna Haukar f öðru sæti Upprennandi golfarar Keppendahópurinn fyrir utan golfskálann lokinni keppni, ásamt þeim Úlfari Jónssyni og Gunnari Hanssyni. Úrslitakcppnin í íslandsmótinu í öðrum flokki kvenna fór fram á Ásvöllum 24-27 ágúst s.l. Mótstjóri var Hafsteinn Ellertsson. Keppt var í tveimur riðlum. I riðli 1 voru, ÍA, Stjaman og Tindastóll og í riðli 2 voru Haukar, KR og ÍBA. Úrslit urðu : ÍA 1. sæti 2. sæti Haukar 3. sæti Stjarnan 4. sæti ÍBA 5. sæti KR 6. sæti Tindastóll Úrslit leikjanna voru sem hér seg- ir ÍA - Stjaman 2-1 Haukar - KR 1-0 Tindastóll - íA 1 -4 ÍBA - Haukar 3-3 Stjaman - Tindastóll 7-0 KR - ÍBA 2-2 Úrslit um 5. sæti Tindastóll - KR 1-3 Úrslit um 3. sæti Stjaman - ÍBA 3-0 Úrslit um 1. sæti ÍA - Haukar 1-0 Það hafði lítil áhrif á þátttak- endur í æfingamóti ungra golfara að veðrið var ekki upp á það besta á Hvaleyrinni, þegar við litum þar við fyrir nokkru. Við höfðum heyrt um að ein af lokakeppnum eftir sumamámskeið ungra golfara væri í gangi og við drifum okkur upp á Hvaleyri til að sjá hina ungu golfara reyna með sér. Þegar við komum inn í hinn vina- lega golfskála þeirra Keilismanna og spurðum um hvar unga fólkið væri að keppa var okkur bent niður á nýj- an völl sem verið er að taka í notkun og þar var slegið og "púttað” af mik- illi innlifun og mörg höggin sýndu að þama fór hópur efnilegra, upprenn- andi golfara. Keilismenn þurfa því ekki að kvíða framtíðinni, ef þessu unga fólki verður fylgt eftir. Það var gaman að fylgjast með hvemig þau tóku ljósmyndaranum. Það leyndi sér ekki að sviðsskrekkur hrjáði nokkra og var oft kröftuglega tekið upp í sig, þegar högg eða “pútt” mistókst beint fyrir framan ljós- myndavélina. Aðrir létu ljósmynda- vélina ekkert á sig fá og slógu eins og þeir væru alvanir slíkri athygli. Þetta unga fólk hefur verið á nám- skeiði í golfi undir handleiðslu Gunnars Hanssonar, sem var þama að stjóma mótinu. Hinn þekkti marg- faldi Islandsmeistari Úlfar Jónsson var álengdar og fylgdist með þessu unga fólki. í mótslok afhenti Úlfar unga fólkinu verðlaun um leið og hann hvatti þau til að vera iðin við að æfa því “æfingin skapaði, jú, meist- arann.” Gunnar sagði að námskeiðin hefðu byrjað í júní og stæði hvert námskeið í tvær vikur. Æft væri í tvo og hálfan tíma á dag, alla daga vik- unnar. Um fimmtíu krakkar á aldrin- um 7-14 ára hafa tekið þátt í nám- skeiðunum. Hann sagði að virkilegur árangur hefði verið hjá mörgum krakkanna og gaman að fylgjast með þeim. Þau væm mjög kappsöm og gæfu ekkert eftir í keppni sín á milli, þó væru allir vinir og hrósuðu hver öðrum, en aðal hrósyrðin virtust vera, “svaka grís var þetta,” þegar einhverjum tókst vel upp og hitti boltann vel. Gunnar sagði að æft væri á sér- brautum, fjórar holur og í lok hvers námskeiðs væru haldin stutt mót og “pútt” keppni. Hann sagði að keppn- imar ýttu undir að krakkamir héldu áfram að koma og æfa. Aðspurður sagði Gunnar, að þó að flestir krakkamir kæmu að vísu frá golffjölskyldum, þá tækju þau með sér vini, þannig að breiddin ykist. Einnig kæmu alltaf einhverjir bara af sjálfsdáðum. Ohætt er að segja að Keilismenn eru með þessum námskeiðum að vinna að hollri og skemmtilegri tóm- stundaiðju ungra Hafnfirðinga. MIÐBÆ-S. 555-1664 STELPUR! Eruð ibið búnar að fá ykkur förðunar- vörurnar fyrir helgina? PROFESSIONALS WATHNE Bikarkeppni FRI í fjölþrautum Unga fólkið að stórbæta sig Bikarkeppni FRÍ í tugþraut karla og sjöþraut kvenna fór fram á Laugarvatni um síðustu helgi. Fimmtán keppendur hófu keppni í tugþraut og sex í sjöþraut. FH-ing- ar sigruðu í karlakeppninni þar sem tveir bestu tugþrautarárang- arnir gilda til stiga í bikarkeppni og lið UMSS sigraði í kvenna- keppninni. Sveinn setti tvö sveinamet Sveinn Þórarinsson FH setti tvö ís- lensk sveinamet í flokki 15-16 ára þegar hann hljóp 110 metra grindar- hlaup á 16,4 sekúndum og náði 5636 stigum í tugþraut. I báðum tiivikum bætti Sveinn met Stefáns Þórs Stef- ánssonar sem sett voru fyrir sextán árum. Bjarni Þór búinn að finna sína grein? Sigurvegari í tugþrautarkeppninni varð Bjami Þór Traustason FH sem hlaut 6239 stig og sýndi svo ekki verður um villst að tugþraut er hans framtíðargrein. Bjami ætti að geta náð sæti í tugþrautarlandsliðinu á næsta sumri taki hann tugþrautina sérstaklega fyrir í vetur. Skagfirðingurinn Theódór Karls- son náði að sigrast á sex þúsund stiga markinu í fyrsta skipti og hlaut 6039 stig sem nægði í annað sætið og Sveinn Þórarinsson varð síðan þriðji af níu keppendum sem klámðu tug- þrautina. Efnilegar sjöþrautarstúlkur Þómnn Erlingsdóttir UMSS sigr- aði í sjöþrautinni og Silja Úlfarsdótt- ir varð önnur. Báðar eru fjórtán ára gamlar og hafa mikla hæfileika til að verða afburða góðar sjöþrautarkonur í framtíðinni. Þórunn hlaut 3495 stig og Silja 3367 stig. Úrslit í tugþraut karla 1. Bjami Þór Traustason FH 6239 stig 2. Theódór Karlsson UMSS 6039 stig 3. Sveinn Þórarinsson FH 5636 stig Sveitakeppni f tugþraut 1. FH 11975 stig 2. UMSS 10402 stig Sjöþraut kvenna 1. Þórunn Erlingsdóttir UMSS 3495 stig 2. Silja Úlfarsdóttir FH 3367 stig Sveitakeppni f sjöþraut 1. UMSS 6716 stig 2. FH 6381 stig Suðurbæjarlaug Mánudaga - föstud. kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-18:00 Sunnudaga kl. 08:00-17:00 Baðgestir kallaðir upp úr 30. mín. eftir ofanskráðann lokunartíma. Sundhöll Hafnarfjarðar Mánudaga - föstud. kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-12:00 Sunnudaga kl. 09:00-12:00 Baðgestir kallaðir upp úr 30. mín. eftir ofanskráðann lokunartíma. íþróttaráð Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.