Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Page 15

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Page 15
FJARÐARPÓSTURINN 15 Björgunarstarf Hjálparsveita skáta vakti mjög mikla athygli í Hollandi Risasýningartjald íslensku björgunarsveitanna Hinn glæsilegi og fullkomni snjóbíll Hjálpasveitar skáta í Hafnarfirði vakti mikla ath.vgii á sýningunni Það kom fram í fréttum fyrr í þessum mánuði að starf hjálpar- sveita á Islandi vakti mikla athvgli á Jamboree móti sem haldið var í Hollandi nú fyrir skömmu. Okkur á Fjarðarpóstinum lék forvitni á að vita dálítið meira um þetta og náðum santbandi við þau Brynju Traustadóttur, Guðbjörn Þór Þórðarson og Margréti Hrefnu Pétursdóttur í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði til að spyrja þau örlít- ið um þá miklu athygli sem starf björgunarsveitanna vakti. Þau sögðu að á heimsmóti skáta, Jamboree, sem að þessu sinni var haldið í Flevoland í Hollandi, um 60 km. frá Amsterdam, hefðu verið um 24 þúsund skátar og hefði móts- svæðinu verið skipt niður í 12 þorp. Síðan hefði 13ánda þorpið verið nokkurs konar sýningar eða kynn- ingarþorp, þar sem kynnt voru ýms séreinkenni í skátastarfi hvers lands fyrir sig. Upphaflega óskaði Banda- lag íslenskra skáta eftir að fá að kynna þar íslenskt skátastarf, en úr varð að Landsbjörg myndi taka að sér þennan þátt og kynna starf björg- unarsveita skáta, enda er það mikla sjálfboðaliðsstarf sem hjálparsveitir hér á landi vinna óþekkt erlendis. Til Hollands fór 27 manna hópur björgunarsveitafólks frá Akureyri, Dalvík, Isafirði, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Hafnarfirði, Garða- bæ, Kópavogi og Reykjavík. Hópur- inn fór í tvennu lagi til Hollands, fyrri hópurinn fór 29. júlí og var til 8. ágúst og seinni hópurinn fór út 5. ágúst og var til 13. ágúst. Hópurinn var því allur úti um aðalsýningar- helgina. Fimm úr hópnum, sem sáu aðallega um tækin á sýningunni, voru svo úti allan tímann, þar á meðal þau þrjú, Brynja, Margrét og Guðbjöm. Þó að mikið hafi verið um alls konar sýningar í þorpinu, þar sem sýnt var allt á milli himins og jarðar, eins og þau segja, þá var aðsókn að íslenska svæðinu gýfurleg alla þessa tíu daga sem sýningin stóð yfir. Ekki sögðust þau vita hve margir hefðu sótt heim íslenska svæðið, en allir skátamir á mótinu fengu ákveðna daga til að koma á sýninguna og auk þess kom mikill fjöldi annarra gesta, aðallega frá Hollandi, en 3-4 dögum fyrir mótið var mynd um Island sýnd í hollenska sjónvarpinu og varð það ekki síst til að svo margir sóttu Islenska sýningarsvæðið heim, auk þess sem snjóbíllinn, snjósleð- inn, vörubíllinn og Ford Econoliner- inn drógu að fólk sem var að ganga um svæðið. Mikið spurt Þegar við spyrjum þau um hvað hafi nú vakið mesta athygli gest- anna, þá segja þau að það hafi nú komið upp margar skondnar spurn- ingar, en það sem fólk var ef til vill mest hissa á, var það mikla sjálf- boðastarf sem björgunarsveitirnar inna af hendi og hvernig þær fjár- magna starf sitt. Þessar björgunar- sveitir eru algert sér íslenskt fyrir- brygði, þekkjast ekki annars staðar. Þau störf sem björgunarsveitimar inna hér af hendi er unnið af hernum í öðrum löndum og þar af leiðandi greitt af ríkinu. “Já, það áttu margir erfitt með að trúa því að við ynnum þetta allt í sjálfboðastarfi,” segja þau. Ýmsir spurðu því, “hvað gerir herinn þá?” Nokkuð margir trúðu ekki að enginn her væri á Islandi. “Hvernig bælið þið þá niður óeirðir og uppþot?” var önnur spuming sem var spurð. Einn sagði við Guðbjörn, “það er nú nauðsyniegt að hafa her til að gæta landamæranna,” en lang- flestir vissu talsvert um ísland, sum- ir höfðu komið þangað, aðrir voru á leið þangað. Brynja hitti fólk sem var búið að fara oft til Islands, geng- ið víða um landið. Þau voru á leið til íslands til að ganga “Laugaveginn.” Einn þurfti ekki að fá útskýringar á starfi hjálparsveitanna á Islandi. Hann sagðist hafa séð þær í björgun- arstarfi og bæði orðið hrifinn og hissa á starfi þeirra. Þessi maður var í vinnu á Súðavík í harmleiknum s.l. vetur, þegar snjóflóðin féllu. Já, heimurinn er stundum Iftill. Annars spurði fólk mikið út í starf björgun- arsveitanna, fjármögnun þeirra og útbúnaðinn allan. Það komu menn frá hernum og slökkviliðum til að sjá tækin og spyrjast fyrir um notk- un þeirra. Bandaríkjamenn horfðu dolfallnir á Ford Econolinerinn, breiðu dekkin og allan útbúnaðinn á honum. Tækin vöktu mikla athygli og þá ekki síður á hraðbrautunum, þar sem fóik snarhægði á sér og ætl- aði úr hálsliðnum þegar það ók fram úr vörubílnum með snjóbílinn á pallinum. “Hvemig stendur á að rík- ið lætur ykkur hafa öll þessi tæki,” spurði einn. Saga í tjaldinu Þau höfðu tekið með sér stórt sýningartjald að heiman, en það var eins og tveggja manna tjald miðað við stórt hústjald, við hliðina á því stóra sýningartjaldi sem þau fengu til umráða. I þessu tjaldi var sett upp saga hjálparsveitanna, sýnd tækin sem þær nota, sýnt með myndum frá fjáröflun sveitanna, flugeldasölu, lottói, happadrættum o.s.frv. Einnig var sett upp sýning frá alvöru æfing- um, þar sem gerfisár og fleira kom við sögu. Allt þetta kom flestum á óvart og var mikið spurt. En eins og að framan er sagt var mest spurt um land og þjóð. Allir sem komu fengu sérstakt póstkort, þar sem á voru 4 myndir frá starfi sveitanna. Þeir sögðu, á pósthúsi svæðisins, að ann- að hvert kort, sem var sent frá svæð- inu hefði verið íslenskt. Þetta var því mikil landkynning. Þá fengu mjög margir að setjast á sleðann, upp í snjóbílinn, vörubílinn eða For- dinn og láta taka af sér myndir. Þannig að myndir frá íslenska sýn- ingarsvæðinu eru komnar út um all- an heim. Nú auk þess voru skátarnir á mótinu með sérstaka landkynn- ingu. Mótið frábært Það er nú kominn tími til að spyr- ja um sjálft skátamótið. Hafa þau verið áður á Jamboree? “Nei, aldrei, Brynja hefur verið á skátamóti í Noregi og stóru móti á Italíu, enda kom hún í hjálparsveitina í gegnum skátastarf, en þau Margrét og Guð- bjöm fóru beint í hjálparsveitina,” segja þau “og misstu þar með að því frábæra og skemmtilega starfi skát- anna,” segir Brynja og það er auð- séð að hún á góðar minningar frá þeim tíma. Þau segja að mótið hafi verið al- veg frábært, skipulag hefði verið svo gott að það eina sem mætti svona í gríni segja um það er, að það hafi verið of skipulagt. Öryggiskröf- ur voru miklar. t.d. fengu þeir sem ekki voru syndir að fara í stuttar bátsferðir sem boðið var upp á. Þau í björgunarsveitunum voru talin til starfsfólks og fengu mat í stóru mötuneyti, þar sem 6000 starfsmenn borðuðu. Maturinn var alveg frábær og framreiðsia gekk bæði fljótt og vel fyrir sig. Skátarnir fengu hins vegar kistu með mataráhöldum og mat og urðu að sjá um sig sjálfir, enda er það einn þátturinn í skáta- starfi að bjarga sér. Engin mamma nálægt. Veðrið var dásamlegt allan tímann, þó hitinn hefði mátt vera ögn minni. Meðalhiti um 32 gráður. Það var útilokað að sofa fram eftir, því um klukkan átta var sólin komin upp og þá var ólíft í tjöldunum fyrir hita. Það er gaman að hitta ungt fólk sem er tilbúið að fórna frístundum sínum til æfa sig í björgunarstörfum og vera tilbúin til að bregðast við þegar fólk lendir í neyð. Þau sögðu mér margt fróðlegt frá starfi sínu í hjálparsveitinni. Það verður að bíða betri tíma. En eftir samtalið mun ég telja það skyldu mína að styrkja þau í starfi þegar leitað er eftir því með sölu á einhverju því, sem þau eru að selja til styrktar starfinu. FRÁ LESENDUM Er ekki tímabært að Byggða safnið fái Brydepakkhús? Kæri ritstjóri Hér er mál sem ég komst á snoð- ir um nú nýverið og langar að verði rætt opinberlega í Hafnarfirði. Ríkið í fríu húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ Sjóminjasafn íslands, sem er deild í Þjóðminjasafninu, hefur nú verið leigulaust í Brydepakkhúsi í bráðum þrjú ár. Eigandi hússins er Hafnarfjarðarhöfn. Sjóminjasafnið kostaði endurbyggingu hússins á sínum tíma og fékk í staðinn afnot af því til ársloka 1992 og hefur samn- ingurinn ekki verið endumýjaður. Um næstu áramót hefur Hafnar- fjarðarhöfn því séð ríkinu fyrir fríu húsnæði fyrir eina af deildum Þjóð- minjasafnsins í þrjú ár. Sjóminja- safnið hefur vissuíega verið lyfti- stöng fyrir bæjarlífið en spyrja má hvort Hafnfirðingar hafi efni á að sjá ríkisstofnun fyrir ókeypis húsnæði á meðan Byggðasafnið líður fyrir hús- næðisskort. Útgerðar- og verslunar- saga Hafnarfjarðar í Brydepakkhús Bréfritari gerir það að tillögu sinni að Sjóminjasafninu verði sagt upp húsnæðinu og Byggðasafnið fái Brydepakkhús til sýningahalds. Fer vel á því að hafa þar sýningu um út- gerðar- og verslunarsögu Hafnar- fjarðar en Bjami riddari, upphafs- maður útgerðar í Firðinum, byggði húsið við hliðina þar sem Byggða- safnið er. Hér er mikil saga og efni í fróðlega sýningu. Merk atvinnusaga Hafnarfjarðar Hafnarfjörður var helsti verslun- arstaður á Islandi frá 14. öld og fram yftr lok einokunarverslunar. Meðal þátta í þeirri sögu má nefna Bjama riddara Sívertsen í upphafi innlendr- ar verslunar og útgerðar, skútuöld- ina og stórfellda saltfiskverkun, Coot fyrsta togara Islendinga sem gerður var út frá Hafnarfuði, útgerð Englendinga, Einar Þorgilsson og stórútgerð, saga Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, fyrsta hafskipa- bryggja á landinu var byggð í Hafn- arfirði og fleira því af nógu er að taka. Er ekki að efa að nýir stjóm- endur Byggðasafnsins munu koma upp sýningu í Brydepakkhúsi sem verður Hafnftrðingum til sóma. Hafnfirðingur

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.