Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Blaðsíða 16
AðalskoÖun hf. Þín bifreiðaskoðun! 555 33 55 Framköllun á 24 mpidlim frá kr. 690,- FILMUJR & FRAMK#* LLUN Mi&bæ-s. 565 4120 Stærsti samningur Hlaðbær-Colas frá upphafi Munu malbika jarðgöngin á Vestfjörðum alls 42.000 fm í upphafí vikunnar var undir- ritaður stærsti verksamningur sem Hlaðbær-Colas hf. hefur gert frá upphafí. Fyrirtækið mun taka að sér malbikun jarðgangn- anna á Vestfjörðum og hljóðar samningurinn upp á hátt yfir 100 milljónir kr. Samningsaðili er Vesturís sem annast fram- kvæmdir í göngunum. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Hlaðbær-Colas segir að samning- urinn hafi verið í undirbúningi í nær 18 mánuði og það sé því mikið ánægjuefni að nú skuli endanlega vera búið að ganga frá öllum endum hans. Verkið felst í undirvinnu og lagn- ingu slitlags á samtals 42.000 fm í jarðgöngunum sem nú eru í bygg- ingu en auk þess er gert ráð fyrir verkefnum fyrir vegagerðina á Isa- firði, Bolungarvík, Súðavík og fleiri aðila. Sigurður segir að verkið krefjist mikils undirbúnings sem fram fer næsta vetur. Meðal annars þuifi að setja upp malbikunarstöð, undirbúa innflutning og vinnslu steinefna, útvega ýmis tæki, skipuleggja verktilhögun og gera áætlanir um framkvæmdina. Unnið verður við malbikun næsta sumar og áætlað að búið verði að fjarlægja stöðina og ganga ffá vinnusvæðinu um miðjan sept- ember. “Þetta verk er mjög áhættu- samt og krefjandi en jafnframt verðugt verkefni fyrir Hlaðbæ- Colas,” segir Sigurður. Yfir 500 nemend- ur í Flensborg Ríflega 500 nemendur munu hefja nám í Flensborgarskólan- um nú þann 1. september, þar af um 140 nýnemar. Að sögn Kristjáns Bersa Olafssonar skólameistara eru þetta nokkuð fíeirir nemendur en hófu nárn við skólann á síðasta liausti. “En þetta er fjöldi sem við ráð- um alveg við,” segir Kristján. Skólastarf hófst með kennara- fundi þann 29. ágúst og stunda- töflur aflientar í framhaldi af því. “Þess misskilnings hefur stundum gætt hjá nemendum að ekkert sé að gera fyrstu daga annarinnar en taka skal fram að kennsla hefst af fullum krafti strax 1. september,” segir Kristján. BOMANITE mynstruð og lituð steinste \ \ eftir þfnum óskum! SÝNISHORN: Verkakvennafélagið Framtíðin semur Við erum mjög ánægðar með samninginn -segir Guðríður Elíasdóttir Verkakvennafélagið Framtíðin og samninganefnd ríkisins náðu samkomulagi um síðustu helgi og þar með var boðuðu verkfalli Framtíðarinnar á sjúkrastofnun- um í Hafnarfirði aflýst. “Við erum mjög ánægðar með samninginn enda náðum við því í gegn sem við ætluðum okkur,” segir Guðríður Elíasdóttir formaður Framtíðar- innar. Samingurinn var borinn undir atkvæði félagskvenna á fundi í Skútunni í gærkvöldi. Eins og kunnugt er af fréttum fengu Framtíðarkonur um 15% launahækkun en Guðríður segir að aðalatriðið sé að þær hafi fengið góða leiðréttingu á sínum kjörum og að þær hafi samið í gegnum VMSI eins og önnur félög. “Það má einnig taka fram að við höfum haft góða desemberuppbót sem konur á Hrafnistu fá nú líka en þessi uppbót gilti áður eingöngu fyr- ir konur á St. Jósefsspítala og Sól- vangi. Eg er mjög ánægð með að Hrafnistukonur fá nú einnig þessa uppbót,” segir Guðríður. Samningurinn sem nú var gerður mun gilda frá 21. febrúar s.l. er samningar Framtíðarinnar urðu laus- ir. Sölukrakkar óskast Fjarðarpósturinn óskar eftir harðduglegum sölukrökkum til að selja blaðið í Hafnarfirði. Vinsamlegast hafið samband í síma 565-1745 eða komið á skrifstofuna að Bæjarhrauni 16. HELGARVEISLA 16" baka með 2 áleggsteg. og hvítlauksolíu og þú færð 2 Itr. COKE FRÍTT með. TILB0ÐIÐ GILDIR FRÁ 31.08 - 03.09 (FRÁ FIMMTUDAGI TIL SUNNUDAGS)

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.