Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 1
) FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 30. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 7. september Verð kr. 100,- Stefnt að vfkinga hátíð 1997 Verið er að ganga frá upp- gjöri fyrir víkingahátíðina í Hafnariirði í sumar og Ijóst að tapið á henni mun nema um 3,5 milljónum króna. Aðstandend- ur hátíðarinnar telja að mestu hafi munað uin slæmt veður á sunnudeginum á hátíðinni enda komu þá um helmingi færri gestir á hátíðina en daginn á undan. Þrátt fyrir þetta er stefnt að því að halda víkinga- hátíð aftur í bænum árið 1997. Málið kom til umfjöllunnar á síðasta bæjarráðsfundi og þar var staðfest að bæjarráð muni halda áfram þátttöku sinni í Landnámi hf. Jafnframt var lýst yftr áhuga á því að Italda víkingahátíð aftur 1997. Ellert Borgar Þorvaldsson mun áfram fara með umboð bæj- arins á fundum Landnáms. Fjölmennur fundur STH var haldinn um málið í Vitanum í upphali vikunnar. Starfsmannafélag Hafnarfjarðar fundar um kjaraskerðingu Geysileg óánægja er með þessar aðgerðir Aldrei staðið til að skera af alla sérkjarasamninga, segir Tryggvi Harðarson Geysileg óánægja er meðal fé- lagsmanna innan Starfsmannafé- lags Hafnarfjarðar vegna fyrir- hugaðra aðgerða Sparnaðar- og hagræðingarráðs í að skera niður sérkjarasamninga félagsmanna innan STH. Sparnaðarráð hefur lagt til að bílastyrkjum, samning- um um óunna yfirvinnu o.fi. verði sagt upp frá og með 1. október. A fjölmennum fundi STH í upphafi vikunnar kom m.a. fram að félagið mun aldrei samþykkja að gengið verði á hlut félagsmanna. Tryggvi Harðarson formaður Sparnaðar- ráðs segir að aldrei hafi staðið til að skera af alla sérkjarasamninga heldur endurskoða þá og reyna þannig að spara einhverjar millj- ónir fyrir bæjarsjóð en í heild nema þessar greiðslur nú um 70 milljónum kr. á ári. Fyrir liggur að bæjaryftrvöld verða að leita allra leiða til að reyna að ná spamaði í rekstri þvt' að öllu óbreyttu stefnir í að reksturinn fari í yftr 100% af skatttekjum á þessu ári. Tryggvi segir að þetta sé ekki hið eina sem Spamaðarráð haft á prjónunum því til greina komi m.a. að auka ekki við mannaráðningar og ráða ekki í þær stöður sem losna. Ámi Guðmundsson formaður STH segir að félagið sé ekki á móti hag- ræðingu í rekstri bæjarins og tilbúið að taka þátt t' slíku. Hinsvegar verði að gera verulegar athugasemdir um hvemig að málinu var staðið því til dæmis haft ekkert verið rætt við for- ráðamenn deilda áður en tillagan var lögð fram. “Við höfum kannað laga- lega hlið þessa máls og ljóst að margt af þessum sérkjörum er bundið í kjarasamningum og því ekki hægt að segja þeim upp að hluta til, Það verði að segja upp öllum pakkanum. Er málið kom til umfjöllunnar í bæjarráði lét Magnús Jón Ámason bóka að þótt ljóst væri að bærinn yrði að ná rekstrarkostnaði niður væri til- lagan ekki nægilega vel undirbúin og fjölmörgum spumingum ósvarað. Til- lagan næði til a.m.k. 4 stéttarfélaga og við þau hefði ekkert verið rætt. -SJÁ BLS. 7 ...og þú lækkar bensínkostnaðinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.