Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Bæjaryfirvöld ætla að bjarga Miöbæ frá gjaldþroti Eignir taldar of hátt metnar f bæjarráði Björn með hluta af vegabréfunum. Sýning Byggðasafnsins Fágæt vegabréf frá stríðsárunum Bæjaryfirvöld ætla að bjarga Miðbæ Hafnarfjarðar hf. frá gjaldþroti með yfirtöku þeirra eigna sem bæjarsjóður á veð í, það er hótelturninn, auk þess að kaupa bílakjallarann undir Miðbæjar- húsinu af félaginu. Tillaga þess efnis var lögð fram á síðasta bæj- arráðsfundi. Eftir að tillagan kom fram lét Lúðvík Geirsson einn full- trúa minnihlutans bóka að hann teldi mat meirihlutans á andvirði hótelturnsins of hátt á móti áhví- landi veðum eða allt að 40% um- fram verðmat hjá fasteignasala. Það voru fulltrúar meirihlutans í Miðbæjarnefnd bæjarstjórnar, þeir Ingvar Viktorsson og Jóhann G. Bergþórsson sem fluttu tillöguna á fundi bæjarráðs. I tillögunni segir m.a.: “Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og Miðbæjarnefnd ásamt lögmanni að ganga til viðræðna við Miðbæ Hafnarfjarðar hf. um yfir- töku bæjarsjóðs á eignum þeim sem hann á veð í eða hefur greitt leigu fyrir til lengri tíma, ásamt því að tryggja að frá húsinu verði gengið þannig að starfsemi í því verði eðli- leg og unnt verði að selja yfirtekna eignir eða fá af þeim tekjur. Skilyrði til þess að gengið verði frá þessuni málum er að tryggt verði að SÍF kaupi húsnæði í hóteltuminum og flytji í bæinn. Jafnframt að öll ágreiningsmál milli Miðbæjar hf og bæjarsjóðs séu frágengin. Þá sé tryggt eins og frekast er unnt að gengið verði frá uppgjörum við undirverktaka og aðra lánadrottna sem ekki hafa fullnægjandi trygging- ar fyrir lánum sínum. Einn liður í því er að núverandi hluthafar leggi fram meira hlutafé í félagið og komi með frekari tryggingar eða geri aðrar sambærilegar ráðstafanir. Þegar og/ef samningar takast þannig að þessum skilyrðum sé sem best full- nægt séu þeir lagðir fram í bæjarráði til staðfestingar. Leiðarljós samn- ingsgerðarinnar sé að tryggja sem best hagsmuni bæjarsjóðs og bæjar- búa.” Yfirvofandi gjaldþrot Bókun Lúðvíks Geirssonar hljóð- ar m.a. svo: “Til að lágmarka fyrir- sjáanlegt tap bæjarsjóðs vegna yfir- vofandi gjaldþrots Miðbæjar hf. hef- ur Hafnarfjarðarbær fáa aðra kosti en leysa til sín þá eignarhluta þar sem meginábyrgðir bæjarsjóðs hvíla í svonefndum “hótelturni”. Sú efnislega tillaga sem hér liggur fyrir frá JGB felur í sér að mínu mati of hátt mat á virði tumbyggingarinn- ar á móti áhvílandi veðum eða allt að 40% umfram það verðmat sem ligg- ur fyrir frá fasteignasala ef 20 millj- ón kr. tryggingarvíxill er felldur inn í yfirtökuverðið. Þar til viðbótar sér undirritaður enga skynsemi í því að bæjarsjóður kaupi bílkjallarann, þann sama sem bærinn hefur þegar greitt leigugjöld fyrir til næstu 14 ára. Ljóst er að kjallarinn er sú eign hússins sem minnst verðmæti er í og eignarhald bæjarsjóðs mun kalla á ýmsar kröfur og skyldur varðandi rekstur hússins til næstu framtíðar. Litlir möguleikar eru á tekjum upp í væntanlegan rekstrarkostnað. Að framansögðu er ljóst að ég get ekki stutt framkomna tillögu eins og hún liggur fyrir....” A sýningu Byggðasafnsins, Hafnarfjörður frá landnámi til hernáms, sem nú stendur yfir í Smiðjunni er m.a. að finna um 1.600 hundruð fágæt vegabréf frá stríðsárunum. Vegabréfin voru gefin út af bandaríska hernum er hann levsti þann breska af árið 1942. Að sögn Bjöms Péturssonar for- stöðumanns safnsins voru þessi vegabréf gefin út til allra Hafnfirð- inga sem voru orðnir 12 ára eða eldri. “A þessum tíma voru Þjóðverjar að færa sig upp á skaftið í Evrópu og bréfrn átti að nota ef til útgöngubanns yrði gripið í kjölfar hugsanlegra loft- árása þeirra á landið,” segir Bjöm. Ekki er vitað til að vegabréf sem þessi hafi varðveist í jafnmiklu magni og þau sem hér em til sýnis. Sýningin verður opin til 17. sept- ember n.k. Annar áfangi Hvaleyrarskóla tekinn í notkun Langþráð aðstaða fyrir heimil- isfræðikennslu og heilsugæslu Annar áfangi Hvaleyrarskóla var tekinn í nutkun nú í upphafi skólaársins við hátíðlega athöfn í skólanum. I ávarpi Helgu Frið- finnsdóttur skólastjóra við þetta tækifæri kom m.a. fram að með þessum síðasta áfanga fengi skól- inn langþráða aðstöðu fyrir bæði heimilisfræðikennslu og heilsu- gæslu. Einnig fengi skólinn glæsi- lega tölvustofu og sjö kennslustof- ur í unglingadeild. Hvaleyrarskóli hefur nú starfað í fimm ár og í skólanum í vetur verða um 520 nemendur í 1.-10. bekk en nemendur voru aðeins 140 í 1.-5. bekk þegar skólinn tók til starfa. Næsta vor munu fyrstu nemendumir útskrifast úr skólanum. í vetur munu samtals 62 starfa við skólann, þar af 38kennarar. I upphafi máls síns sagði Helga m.a.: “Saga Hvaleyrarskóla er ekki löng því að 5 ár er ekki langur tími. En á þessum árum og þeim næstu er verið að leggja grunninn undir skólastarf í skólanum og það veltur á miklu að vel takist því þegar und- irstaðan er traustlega byggð eru meiri líkindi til þess að hægt sé að standa af sér áföll og erfiðleika sem alltaf verða á vegi manns í lífinu hvort sem það er í skólastarfi eða annarsstaðar. Skólahúsnæðið er bjart og fag- urt....og umhverfið allt jafnt utan Töluverður fjöldi gesta var viðstaddur er áfanginn var tekinn í notkun. Helga Eriðfinnsdóttir í nýju tölvustofunni. dyra sem innan er í alla staði til fyr- irmyndir og Hafnarfjarðarbæ og öll- um þeim sem lagt hafa hönd á plóg- inn við hönnun og byggingu hússins til mikils sóma.” Helga kom einnig inn á þær breytingar sem eru að verða á grunnskólunum með yfirtöku sveit- arfélaga næsta haust. Um það sagði hún: “Eins og við vitum öll eru breytingar í vændum. Grunnskólinn mun alfarið fara undir sveitarfélögin næsta haust og í vetur ganga í gildi ný grunnskólalög að miklu leyti en að öllu leyti á næsta skólaári. Eitt af því sem nýju grunnskólalögin segja fyrir um er að foreldraráð eigi að starfa við hvem grunnskóla. Hér við skólann eru starfandi öflug foreldra- samtök og hefur Hrólfur Kjartans- son deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu átt veg og vanda að stofnun þeirra. Mér er það sönn ánægja að gela sagt ykkur frá því að búið er að stofna foreldraráð hér við skólann og bind ég miklar vonir við samstarf við það og trúi því að sú samvinna muni efla og styrkja skólastarfið.” Annar áfangi Hvaleyrarskóla var boðinn út með alútboði í nóvember 1993. Verksamningur var undirrit- aður við Friðjón og Viðar hf. í janú- ar 1994. Fyrri hluti áfangans var tekinn í notkun haustið 1994 en seinni hluti nú og er skólinn þar með fullbyggður. DOLLI Falleg belja Kona sem er fastur viðskipta- vinur hjá Stúdíó Hár og húð kom þar inn í síðustu viku og sagði við Erlu, eigenda stofunnar, að hún yrði að koma með sér í húsdýra- garðinn hið fyrsta. Erla spurði konuna afhverju og fékk þetta svar. “Þama er belja sem er svo æð- islega falleg á litinn og þú verður að sjá, því ég vil að þú setjir þenn- an lit í hárið á mér,” svaraði kon- an. Tvöfalt eða ekkert Eins og kunnugt er af fréttum hafa tillögur um niðurskurð á ýmsum sérkjörum bæjarstarfs- manna valdið nokkurri ólgu með- al þeirra. Þeir Ámi Guðmundsson formaður STH og Tryggvi Harð- arson formaður sparnaðarráðs hittust við opnun hins nýja áfanga Hvaleyrarskóla. Þar ákváðu þeir að fara einn hring á golfvellinum til að ræða málið í friði og ró. Tryggvi lagði síðan til að þeir myndu spila upp á niðurskurðinn og bauð Áma að leggja undir tvö- falt eða ekkert. Ekki var því boði tekið en eftir því sem blaðið kemst næst mun hafa orðið töluverður árangur af þessum hring.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.