Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Badminton/Tennis Verið með í vetur. Byrjendahópar, keppnishópar og trimmtímar fyrir alla aldurshópa. Uppiýsingar í síma 896-5955. Badmintonfélag Hafnarfjarðar HAFNARFJARÐARBÆR Bættur rekstur Námskeið og ráðgjafarverkefni fyrir stjórnendur hafnfirskra fyrirtækja Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar og Iðntæknistofnun standa fyrir röð námskeiða og ráðgjafar þar sem fjallað verður um ýmis hagnýt atriði varðandi rekstur fyrirtækja, sem leitt geta til bættrar stöðu þeirra. Á tímabilinu frá 21. september 1995 til 18. febrúar 1996 verður fjallað um 10 meginatriði varðandi rekstur fyrirtækja. Námskeiðin skiptast í eftirfarandi flokka: 1. Stefnumótun 2. Markaðsmál 3. Vöruþróun 4. Stjórnun - Starfsmannamál 5. Fjarmál 6. Framleiðni - Vörustjórnun 7. Gæðastjórnun 8. Tölvuvæðing 9. Gerð viðskiptaáætlana 10. Framtíðarsýn - árangur í fyrirtækjarekstri Námskeiðin eru sérstaklega ætluð minni og meðalstórum fyrirtækjum á sviði þjónustu og framleiðslu. Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Iðnlánasjóður hafa styrkt undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Skráning fer fram til 15. september n.k. og er hjá Atvinnumálafulltrúa Hafnarfjarðar í síma 555 3444 eða hjá Iðntæknistofnun í síma 587 7000. HUSNÆÐISNEFND VIÐTALSTÍMI VERÐUR Á SKRIFSTOFU NEFNDARINNAR AÐ STRANDGÖTU 11,3. HÆÐ FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER FRÁ KL. 17.00 - 19.00. Með 300 tonn í Smugunni Togarinn Haraldur Kristjáns- son hefur verið að veiðum í Smug- unni að undanförnu og hafa afla- brögðin verið sæmileg. Togarinn er nú kominn með uin 300 tonn af flökum og er verðmæti aflans rúmlega 60 milljónir kr. Samkvæmt upplýsingum frá út- gerðinni mun Haraldur verða áfram í Smugunni þar til hann nær full- fermi eða 375 tonnum af flökum. Reiknað er með að hann verði þar út þessa viku en sigli heim á leið í næstu viku. Frá hátíðinni í Karlshavn í Svíþjóð Fjörukráin í “víking” í Svíþjóö og Þýskalandi Heppnaðist vel og vakti mikla athygli -segir Jóhannes V. Bjarnason veitingamaöur Hópur fólks á vegum Fjöru- krárinnar hélt úti “ferðafærum” víkingabúðum í Svíþjóð og Þvskalandi fyrr í sumar. Alls dvaldi hópurinn í um mánaðar- tíma á þessum slóðum og segir Jóhannes V. Hjarnason veitinga- maður á Fjörkránni að dæmið liafi heppnast vel og vakið mikla athygli. Hópnum hefur verið boðið víðsvegar til Evrópu á næsta ári í framhaldi af þessu. Ferðin hófst á víkingahátíð í bænum Karlshavn syðst í Svíþjóð en síðan var haldið til Gautaborgar þar sem dvalið var í tíu daga en ferðinni lauk svo á Rendsburger Herbst hátíðinni í Þýskalandi. “Þótt þetta hafi aðallega verið hugsað sem iandkynning hjá okkur létum við dæmið standa undir sér með sölu á íslenskum mat og minjagripum og á þessum stöðum sem við heimsóttum settum við upp 2-300 manna veitingastaði í víkingastíl,” segir Jóhannes. “Auk Víkingabandið tróð upp þar sem hópurinn fór. þss vorum við með ýmsar uppá- komur og Víkingabandið var með í för til að sjá um tónlistina. Þess má og geta að í Svíþjóð kynnti ís- lensk ferðaskrifstofa “Island resjer” ferðir til Islands.” í víkjngaveislum þeim sem hóp- urinn setti upp var lögð áhersla á íslenskan mat og drykki, fisk, kjöt, vatn, bjór og brennivín. Og allur hópurinn var að sjálfsögðu í vík- ingaklæðum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.