Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 9
FJARÐARPOSTURINN 9 Nýtt frá fjármálaráðuneytinu: Staðgreiðsla skatta af fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga Bréf rfkisskattstjóra I bréfi frá embætti ríkisskattstjóra til allra sveitarstjóma dags. 17. ágúst s.l. er athygli hlutaðeigandi aðila vakin á því að “um næstu mánaðamót taki gildi sú breyting að framfærslustyrk- ir sem sveitarfélög greiði til íbúa sinna verði ekki lengur undanþegnir staðgreiðslu. Styrkir þeir sem um ræðir eru m.a. beinar greiðslur í pen- ingum, svo sem húsaleigubætur og húsaleigustyrkir og aðrar greiðslur sem skattskyldar em í hendi móttak- enda en hafa hingað til verið undan- þegnar staðgreiðslu”. I bréfrnu segir ennfremur að “þessi breyting leiðir til þess að þær stofn- anir sveitarfélaganna sem borga út bætumar þurfa að krefja bótaþega um skattkort og reikna persónuafslátt bótatímabilsins í samræmi við skatt- kortið. Ef persónuafsláttur er full- nýttur hjá öðrum launagreiðanda eða ef skattkort er ekki lagt fram reiknast full staðgreiðsla af umræddum bót- um. Vænta má að flestir þeir sem al- menna félagslega aðstoð þiggja haft tekjur undir staðgreiðslumörkum, en slíkt er þó ekki algilt og þarf t.d. ekki að vera raunin varðandi viðtakendur húsaleigubóta skv. lögum nr. 100/1993”. Ný reglugerð Embætti ríkisskattstjóra sendi sveit- arstjómum unt leið nýlega reglugerð fjármálaráðuneytisins frá 3. júlí 1995 þar sem kveðið er á um að frá og með 1. september verði atvinnuleysis- tryggingabætur frá Tryggingastofnun ríkisins, framfærslustyrkir og uppbót á elli- og örorkulífeyri sem og ör- orkustyrkur vegna reksturs bifreiðar ekki lengur undanþegnar stað- greiðslu skatta. Frá þeim tíma beri því sveitarstjórnum að taka stað- greiðslu af launum, greiðslum og bótum, sem þau greiða skjólstæðing- um sínum. Skammur fyrirvari Þar sem skammur tími var til stefnu frá því að athygli sveitarfélaga var vakin á málinu átaldi framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga fjármálaráðuneytið skriflega fyrir að ekki skyldi haft samráð við sveitarfélögin varðandi þessa breyt- ingu og þann skamma íyrirvara sem geftnn var í framhaldi af gildistöku hennar. Fyrir hönd samtakanna fór hann fram á frest til n.k. áramóta svo sveitarfélögin gætu aðlagað sín greiðslukerfi þessari óvæntu breyt- ingu. Jafnframt því óskaði félags- málastjóri f.h. Hafnarfjarðarbæjar eftir sambærilegri frestun ákvæðis- ins. Þeirri beiðni var hafnað. Skila þarf skattkorti En þó fyrirvarinn haft verið skamm- ur hefur starfsfólk Félagsmálastofn- unar þegar haftð undirbúning svo hægt verði að bregðast við þessum reglugerðarfyrirmælum fjármála- ráðuneytisins. Þeir hafa þegar sent um 300 skjólstæðingum stofnunar- innar tilkynningar og óskað eftir að þeir skili skattkortum sínum inn til stofnunarinnar. Þeir sem ekki skila inn skattkortum geta orðið fyrir ein- hverjum óþægindum því skv. bréft embættis ríkisskattstjóra ber “að reikna fulla staðgreiðslu af umrædd- um bótum ef kortið er ekki lagt fram”. Helstu breytingar Fram að þessu hefur skattur af tekj- um skjólstæðinga Félagsmálastofn- unar verið reiknaður út eftir á og inn- heimtur með gamla laginu. Fyrir þá sem hafa verið yfir staðgreiðslu- mörkum, en þeir eru hlutfallslega fáir, hefur það haft ákveðið óhagræði í för með sér. Fyrir aðra hefur þetta skipt litlu máli. Helsta breytingin nú, að frátalinni sjálfri framkvæmdinni, er hins vegar sú að bein fjárhagsað- stoð við þá “tekjuhærri” lækkar í undantekningatilvikum sem stað- greiðslunni nemur og tekin verður staðgreiðsla af liðum, sem hingað til hafa verið undanþegnir henni, sbr. tilvitnun í bréf embættis ríkisskatÞ stjóra hér að framan. Utgjöld sveitar- félaganna vegna aðstoðarinnar verða þó engu minni en áður því þau þurfa að standa ríkissjóði skil á því sem honum ber. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi breyting hefur á heildarútgjöld sveitarfélaga varðandi fjárhagsað- stoð þeirra, en þau munu án efa verða nokkur. Ómar Smári Ármannsson Fjárhagsaðstoð sveitar- félaga Fjárhagsaðstoð af hálfu sveitarfé- laga getur verið í formi beinnar fjár- hagsaðstoðar, þ.e. beinn fjárstyrkur eða lán, vistgjalda til einkaheimila, fósturheimila og annar kostnaður sem tengist vistun, s.s. kostnaður vegna sumardvalar bams, vistgöld til stofnana, fjárhagsaðstoð vegna leigu á húsnæði, fjárhagsaðstoð vegna dvalar á sambýli, fjárhagsaðstoð vegna kaupa á þjónustu sérfræðinga, lögfræðiaðstoðar, tilsjónar, stuðn- ingsmanns o.þ.h. eða niðurgreiðsla daggæslu í heimahúsum. Þá getur slík aðstoð og verið veitt í sérstökum tilvikum, s.s. vegna tímabundinna erfiðleika, sem niðurfelling skulda eða styrkir af einstökum gefnum til- efnum. Skattskyldar tekjur að hluta Skv. upplýsingum ríkisskattstjóra hefur hluti fjárhagsaðstoðarinnar fram að þessu verið skattskyldur. Styrki hefur t.d. átt að telja fram sem tekjur á launamiðutn og lán hefur átt að færa til skuldar á framtali. Vist- gjöld hafa verið tilgreind sem verk- takagreiðslur til fósturheimila, en þær hafa ekki verið skattskyldar hjá foreldrum bamanna. Greiði sveitar- félög visttengdan kostnað hefur verið litið á það sem styrki og hann talinn Haustámskeið að hefj- ast hjá Rokkskólanum Rokkskólinn stendur fyrir 10 vikna námskeiði í haust í þriðja sinn. Námskeiðið hefst 18. septem- ber og stendur til 24. nóvember. Rokkskólinn býður upp á vandað tónlistarnám fyrir byrjendur og lengra komna. Kennslan fer að mestu fram í einkatímum en byrj- endunt í gítarleik er boðið að læra í 3-4 manna hópum. Rokkskólinn er einskonar farand- skóli þar sem kennt er bæði í Hafnar- firði og Reykjavík. Kennt er á kassagítar, rafgítar, trommur, bassa, píanó, hljómborð og kennt er að syn- gja. Kennslutími er sniðinn að þörf- um hvers og eins. Kennarar Rokkskólans em nokkr- ir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Andrea Gylfadóttir sér um söngkennslu, Guðmundur Pét- ursson og Stefán Hjörleifsson um gítarkennslu, Ásvaldur Traustason og Jóhann Hjörleifsson kenna á trommur og Eiður Arnarsson og Ró- bert Þórhallsson sjá um bassakennsl- una. Allar upplýsingar má finna í námsvísi sem liggur frammi í hljóð- færaverslunum og á kennslustöðum en símar skólans eru 896-2005 og 588-0255. (fréttatilkynning) Ef viðkomandi býr í ókeypis húsnœði í eigu sveitarfé- lags ber honum að telja það fram sem hlunnindi og er það metið til skattskyldra tekna. foreldri til tekna. Skólakostnaður sveitarfélaga eða kostnaður vegna dvalar barns á stofnun hefur hvorki verið talinn sem tekjur foreldris né vistmanns. Þegar sveitarfélag greiðir skjólstæðingi fjárstyrk vegna húsa- leigu hefur átt að telja hann til tekna á launamiða. Ef viðkomandi býr í ókeypis húsnæði í eigu sveitarfélags ber honum að telja það fram sem hlunnindi og er það metið til skatt- skyldra tekna. Taki sveitarfélag íbúð á leigu og framleigir skjólstæðingi hana á lægra verði en það greiðir sjálft telst mismunurinn vera almenn útgöld sveitarfélagsins, en ekki styrkur til viðkoamndi leigutaka. Veiti sveitarfélög skjólstæðingi fjár- styrk til að greiða föst almenn vist- gjöld á stofnun eða sambýli sveitar- félaga ber styrkþega að telja hann til tekna. Greiðslur sveitarfélaga til skjólstæðinga vegna sérfræðiþjón- ustu ber að telja fram til tekna, með undantekningum þó. Kostnaður sveitarfélaga vegna daggæslu bama í heimahúsum hefur átt að tilgreina á launamiða samkvæmt almennum reglum. Sýna þarf þolinmæði Af þessu má sjá að þegar fram líða stundir ætti staðgreiðsla af fram- færslustyrkjum og annarri fjárhags- aðstoð sveitarfélaga að auðvelda mörgum að gera skattayfirvöldum grein fyrir sínum málum. En á með- an fólk er að átta sig á þessari ný- breytni geta eðlilega vaknað spum- ingar, sem starfsfólk Félagsmála- stofnunar mun reyna að svara eftir bestu getu. Mikil vinna verður fólgin í því að reikna út staðgreiðslu hvers og eins. Líklegt er að ýmsir óvissuþættir og álitamál eigi eftir að koma í Ijós, en starfsfólk Félagsmálastofnunar er áhugasamt um að reyna að greiða úr þeim tilvikum á sem farsælastan hátt fyrir hvem og einn. Fólk er beðið um að virða tilmæli starfsfólksins og sýna þvíþolinmæði á meðan unnið er að undirbúningi framkvæmdarinnar. Omar Smári Ármannsson formaður félagsmálaráðs ÁHALDA- 0G TÆKJALEIGAN BONUS HÁVEG115, KÓPAV0GI SÍMI 554-1256 0G 896-1992 Jarðvegsþjöppur-Múrfleygur-Múrfræsarar- Víbratorar-Borvélar-Kjarnaborar-Slípirokkar- Rafsuðuvélar og rafstöðvar-Hitablásarar-(hita og rafmagnsj-Sláttuvélar og orf-Mosatætarar- Teppahreinsarar-Parkettvél VIÐ HÖFUM LÍKA OPIÐ A KVÖLDIN OG UM HELGAR Strandgötu 55 Sími 565-1213 og 565-1890

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.