Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Félagsmiðstöðin Vitinn Vetrarstarfið að hefjast Frá kraftakeppni Vitans s.l. vetur. Opnunartími Vitans veturinn 1995 - 1996 Mánudaga: Opið dagstarf fyrir 8. 9. og 10. bekk, 16:00 - 18:00 Diskótek/opið hús fyrir 8. 9. og 10. bekk, 20:00 - 22:30 Þriðjudaga: Opið dagstarf fyrir 8. 9. og 10. bekk, 16:00 - 18:00 Diskótek fyrir 7. bekk, 19:30 - 21:30 Miðvikudaga: Mömmumorgn- ar, mæður og börn þeirra, 10:00 - 12:00. Opið dagstarf fyrir 8. 9. og 10. bekk, 16:00 - 18:00. Klúbbakvöld/skemmtanir fyrir 8. 9. og 10. bekk, 16:00 - 18:00 Fimmtudaga: Opið dagstarf fyrir 8. 9. og 10, bekk, 16:00 - 18:00. Annað hvert kvöld er diskótek fyrir 5. og 6. bekk, 18:00 - 20:00 Föstudaga: Opið dagstarf fyrir 8. 9. og 10. bekk, 16:00 - 18:00. Fjölbreitt dagskrá fyrir 8. 9. og 10. bekk, 20:00 - 23:00 Starfsmenn Vitans eru alls 9 og hafa allir starfsmenn haldgóða menntun og reynslu af unglinga- starfi. Foreldrum er bent á að hringja eða koma og spjalla við starfsmenn ef þeir vilja fræðast frekar um starfsemina. Upplýs- ingar í síma 555 0404, mynd- sendir 555 0299. Forstöðumaður Vitans er Geir Bjarnason. Unglingastarf Starfsemi Vitans er miðuð að þörfum unglinga og er reynt að örva frumkvæði og ábyrgð þeirra sem stunda staðinn. Fastir liðir í dagskránni eru m.a. Menningar- vika, karaokekeppni, fræðslu- kvöld “Ut í óvissuna” þar sem enginn veit hvert farið er, spurn- ingarkeppni skólanna, krafta- keppni, ferðalög, árshátíð, borð- tennismót og bílskúrsbanda- kvöld. Öll dagskrá er auglýst nánar í skólunum og í fjörpakka sem dreift er í Vitanum og sendur er til þeirra sem eiga vitaskír- teini. Klúbbar Undirstaða að starfi Vitans byggist á hópastarfi og er blóm- legt klúbbastarf lykill að góðum árangri. Starfsmenn reyna að bjóða upp á ýmsa spennandi klúbba sem eiga að koma til móts við tómstunda-, félags- og fræðslusvið unglingsáranna. Ymsir klúbbar verða í boði fyrir þá sem áhuga hafa auk þess sem starfsmenn eru afar opnir fyrir nýjum hugmyndum s.s. Tónlista- klúbbur, Ferðaklúbbur, Vitafrétt- ir, Sælkeraklúbbur, 8. bekkjar- klúbbur, Kvikmynda- og mynd- bandahópur, Stelpuklúbbur, Hlut- verkaleikir (Role-Play) Vitaráð og Listaklúbbur. Auk þess eru ýmsir skammtímahópar stöðugt að starfa að ýmsum spennandi verkefnum. Dagskráin vikuna 11. sept - 15. sept. Mánudagur: Dagstarf hefst og opnunarball með hljómsveit - ókeypis inn. Þriðjudagur: Fyrsta ball fyrir 12. ára. Hljómsveitin Súrefni leikur fyrir dansi. Miðvikudagur: Kynningar- kvöld þar sem vetrarstarfið verð- ur lítillega kynnt og skráning hefst í klúbba. Fimmtudagur: Skemmtun fyrir 10. og 11. ára krakka. Föstudagur: 8. bekkjarball og starfsmenn kynna vetrarstarfið og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar fyrir þá sent mæta úr 8. bekk. (fréttatilkynning) Ómar Ástþórsson Munstruð og lituð steinsteypa eftir óskum kaupanda Nýlega hittum við ungan mann, Ómar Ástþórsson, sem var að ganga frá gangstétt og okkur fannst hann gera það nokkuð öðru vísi en við höfðum séð áður. Við tókum hann því tali og spurðum út í þessa aðferð sem hann notar. Ómar sagði okkur að þetta væri bandarísk hugmynd, sem hefði verið notuð í um 40 ár í Bandaríkjunum, en hingað lands hefði hún komið fyr- ir 10 árum. Það verður að fá sérstakt starfsleyfi til að vinna við þetta og hefur Ómar starfsleyfi til að vinna eftir þessari hugmynd í Hafnarfirði og Garðabæ. Stéttamar eru steyptar og sett lituð hersluefni í steypuna, síðan er púss- að og glattað. Þá er sett fínt duft og í það stimplað munstur eftir ákörðun og smekk kaupanda. Hægt er að velja um mikinn fjölda munstra. Að þessu loknu er stéttin hreinsuð upp og settur á hana steypugljái, sem lok- ar yfirborðinu og gefur stéttinni fal- legan gljáa. Þessa aðferð er auðvitað líka hægt að gera við alls konar plön og gólf. Einn kosturinn við þessa aðferð er að alltaf er hægt halda stéttinni, gólf- inu eða planinu eins og nýju með því að bera gljáann á aftur, eftir þörfum t.d. einu sinni á ári. Ef sprungur koma í steypuna er lítill vandi að gera við og eins ef þarf að komast undir stéttina, t.d. til að leggja hitalagnir eða annað, þá er bara sagað og síðan gert við aftur. í dag setja hins vegar flestir hita undir stéttar og plön strax. Þessi aðferð hefur reynst mjög vel hér á landi og setur fallegan svip á garða og stéttir Stúdíó - Dans Innritun hafin í símum 588-7664 og 555-3151 Kennt verður í samkomusal Hauka við Flatahraun. Verð: Pör kr. 13.900 Einstaklingar kr. 7.000 Börn kr. 5.900 Unglingar kr. 5.900 Dansar við allra hæfi. Kennsla hefst þriðjudaginn I8. september. Marta og Jóhanna, faglærðir danskennarar. Tónlistarskólinn fær inni á Suöur- götu 11 fram á vor Bjargar alveg okkar húsnæð- isvandræðum -segir Gunnar Gunnarsson skólastjóri Bæjarráð hefur samþykkt að hætta söluumleitunum á húsinu að Suðurgötu 11 og að í staðinn fái Tónlistarskólinn þar inni fram á vor. Gunnar Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans seg- ir að þetta bjargi alveg þeirra húsnæðisvandræðum þar til þeir geti flutt inn í nýja skólann. “Við fengum þarna inni með tvær stofur á síðasta vetri en nú getum við haft sex stofur í þessu húsi,”segir Gunnar. “Við munum því flytja hluta af kennslu okkar og starfsemi í þetta hús og það sem betra er, ekkert þarf að gera við húsnæðið og við getum því flutt hljóðfærin beint inn í stofurnar og byrjað að kenna.” Áð sögn Gunnar eru núna tæp- lega 500 nemendur í skólanum og biðlistar eftir kennslu á nánast öll hljóðfæri. Kennsla við skólann hefst þann 11. september.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.