Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 12
ALP BÍLALEIGA AðalskoSun hf. Þín bifreiðaskoöun! 555 33 55 Fi'amköllun á 24 myndum frá kr. 690,- FILMU.R & FRAMK#*LLUN Mibbæ - s. 565 4120 Heinaste landar hér í fyrsta sinn Tæp þús- und tonn af afurðum Verksmiðjutogarinn Heinaste hefur legið við bryggju í Hafnar- fírði undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem togarinn landar hér heima. Alls landaði hann tæp- lega 1.000 tonnum af afurðum, þar af rífíega 600 tonnum af karfa, 300 tonnum af mjöli og um 50 tonnum af lýsi. Heinaste hefur verið á út- hafskarfa frá í júní þannig að út- haldið var um þriggja mánaða langt. Með þessari löndun eru afurðir Heinaste orðnar samtals um 2.500 tonn. Togarinn sigldi með fyrsta afl- ann, 1.500 tonn, til Kanada og ríflega 500 tonnum var umskipað úr honum í japanskt flutningaskip á miðunum. Guðmundur Viborg útgerðarstjóri Sjólaskipa segir að útgerð Heinaste hafi gengið mjög þokkalega miðað við upphaflegar áætlanir. “Við hefð- um að vísu viljað sjá betri aflatölur en veiðin á Reykjaneshrygg hefur verið dræm að undanfömu,” segir Guðmundur. “Hinsvegar hafa engar bilanir komið upp og við erum með mjög góðan mannskap um borð.” Ahafnaskipti verða á Heinaste nú en áformað er að senda togarann aft- ur á úthafskarfamiðin í kvöld, fimmtudagskvöld. 7 Viðarsmótið Hið árlega Viðarsmót í handknattleik var haldið um nokkuð sterka leikmenn og að Sigurður Sveinsson gat síðustu helgi í íþróttahúsinu við Strandgötu. FH sigraði ekki leikið með vegna meiðsla. mótið með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir að hvíla -SJA BLS. 11 mynstruð og lituð steinsteypa . V eftir þínum óskum! SYNISHORN: kjKiii:* Fjallað um staðsetningu flotkvíar í höfninni Ákvörðunar er að vænta á morgunn Már Sveinbjörnsson fram- kvæmdastjóri hafnarinnar seg- ir að væntanlega verði tekin ákvörðun um staðsetningu flot- kvíarinnar í höfninni á morgun, föstudag. Hafnarstjórn mun þá koma saman til fundar og af- greiða málið. Nefnd sú sem skipuð var til að fjalla um þetta mál hefur farið ítarlega yfir alla möguleika sem til staðar eru á staðsctningu kvíarinnar innan garða og mun álit hennar l>ggJa fyrir á fundi hafnar- stjórnar. Már á sæti í nefndinni og hann segir að skoðaðir hafi verið möguleikar um alla höfnina. “Við höfum einnig skoðað sérstaklega þætti eins og mengun og mengun- arvarnir og hafnarskilyrði fyrir þetta tæki innan garða,” segir Már. “Við litum á kosti og galla við ýmsar staðsetningar en það er ljóst að kröfur um mengunarvarn- ir fara nokkuð eftir staðsetningu kvíarinnar. Þannig munu verða gerða meiri körfur um mengunar- varnir ef kvíin verður staðsett sunnan í höfninni þar sem hún yrði í grennd við matvælaiðnað- inn þar.” Nefnd sú sem sett var á lagg- irnar til að kanna þetta mál er skipuð þeim Má Sveinbjörnssyni og bæjarfulltrúunum Valgerði Sigurðardóttur og Tryggva Harð- arsyni.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.