Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Miklar umræður um Miðbæ hf. í bæjarstjórn Tillögu um að aflétta trúnaði var vfsað frá MYJAR VÖRUR Fjarðargötu 17 Miklar umræður urðu um mál- efni Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag- kvöld. Stóðu þær yfir í rúma fjóra tíma og hitnaði mönnum oft í hamsi. Magnús Jón Árnason flutti tillögu um að aflétt yrði trúnaði sem ríkt hefur í málinu, einkum hvað varðar úttektir ráðgjafafvrir- tækisins Sinnu hf. á stöðu Miðbæj- ar en fulltrúar meirihlutans vísuðu þeirri tillögu frá. Ákveðið hefur verið í bæjarráði að ganga tii við- ræðna við fulltrúa Miðbæjar hf. en Ingvar Viktorsson bæjarstjóri seg- ir að það sé algert skilyrði af hálfu bæjaryfirvalda að SÍF flytji í hót- elturninn ef bærinn á að yfirtaka þær eignir sem hann á veð í. Það var Jóhann G. Bergþórsson sem hóf umræðuna um Miðbæ hf. og hann sagði m.a. að miðbæjarhúsið væri staðreynd, veittar hefðu verið bæjarábyrgðir og að hagsmunum bæjarins í málinu væri ekki best borgið með því að stinga höfðinu í sandinn heldur yrði að leita lausnar á breiðum grundvelli. Þá væri ljóst að öll umfjöllun um málið í fjölmiðlum hefði skaðað þann rekstur sem væri í húsinu. Það væri með ólíkindum að bæjarfulltrúar gætu ekki samþykkt að leita eftir leiðum til að bjarga mál- inu. Lúðvík Geirsson sagði m.a. að spumingin væri hvemig hægt væri að lágmarka tap bæjarsjóðs í þessu dæmi og það væm áhöld um hvort skynsamlegra væri að bíða átekta eða fara í björgunaraðgerðir. Lúðvík taldi síðan saman hve miklar upphæðir bæjarsjóður hefði reitt fram í mið- bæjarhúsið þar á meðal ábyrgðir, vangoldin gatnagerðar- og fasteigna- gjöld, leiga á bílakjallara og víxill en samanlagt væri þetta um 400 millj- ónir kr. að lágmarki og því spuming hvort bæjarsjóður eða Miðbær hf. hefði byggt húsið. Enn ekki fokhelt Fram kom síðar á fundinum að ekki væri hægt að rukka inn fast- eignagjöld af húsinu þar sem það væri enn ekki fokhelt og því ekki á fasteignaskrá. Til að hægt hefði verið að rukka inn fasteignagjöld hefði þurft að skrá húsið fyrir desember í fyrra en byggingarfulltrúi hefði harð- neitað að gera slíkt þar sem húsið væri ekki fokhelt. ekki að þau skilyrði ættu við um þetta mál. Fulltrúar meirihlutans voru á öðru máli og er hér var komið sögu var mönnum orðið svo heit í hamsi að þeir ásökuðu hvor annan um að vera ekki læsir. Tillaga meiri- hlutans um frávísun á tillögu Magn- úsar Jóns var síðan samþykkt. VERTU MEÐ I Stelpur! Erobikk tímarnir eru byrjaðir aftur! Magnús Bess Islandsmeistari í vaxtarækt Verðlisti: Mánaðarkort 3ja mán. kort 10 tíma kort Stakir tímar Opnunartímar: Mán. - fim. Föstudaga Laugardaga Sunnudaga 3900 9900 3500 500 13.00-21.30 13.00-20.00 11.00-16.00 12.00-15.00 IKflmSRÍEKTflRSTOÐ Lækjargötu 22, Hafnarfirði, sími 65 54 54 Ingvar Viktorsson bæjarstjóri sagði m.a. að hann hefði lagt fram til- lögu um viðræður við forráðamenn Miðbæjar með það eitt í huga að hagsmuna bæjarins yrði gætt og taldi að allir gætu fallist á viðræður. “Eg er þeirrar skoðunnar að bærinn eigi ekki eftir að tapa á þessum viðskipt- um enda skilyrt að SÍF komi í bæ- inn,” sagði Ingvar. Fleiri tóku til máls, m.a. um þann trúnað sem ríkt hefði í samskiptum meirihluta bæjarstjómar við Mlðbæ hf. en í framhaldi af því lagði Magn- ús Jón Ámason fram tillögu um að þeim trúnaði yrði aflétt. Spunnust töluverðar umræður í framhaldi af því m.a. um fundarsköp og 42. gr. sveitarstjómarlaganna þar sem fjall- að er um trúnaðarmál í meðförum sveitarstjóma. Þar eru sett ströng skilyrði fyrir því að trúnaði sé komið á en fulltrúar minnihlutans töldu alls Leiðbeinandi Þór Sverris UMGUIUGA-EROBIK 4 vikur kr. 3900,- m/5 tima Ijósakorti kr. 4400,- 8 vikur, kr. 7.500,- m/5 tíma Ijósakorti kr. 8000,- HRESS LIKAMSRÆKT OG LJOS BÆJARHRAUNI 4, HF. SÍMI 565 2212 Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarfið hafið Vetrarstarf Bridsfélags Hafnar- fjarðar hófst s.l. mánudag með eins kvölds barometer með Mon- rad-röðun. Næsta mánudag verð- ur aftur eins kvölds barometer með sama sniði. Dagana 25. september til 16. októ- ber verður aðaltvímenningur félags, A-Hansen mótið- barometer. Dagana 23. október til 6. nóvem- ber verður minningarmót um Krist- mund Þorsteinsson og Þórarinn Andrewsson- mitchell. Aðalsveitakeppni félagsins hefst svo 20. nóvember og stendur fram á næsta ár. Þann 4. desember verður keppt við Bridsfélag kvenna, 18. desember verður jólasveinamót með óvæntum glaðningi og 28. desember verður Jólamót BH og Sparisjóðs Hafnar- fjarðar sem spilað verður í Þöngla- bakka 1. Spilastaður BH í vetur verður fé- lagsálma gamla Haukahússins, inn- keyrsla frá Flatahrauni. Keppnis- stjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Sigríður Júlía Við Hamarinn Laugardaginn 16. september opnar Sig- ríður Júlía Bjarnadótt- ir sýningu á verkum sínum í sýningarsaln- um Við Hamarinn að Strandgötu 50. Yfirskrift sýningarinn- ar er “renningar”. Sigríð- ur Júlía útskrifaðist úr Myndlistar- og hand- íðaskólanum 1988 og stundaði nám í San Francisco Art Institute 1989-90. Sýningin stendur til 1. október og er opin alla dagafrákl. 14.-18. Stúdíó - Dans Innritun hafin í símum 588-7664 og 555-3151 Kennt verður í samkomusal Hauka við Flatahraun. Verð: Pör kr. 13.900 Einstaklingar kr. 7.000 Börn kr. 5.900 Unglingar kr. 5.900 Dansar við allra hæfi. Kennsla hefst þriðjudaginn 18. september. Marta og Jóhanna, faglærðir danskennarar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.