Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Slappað af í stofunni heima. gera mikið úr því en segist þó hafa tekið próf í svifflugi á sínum yngri árum og eiga góðar minningar frá þeim tíma, bæði frá fluginu sjálfu og ekki síður frá allri vinnunni í sam- bandi við flugið. Þá vann hann líka við að reisa flugskýli þarna upp á Sandskeiði. Þeir voru þrír héðan úr Hafnarfirði sem byrjuðu að stunda saman svifflug, en það datt að miklu leiti upp fyrir vegna þess hve erfitt var á þeim árum að komast upp á Sandskeið. Þetta spjall okkar Eiríks er búið að vera notalegt. Þessi rólegi yfirlætis- lausi maður hefur róandi áhrif á um- hverfið í kringum sig. En áður en við slítum þessu langar mig að spyrja hann um fjölskylduhagi hans. Ég var búinn að hitta hans elskulegu konu, en hvaðan er hún? “Bryndís er Hafn- firðingur eins og ég. Við bjuggum ekki langt frá hvort öðru í æsku. Við kynntumst aftur eftir að ég kom heim frá París. Aður var ég giftur Ragn- heiði Kristjánsdóttir sem ég kynntist á Vífilstöðum. Við skildum. Við Bryndís höfum eignast tvö böm, en við misstum dóttir okkar s.l. vetur.” Eiríkur verður þögull drjúga stund og ég finn að hann á erfitt með að tala um þetta, síðan segir hann, “við vor- um stödd í Florída þegar við fengum fréttirnar um hve alvarlega hún var veik. Það var mikið áfall. Við höfðum farið til að heimsækja fyrryerandi sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Hr. Cobb og frú. Ég hafði málað af þeim portret mynd á meðan þau voru sendiherrahjón hér. Á myndinni voru þau upp á klædd. Seinna voru þau heiðruð af Forseta íslands og nú lang- jafnvel þótt teikningar hans hafi verið hengdar upp um alla veggi í skólastof- unni. Hann segist hins vegar hafa ver- ið fádæma lélegur í reikningi, en það hafi verið litið fram hjá því vegna teiknikunnáttunnar. Hann segir að það hafi verið sama hvert hann fór, hann reyndi alltaf að hafa með sér teiknikompuna og alltaf dreymdi hann um að komast í myndlistamám. Það var því hvalreki fyrir hann þegar nokkrir ónefndir Hafnftrðingar kost- uðu hann til að fara til kvöldnáms í myndlist hjá þeim Finni Jónssyni og Jóhanni Briem, en þeir voru með kvöldskóla í gamla menntaskólanum í Reykjavík. Kenndi Jóhann aðallega teikningu og vatnslitun, en Finnur málaralist. Þetta var eins og nýr heim- ur fyrir hinn unga svein sem var þama lang yngsti nemandinn, en lét það ekki á sig fá og gekk vel. Ekki varð um frekara nám í bili, því stríðið skall á og þá var unnið eins og hægt var, en listaáhuginn var alltaf fyrir hendi og því sótti Eiríkur um inngöngu í Hand- íða- og Myndlistarskólann árið 1946. Þar var Eiríkur við nám í tvö ár að frá töldum nokkrum mánuðum sem hann varð að dveljast á Víftlstöðum, þar sem hann hafði greinst með snert af berklabólgu í öðru lunganu. Árið sem Eiríkur útskrifast úr skólanum hélt hann sína fyrstu sýningu í Sjalfstæðis- húsinu við Strandgötu. Á þessari fyrstu sýningu sinni seldi hann upp allar myndimar og fyrir ágóðann af því gat hann haldið til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann stundaði nám í tvö ár. I Kaupmannahöfn sökkti Eirík- ur sér niður í námið og stundaði list- sýningar af miklum móði. Þama var hann í góðum félagsskap ýmissa ís- lenskra listamanna. Eftir heimkomuna vann hann ýms störf sem til féllu, en fór síðan til Parísar og þaðan fór hann í ferðalag til Spánar og Norður-Afr- íku. Slík ferðalög Islendinga voru mjög fátíð á þessum árum, þó þau séu ekki til að tala um (dag. "Mér datt nú aldrei í hug að ég gæti lifað á listinni,” segir Eiríkur “þess vegna fór ég að vinna við við ýmislegt eins og kennslu og síðar lærði ég prentmyndasmíði og vann við það nokkuð lengi. Ég tók þátt í nokkrum samsýningu “framúrstefnustrákana” eins og við vorum kallaðir og hélt Unnið að næsta málverki. nokkrar einkasýningar.” Með árunum fer Eiríkur að fara nýjar leiðir í list sinni og segir skilið við afstraktmyndir og á sýningu sem hann heldur upp úr 1970 sem náði yfir 10 ára tímabil í listsköpun hans selur hann jafnmargar afstraktmyndir og myndir sem hann hafði nýlega málað. “Á þessari sýningu seldi ég mjög vel. Það vel, að ég gat lifað nokkum tíma af innkomunni. Á þessum tíma vann ég á auglýsingastofu með Helgu Sveinbjömsdóttir. Hún hvatti mig til að reyna að lifa á listinni og það hef ég gert síðan. I dag mála ég það sem mér finnst skemmtilegast hverju sinni og fólkið virðist fylgja mér eftir. Ég held sýpingar yfirleitt svona á 2-3 ára fresti. Ég held yfirleitt stórar sýningar. Annars kemur mikið af fólki hingað heim til að skoða og kaupa,” segir Ei- ríkur. Golf og svifflug Ekki hefur farið fram hjá þeim sem þekkja til Eiríks að hann er mikill áhugamaður um golf og góður golf- spilari. Hvað vakti áhuga hans á golf- inu? "Þú mannst kannski eftir Kana- sjónvarpinu, þessu í sauðalitunum? Þeir sýndu talsvert frá golfkeppnum og mér fannst þetta áhugaverð fþrótt. Vinur minn, Gísli Sigurðsson, rit- stjóri Lesbókar Morgunblaðsins, var ritstjóri Vikunnar og þegar hann hætti þar þá fékk hann hálft golfsett að gjöf. Við fórum að reyna fyrir okkur upp á Grafarholtsvelli og ég fann fljótt að golftð átti vel við mig, inni- setumanninn. Það slógust svo fleiri í hópinn og við stofnuðum Golfklúbb- inn Keili. Við fórum að leita að landi til að spila á og eftir að hafa skoðað nokkra staði varð Hvaleyrin fyrir val- inu. Völlurinn var fyrst bara 6 holur og það þótti mér alveg nóg. Ég var gersamlega búinn eftir það, úthaldið var nú ekki meira. Síðar varð ég líka stofnfélagi í Golfklúbb Setbergs. Þeir hafa verið svo elskulegir í báðum klúbbunum að gera mig að félaga nr.l. Ég hef teiknað merki fyrir báða klúbbana, ásamt merki fyrir Lands- samband eldri kylfinga. Mér þótti vænt um að fá að gefa þeim þessi merki og að þeir skyldu vilja nota þau. Golfið hefur gefið mér mikið. Það er góð útivist, reynir á mann og þar hitti ég gott fólk. Ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að keppa fyrir Islands hönd á Evrópu- mótum öldunga og í dag tek ég þátt í sérmótum fyrir eldri kylfinga,” segir Eiríkur og það er auðheyjt að golfið er mikið áhugamál hans. Ég hafði séð í blaði að Eiríkur hafði verið í svifflu- gi hér áður fyrr. Hann vill nú ekki aði þeim að heiðurskrossinn yrði bætt inn á myndina. Ég hefði nú einhvern tíma hlegið að þessu, en ég fór og bætti krossinum inn á myndina. Við vorum sem sagt stödd hjá þeim þegar við fengum fréttir af veikindum henn- ar.” Áður en ég kveð þennan Ijúfa lista- mann, göngum við aðeins inn í vinnu- stofu hans. Hann segir að þar sé nú ekki mikið að sjá, enda tvær sýningar í gangi. Ég tek af honum mynd við vinnuborðið og síðan fylgir hann mér fram. Bryndís situr í stofunni við skriftir. Hún stendur upp og kveður með hlýju handarbandi. Þegar ég kveð Eirík Smith á heimreiðinni blas- ir útsýnið enn við. Það fer ekki. Lista- maðurinn fær að njóta þess áfram. “Það eru aðeins 120 metrar niður á fyrsta teig,” segir Eiríkur brosandi og bendir mér niður á Setbergsvöllinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.