Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 14.09.1995, Blaðsíða 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Skipulagsnefnd fjallar um flutning sýslumannsembættisins Algerlega óviðunandi að markmiðum sé raskað Á fundi skipulagsnefndar í flutning sýslumannsembættisins síðasta mánuði var fjallað um úr miðnænum og upp á Bæjar- Mikið úrval er ávallt á boðstólum í Ostabúðinni Auka eigin framleiðslu og flytja inn osta í þau þrjú ár sem þau hjónin María Ólafsdóttir og Þórarinn Þór- hallsson hafa rekið Ostabúðina við Fjarðargötu hafa þau sífellt verið að auka úrvalið, bæði á eigin fram- leiðslu og aðkeypptum ostum. Nú eru þau að hefja innfluttning á ostum frá Hollandi og Sviss, eru reyndar þegar byrjuð að flytja inn osta. Það var skemmtileg reynsla sem blaðamaður Fjarðarpóstsins varð fyrir í einum stórmarkaðinum í Reykjavík, þegar hann var að skoða ostaúrvalið að þar að heyra fólk vera að dásama ostana frá Ostabúðinn í Hafnarfirði, bæði verð og gæði. Við litum því inn hjá þeim hjónum og spurðum þau hvað væri helst á döf- inni hjá þeim. Þau sögðu að þau væru farin að flytja inn osta frá Hollandi og Sviss auk þess sem þau eru að auka fjölbreytni í eigin framleiðslu. Þau segjast ætla að flytja inn ostategundir sem ekki eru framleiddar hér á landi. Frá Hollandi fá þau Green Valley osta og Reykosta og frá Sviss koma Emmental og Roclett ostar. I haust koma þau með á markaðinn Brie ost með hvítlauksrönd og Brie ost með gráðostarönd. I dag eru þau með sér- framleiðslu á 7 ostarúllum, 4 brie teg- undum, auk þess ostatertur og osta- bakka af mörgum stærðum. Þá em þau með veisluþjónustu og ostapinna. Þegar ég spyr þau hjón hvemig móttökur ostaframleiðsla þeirra hafi fengið, þá segja þau að þau geti ekki kvartað yfir móttökunum. I byrjun hafi þau aðeins framleitt fyrir eigin verslun, en í dag dreifi Osta og smjör- salan ostum þeirra út um allt land. Þau segjast hafa fengið góðar móttökur hjá Hafnfirðingum og í nágrannabyggð- um. Viðskiptin hafi verið að aukast, bæði í ostum sem þau framleiða sjálf og eins í ostakökum og veisluþjónust- unni. Þá segjast þau reikna með að innfluttu ostamir verði vinsælir, að minnsta kosti til að byrja með. Ostabúðin er opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 9-18 og laugardaga 10-16. Mikið um að vera hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar Nú er að hefjast fímmtugasta og fyrsta starfsár SH og það með glæsibrag. Starfið byrjar af fullum krafti í báðum laugunum og er full ástæða til kynna sér hvað er að gerast. Um miðjan september verður sundþing SSI en þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um sundárið og framtíð félaganna. Heitasta málið er hvemig standa eigi að Smáþjóða- leikunum 1997, en þeir eiga að vera á íslandi og er víst ekki seinna vænna að hefjast handa við að undirbúa þá. 30. september verður haldið Af- mælismót SH og er boðið til þess nokkmm spretthörðustu sundmönn- um landsins enda mótið. sprettsunds- mót. Þá em garpar sérstaklega boðn- ir velkomnir. Nokkrar breytingar verða á þjálf- aramálum í ár. Klaus, sem verið hef- ur með A og B hópa umliðin ár fær- ir sig um set á milli hópa og í stað B hóps tekur hann við C hóp. I hans stað kemur Vilborg sem tekur B hóp fram eftir hausti, en þá flyst hún af landi brott. I hennar stað kemur Þur- íður Einarsdóttir, sem þjálfað hefur á Seyðisfirði um langt skeið. Hún synti reyndar fyrir SH á ámm áður og fögnum við henni heim á ný. Ymsar hugmyndir krauma með komu henn- ar og verðum við að bíða og sjá hvað upp úr pottunum kemur. Kristín verður áfram með D- og E hópa og við bætist Davíð, syndari í A hóp, sem tekur við E hóp í Sundhöll, en Kristín verður í Suðurbæjarlaug. Frá þjálfun hverfur Kristinn og eru hon- um þökkuð vel unnin störf. Bjöm verður áfram með F hóp og verið er að reyna að bæta við tímum fyrir hann, en það er erfitt. hraun. Samþykkt var ályktun þar sem m.a. segir að nefndin vilji ítreka við bæjarráð og bæj- arstjórn mikilvægi þess að skipulagsáætlunum sé fram- fylgt. I skipulagi Hafnarfjarðar sé gert ráð fyrir að í miðbænum sé aðsetur allra helstu stjórn- sýslustofnana og því algerlega óviðunandi að þeim markmið- um sé raskað. í heild sinni er ályktunin þan- nig: “Skipulagsnefnd Hafnar- fjarðar vill ítreka við bæjarráð og bæjarstjórn mikilvægi þess að skipulagsáætlunum sé framfylgt og telur algerlega óviðunandi að utanaðkomandi aðilar taki fljót- færnislegar og órökstuddar ákvarðanir og raski þannig mark- miðum sem sett eru fram í deili- og aðalskipulagi Hafnarfjarðar. I skipulagi Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir að í miðbænum sé aðsetur allra helstu stjórnsýslu- stofnana. Það er því algerlega óviðunandi að flutningur stórra stofnana úr miðbæ, s.s. ákvörðun um flutning sýslumannsembættis- ins í úthverfi bæjarins, á svæði þar sem ekki er gert ráð fyrir að slík starfsemi sé staðsett, gjör- bylti áhersluatriðum skipulagsins. Flutningur sýslumannsembættis- ins raskar því megin markmiði skipulagsins að miðbærinn verði þungamiðja bæjarlífs í Hafnar- firði... Skipulagsnefnd vill benda á samstarfssamning sem gerður var við Héraðsdóm Reykjaness og sýslumannsembættið í Hafnarfirði um byggingu stjórnsýsluhúss fyr- ir embættin á lóð neðan núverandi ráðhúss, og er þar gert ráð fyrir staðsetningu til frambúðar. Það er von skipulagsnefndar að bæjarráð kanni allar mögulegar leiðir til að fyrirbyggja að megin- atriði í skipulagi séu svo gersam- lega sniðgengin sem gerist með flutningi sýslumannsembættisins úr miðbænum” þítt eigið útibú! Með Heimabanka Islandsbanka geturðu sinnt flestum bankaviðskiptum þínum frá heimilinu. Þú getur fært á milli reikninga, greitt gíró- og greiðsluseðla, skuldabréf og víxla, skoðað stöðu reikninga, séð færslur strax og þær hafa verið framkvæmdar, skoðað allar færslur tékka- og innlánsreikninga, prentað út þín eigin reikningsyfirlit, fylgst með stöðu kreditkortareikninga, reiknað út greiðslubyrði lána og kostnað við lántöku og flett upp í þjóðskrá. Líttu inn hjá okkur á Strandgötu I eða Reykjavíkurvegi 60 og kynntu þér þessa merku nýjung. ISLANDSBANKI Strandgötu I og Reykjavíkurvegi 60 Sími 555 4400

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.