Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Síða 1
) FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 32. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 21. september Verö kr. 100,- 5550888 5-650-666 Brotist inn hjá Dröfn á Strandgötu Köfunarbúnaði fyrir milljón krónur stolið Köfunarbúnaði að verðmæti yfir milljón krónur var stolið frá Dröfn aðfararnótt mánudagsins. Búnaðurinn var að mestu í eigu Sjóverks en einnig var búnaði sem áhugakafari geymdi á staðnum stolið. Árni Kópsson kafari sem unnið hefur með búnaðinn að undanförnu segir að þetta sé sér- hæfður búnaður fyrir atvinnu- Almenningsvagnar Fargjöld- in hækka Fargjöld Almenningsvagna bs hækka 1. október að meðal- tali um 15% en mesta hækk- unin er á einstökum fargjöld- um fullorðina eða rúm 18%. Þau hækka úr 110 kr. og í 130 kr. farið. Græna kortið hækk- ar úr 2.900 kr. og í 3.400 kr. og verð á fargjöldum aldraðra og öryrkja hækkar um 10%. Eftir hækkanir er gjaldskrá AV að öðru leyti þannig að far- miðaspjöld með 10 miðum kosta 1.100 kr. Einstakt gjald barna 6 - 12 ára kostar 55 kr. og farmiða- spjöld fyrir þennan aldurshóp með 20 miðum kosta 550 kr. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri segir að þeir hafi enn ekki feng- ið bréf frá AV um þessar hækk- anir. Hinsvegar hafi það legið fyrir að græna kortið var of lágt og nauðsynlegt að hækka það. Hafnarfjörður borgi nú 60-70 milljónir kr. á ári með AV og Kópavogur álíka upphæð. menn og hann geti ekki séð hvern- ig þjófarnir ætli að koma honum í verð hérlendis því allir viti hvað- an hann er kominn. Að undanförnu hefur Sjóverk unnið við viðhald og endurbætur á dráttarbrautinni hjá Dröfn og var köfunarbúnaðurinn notaður við það verkefni. Þjófnaðurinn kemur sér illa fyrir þá sem unnið hafa við þetta verk. “Við höfum reynt að snapa búnað hér og þar til að geta haldið áfram og ég á alveg von á að þetta bjargist,” segir Ámi. “Mér finnst merkilegt að nokkrum skuli detta í hug að stela þessu frá okkur því það er fjarlægur möguleiki að hægt sé að koma þessu í verð hérlendis. Það væri álíka og að stela tölvukerfinu frá Hagkaup og reyna svo að selja Bónus það.” Rannsóknarlögregla ríkisins vinnu nú að rannsókn málsins svo og tveimur öðrum innbrotum sem áttu sér stað aðfararnótt mánudags- ins en brotist var inn í Langeyri við Hjörleifsgötu en litlu stolið og brot- ist var inn í bíl við Álfhólsveg og úr honum stolið útvarpi og hljómflutn- ingstækjum. Skóverslun Hafnarfjarðar Miðbæ s* 565-4960 CARNÉJ MEN S WEAR Glæsilegt úrval af haustfatnaði á sanna herramenn Skófatnaður á alla fjölskylduna

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.