Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 2
2 FJARDARPOSTURINN Gildir frá fímmtudegi 21. sept til miö- vikudags 27. sept. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Það hvílir margt á herðum þínum um þess- ar mundir og þú leysir verkefni þín af hendi aðfínnslulaust, en sennilega myndir þú nú gera þetta á allt annan máta ef þú fengir sjálf(ur) að ráða ferðinni. Þér er óhætt að fara íhuga að jólagjófunum, það er ekki víst að þú verðir í bænum um jólin. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Fiskamir eru fómfúsir, hjálplegir og auð- trúa og þeir mega stundum varast þá sem notfæra sér liðlegheit þeirra. Til er nefni- lega fólk sem mergsýgur þá sem granda- lausir eru fyrir svikum og einmitt þá sem trúa því að svona nolckuð sé ekki til í ná- unganum. Allir eru góðir. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Það virðast þér engin takmörk sett þessa viku. Svo láttu þér ekki detta það í hug að dreyma bara um hlutina. Framkvæmdu það sem kemur í hug þinn, þú getur allt núna. Sértu á lausu, er ástin mjög nálægt. Vertu opin(n) og mótttækileg(ur). Og áfram nú! Nautiö (20. apríl - 20. maí) Einhver eltir þig á röndum og er yfír sig hrifin(n) af þér. Finnurðu þetta ekki, jarð- bundna naut? Þurfa alltaf að vera rök fyrir Öllu svo þú trúir? Prufaðu nú að hlusta á og skynja þína innri rödd og tilfinningu. Það kemur þér áræðanlega á óvart hve ná- kvæmt það er. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Þú ert alveg sérstaklega jákvæð(ur) og þér fínnst gaman að lifa. Þrátt fyrir að ástarlíf- ið gengur ekki alveg eins og best verður á kosið. Það koma tímar og það koma nýjar ástir. Betra er að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað. Þetta þarf ekki að segja þér. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Það er mikið um að vera hjá þér og þér finnst eins og allt sé að hvolfast yfír þig á sama tíma. Taktu nú á þínum stóra og byrj- aðu á byrjuninni, grunnurinn er í flækju. Finndu réttan enda og svo er að vinda skipulega einn hring í einu þar til að hinum endanum er komið. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Þú mátt þakka fyrir að það skuli vera létt yfir þér því það eru leiðindarpúkar í kring- um þig, kvartandi og kveinandi og allt ómögulegt. Þessari neikvæðni er þó ekki beint að þér, en ef þú gæfir þér tíma gætir þú hreinsað andrúmsloftið. Ljónið er svo skynsamt. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Já, það borgar sig stundum að vera vak- andi, annað fólk gerir mistök. Það eru svo sárafáir fullkomnir. Þá þarf að hafa taland- ann í lagi og ná fram rétti sínum sem oft reynist meyjunnni erfitt. En æfingin skapar meistarann. Betra er að kynna sér máliö en að fara í fýlu. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Notaðu tímann fram að mánudag til að skipuleggja þig fram í tímann. Þú veist hver tilgangur þinn er og í byrjun vikunnar getur þú lagt alla áherslu á stjómunarhæfi- leika þína. Gamlir keppinautar og áskor- endur eru úr sögunni. Vandaðu góða fram- leiðslu, enn betur. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Merkilegt hvað sumt fólk er staðnað. Það fer ekkert eins í þínar fínustu en þegar þessar hægfara skjaldbökur eru að skipta sér af því þegar þú vilt fara ótroðnar slóðir. Gott, láttu engan tefja fyrir þér og vertu æf- inlega frjáls ferða þinna. Skjaldbökumar komast líka sínar leiðir. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Þú kemur til með að leggja mikið á þig vegna vinnu og vinnufélaga í vikunni. Eitt- hvað er um að vera á þeim bæ. Burt séð frá því er þetta ósköp venjuleg vika og til- breytingalítil fyrir þig persónulega. Þig lúmst langar að getað stjómað framtíðinni. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Smá frí er í uppsiglingu og um að gera að njóta þess. Það er ekki lengd tímanns sem skiptir mestu máli, heldur hvernig tíman- um er varið. Þurfir þú að leysa eitthvert leyðindarmál, þá mundu bara að betra er að gera það á skynsamlegan máta, í rólegheit- um. Engan æsing. Brostu blítt. Til hamingju með Hafnarfjarðarleikhúsið Leikfélagið Hermóður og Háðvör hefur nýlega hafið sýningar á sínu fyrsta leikriti, Himnaríki eftir Árna Ibsen. Ekki er hægt að segja annað en að þetta upphaf á starfi leikhússins lofi góðu um framhaldið. Á yfirborðinu er efni verks- ins ekki hástemmt, bráðfyndin helgarferð nokkurra vina í sum- arbústað með öllu tilheyrandi. Gauji, Tryggvi, Beggi og Stein- unn eru gamlir vinir og Stein- unn reyndar lika systir Begga, fyrrverandi kærasta Gauja og núverandi kærasta Tryggva. Ætlunin er að eyða "dúndur- helgi" í sumarbústað "pabba hans Tryggva" ásamt tveimur nýjum vinkonum en flest fer á annan veg en ætlað er. Leikritið gerist í umræddum sumarbústað sem stendur í miðju leikhúsinu og myndar tvö svið, annað innandyra og hitt utan og er leikið á báðum svið- um samtímis. Áhorfendur hins- vegar sitja ýmist "úti" eða "inni" og sjá því aðeins helm; ing atburðarrásarinnar í einu. I hléi er svo skipt um sæti og áhorfendur fylgjast með sýn- ingunni öðru sinni, af hinu sviðinu. Þessi uppsetning felur í sér skemmtilega formtil- raun og kerfst mikils af leikurum sem eru á öðru hvoru sviðinu allan tím- ann. Aðstandendur sýn- ingarinnar hafa lagt mikla vinnu í að stilla saman at- burðarrás beggja sviðanna því hvergi er afdrep til að doka við að tjaldarbaki, allt er sýnilegt. Erfiði þeirra hefur skil- að árangri, tilraunin hefur tekist. Þótt áhorfandinn viti að eitthvað sé um að vera á hinu sviðinu er nægilega mikið að gerast fyrir framan hann til að halda athygli hans. Þegar kemur að hléi er hann svo mátulega forvitinn um hina hlið málanna til að Pau Ragnheiður JP% Jónsdóttir skrifar K^« um leikritið ^B^'^ Himnaríki —^—^^Hk^_ vera fús að sjá sýninguna aftur frá öðrum sjónarhóli. Höfundur Himnaríkis tók ekki upp á þessari formtilraun út í loftið, heldur endurspeglar hún ákveðinn klofning eða tví- skinnung í lífi persóna. Enginn er í raun sá sem hann vill eða þykist vera. Enginn getur með góðu móti sagt það sem hann meinar og enginn gerir það sem hann segist ætla að gera. Gömlu vinirnir eru fastir í ákveðnum hlutverkum innan hópsins sem þeir ýmist vilja losna úr eða losa hvern annan úr. Klisjur, enskuslettur og töffarastælar koma í stað einlægni og öllu máli skiptir að missa ekki and- litið. Annað slagið rofar þá til og persónurnar opna sig í "ein- rúmi", sem undirstrikar enn- frekar bilið milli þess sem þær eru og þess sem þær sýnast vera. Leikurinn er kraftmikill og ærslafenginn án þess þó að vera fáránlegur og skila allir leikarar sínum hlutverkum á sannfær- andi hátt. Búningar, lýsing, hljóð og sviðsmynd leggja sitt af mörkum til að skapa þá heild sem verkið krefst. Þótt helgin í Himnaríki standi ekki undir nafni þá stendur sýningin fylli- lega fyrir sínu og geta hlutað- eigandi verið ánægðir með út- komuna. Ég þakka aðstandend- um Hermóðar og Háðvarar fyr- ir góða skemmtun og óska Hafnfirðingum til hamingju með efnilegt leikhús. Æringi -meinlegur og miskunnar- laus skrifar: Sumarhús í frysti St. Jósefsspítali er eitt fjögurra sjúkrahúsa sem heilbrigðisráðherra hefur komið á gjör- gæslu. Mun líðan sjúkrahússins eftir atvikum en eins og öllum er kunnugt hefur stjórn þess ekki náð að halda rekstrinum innan ramma fjárlaga. Því hefur verið skipaður tilsjónarmað- ur með rekstrinum sem væntanlega merkir að læknar og annað starfslið þarf að ljúka öllum aðgerðum fyrir fjógur og má því engan tíma missa. Eins verða útgjöld til lyfjakaupa (þar með talið til svæf- og deyfingar) rækilega skorin niður við trog: Undan hnífnum hörundið í hraðri ristu rofnar. Sker og klippir, læknalið af lurki sjúkur sofnar. Æringja skilst að nýja atvinnuleikhúsið okk- ar Hafnfirðinga sé í gamla frystiklefa Bæjarút- gerðarinnar sálugu. Þar inni mun hafa verið reistur sumarbústaður og myndast við það skemmtileg þversögn í koti Háðvarar (og Her- móðs) þegar sumar er á enda: Vitjar varar háðsins hetja vetrardagur fyrsti. Pá hæfir sannarlega að sefja sumarhús í frysti! Hafnfirskur hundur sigraði á alþjóðlegri hundasýningu um daginn, var mesti hundur sýningarinnar en líklegast þó sá minnsti um leið. Þannig á hvutti ýmislegt sameiginlegt með nokkrum smámennum en þó stórmennum í veraldarsögunni og ber því nafn með rentu: Þótt lftill læðist smátt á tá iitlum fótum stikli agnartítla ofnafn á Alexander mikli. Frétt í síðasta Fjarðarpósti vakti undarlegar hugrenningar í ærðum kolli, óstöðugum fyrir. "Ljóst að búið er að semja stórlega af sér" sagði nefndarmaður í viðræðunefnd um stækk- un álvers. Hvar endar þessi vitleysa? Hindrar stórfellt málastreð stækkunarhuga flinka. Ætli því Ijúki ekki með að álverið fari að minnka... Guðrún Jóna Jónsdóttir og Gunnar Helgason í hlutverkum sínum. ^^ M I^BH M H^ ¦ ¦*¦¦»¦¦>!¦¦ M A Nýjir klossar Fullt nafn? Gunnar Svavarsson Fæðingardagur? 26. 9. 1962 Fjölskylduhagir? Giftur Hrönn Ásgeirsdóttur _ kennara og eigum Tinnu 11 ára, Ásgeir 4 ára og Ólöfu Rún 2 ára. Bifreið? Mitsubitshi Pajero '85 Starf? Starfsmaður Aðalskoðunnar Fyrri störf? Verkfræði- og fræðslustörf Helsti veikleiki? Þykir gott að borða Helsti kostur? Verð mjög sjaldan reiður Eftirlætismatur? Allur matur Versti matur? Ókræsilegur fiskur Eftirlætistónlist? Tónlist flutt af Dire Straits Eftirlætisíþróttamaður? Sigurður Einarsson spjótkastari Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Davíð Bald- vin Grímssyni Eftirlætissjónvarpsefni? íþróttir Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Fjölmargt og sem betur fer má slökkva Besta bók sem þú hefur lesið? Byggðir og bú í S-Þingeyjasýslu Hvaða bók ertu að lesa núna? Verslunarsögu Hafnarfjarðar Uppáhaldsleikari? Sigurður Sig- urjónsson Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Forrest Gump Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Er með fjölskyldunni Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Reykjadalur í S- Þing. Hvað meturðu mest í fari annarra? Hreinskilni Hvað meturðu síst í fari ann- arra? Geta ekki samglaðst með öðrum Hvern vildirðu helst hitta? Deming og Juran, gúrúar í gæðamálum Hvað vildirðu helst í afmæl- isgjöf? Nýja klossa Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Borga skuldir og fjárfesta Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Heilsa samstarfsfólki og gera nokkra samninga Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Líklegast í krukku Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Sá sem fær mann til að hlægja

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.