Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Enginn árangur af fundi Sparnaðarráðs og STH Launakerfið er ónýtt -segir Árni Guðmundsson formaður STH Gnginn árangur varð af fundi talsmanna STH og Sparnaðar- og hagræðingarráðs nýlega þar sem rædd voru áform ráðsins um að segja upp sérkjarasamningum bæjarstarfsmanna. Arni Guð- mundsson formaður STH segir að launakerfi bæjarins sé ónýtt og að STH sé til umræðu um endurbæt- ur á því, enda sjálfsagt að leiðrétta það. „I launakerfinu nú er til dæmis ekkert tillit tekið til stjómunará- byrgðar, faghópar eru illa launaðar og má þar nefna að verkfræðingar og tæknifræðingar fá borguð laun sem eru undir töxtum félagsins og ekki er greiddur Iífeyrir af yfir- vinnu,“ segir Ámi. „Það er svo mat STH að allir séu á of lágum grunn- launum." Sem fyrr segir varð engin niður- staða af fundinum og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Árni lagði fram tillögu um að hætt yrði við áform spamaðarráðs í núverandi mynd en ekki reyndist vilji fyrir því. Nýr æfingavöllur á Haukasvæöinu á Asvöllum Ingvar Viktorsson leggur síðustu torfuna á völlinn. Fyrir yngstu aldurs- hópana Um síðustu helgi var lokið við að tyrfa nýjan æfingavöll fyrir yngstu aldurshópana á Hauka- svæðinu á Ásvöllum. Það var Ingv- ar Viktorsson bæjarstjóri sem lagði síðustu torfuna. Lúðvík Geirsson formaður Hauka segir að með þessum áfanga hafi félagið endanlega yfirgefið gamla svæðið á Hvaleyrarholtinu. „Við emm með 14 aldursflokka í knattspymunni og það var mikil ásókn hjá yngstu hópunum í að kom- ast á æfmgasvæði. Hingað til höfum við notað Hvaleyrarholtið. Þessi völlur sem við lukum við nú kemst í gagnið strax næsta vor og þá ætti öll starfsemin sem verið hefur á Hval- eyrarholtinu að flytjast á Ásvelli," segir Lúðvík. I máli Lúðvíks kemur fram að þegar þessi nýji grasvöllur kemst í gagnið sé lokið við gerð grasæfinga- svæða á Ásvöllum. Næsta stórverk- efni félagsins sé svo bygging á nýju íþróttahúsi. Það liggi fyrir framdrög að hönnun þessa húss og óskað hafi verið eftir heimild hjá bæjaryfirvöld- um að hanna það endanlega. „Við munum gefa öllum deildum félags- ins kost á að koma með sínar ábend- ingar og athugasemdir um tilhögun í húsinu," segir Lúðvík. „Síðan verður það hannað og teiknað í endanlegri mynd.“ Nám.stlokkar Ilafuarfjardar Nú er vetrarstarfið að hef jast! Námskráin er komin út. Fjölbreytt úval námsgreina í boði á haustönn. Innritun fer fram dagana 25.-29. september á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar Strandgötu 4, 3ju hæð milli kl. 10 og 17. Upplýsingar eru veittar í síma 555 3444 milli kl. 10 og 16 og í síma 565 1322 milli kl. 17 og 19. Ath! Námsgjöld greiðist við innritun. Greiðslukortaþjónusta. Kennsla hefst skv. stundaskrá 2. október. Haustvörurnar komnar HerrA HAFNARFJÖRÐUR í MIÐBÆ, SÍMI 565 0073 Á mvndinni má sjá Höllu Benediktsdóttir (standandi), skólastjóra Prjónaskóla Tinnu, ásamt fyrstu nemendunum á almennu prjónanám- skeiði. (mynd Hugi Hreiðarsson). Prjónaskóli Tinnu settur á stofn Þann 4. september s.l. var stofn- settur Prjónaskóli Tinnu, en hann er til húsa að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði. Undirbúningur að skólanum hefur staðið yfir í eitt ár og munu tveir kennarar starfa þar í vetur. Ein helsta ástæðan fyrir stofnun skólans er sú þróun sem átt hefur sér stað í mörgum löndum Evrópu. Þar hefur prjónþekking verið að tapast og kynslóðir að koma fram sem ekki kunna að prjóna. Nú síðustu ár má greina merki þess í grunnskólum hér á landi að minni áhersla er lögð á handmenntir. Þessari þróun vil! Prjónaskóli Tinnu snúa við og hjálpa til í starfi íslenskra skóla í eflingu á handmenntinni. I vetur verður boðið upp á fjögur námskeið, unglinga-, al- mennt-, prjónatækni- og hekl. Skóla- stjóri er Halla Benediktsdóttir, en hún hefur meðal annars starfað við kennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Það er Gambúð- in Tinna í Hafnarfirði sem er stofn- andi skólans. ALLAR VIÐGERÐIR: • Hjólastillingar • Vélastilling • Hemlaprófun • Réttingar • Bílasprautun • Endurskoðun • Shell smurstöð Við erum númer eitt - ÍKaplahrauni - / að þjóna þér FAGGILT ENDURSKOÐUNARVERKSTÆÐI níT jtíj BÍLASPÍTALINN þ=> KAPLAHRAUN11 • 220 HAFNARFIRÐI • Símar: 565 4332 og 555 4332 • Fax: 565 4336 UNGLIIUGA-EROBIK 4 vikur kr. 3900,- m/5 tima Ijósakorti kr. 4400,- 8 vikur, kr. 7.500,- m/5 tíma Ijósakorti kr. 8000,- HRFXS LIKAMSRÆKT OG L.TOS Leiðbeinandi Þór Sverris BÆJARHRAUNI 4, HF. SÍMI 565 2212

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.