Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Page 8

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Page 8
STÓRMARKAÐUR HAFNARFIRÐI r-'i- " virka daga 9:00 - 22:00 helgar 10:00 - 20:00 120% AFSí..rruR Jlr FILMUJR & FRAMK#‘ LLUN Mi&bæ ■ s. 565 4120“ Stefna VSÍ á hendur bæjaryfirvöldum Yfirlýsingunni breytt eftir undirskrift bæjaryfirvalda? Svo virðist sem yfirlýsingunni sem fylgdi með skuldabréfi Hyrn- ingarsteins, starfsmannafélagi Hagvirkis/Kletts, hafi verið breytt eftir að hún var undirskrifuð. A Ijósriti sem Fjarðarpósturinn hef- ur er fyrirsögnin aðeins “Ynrlýs- ing” en á eintaki Handsals er búið að bæta orðinu “Abyrgðar” fyrir ofan. Talsmenn Handsals halda því fram að þetta hafi verið gert með samþykki fjármálastjóra bæjarins en hann segir það rangt. Ætlun Handsals mun hafa verið að auð- velda sölu bréfins með þessu móti. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri seg- ir að gögnum hafi verið breytt og að frumriti þeirra af yfirlýsing- unni og eintaki Handsals beri ekki saman að þessu leyti. Eins og kunnugt er af fréttum hef- ur kaupandi bréfsins, VSÍ, stefnt bæjaryfirvöldum og krafið þau um greiðslu þar sem skuldabréfið hafi verið með bæjarábyrgð. Er í því sam- bandi vísað til framangreindrar yfir- lýsingar. Ekkert í yfirlýsingunni eins og hún er upphaflega kveður á um bæjarábyrgð, aðeins að samþykkt sé að bæjarsjóður muni sjá til þess að greitt verði af bréfinu af verksamn- ingi um hönnun og byggingu dælu- og jireinsistöðva. I heild hljóðar yfirlýsingin svo, undirrituð af fulltrúum Hafnarfjarð- ar, Hagvirkis/Kletts og Handsali: “Vegna skuldabréfs útgeflð 17.12. 1993 af Hymingarsteininum....að nú- virði kr. 8.000.000 til 4 ára. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur skv. meðfylgjandi yfirlýsingu sam- þykkt að greiðslur skv. verksamningi milli Bæjarsjóðs og Hagvirkis - Kletts frá 28.01. 1994 um hönnun og byggingu dælu- og hreinsistöðva í Hafnarfirði muni renna til að greiða niður umrætt bréf. Verði vanskil á ofangreinsu bréfi í framhaldi af þessu mun Bæjarsjóður Hafnarfjarðar sjá til þess að bréf þetta verði greitt upp á gengi... og þá jafnframt hafa rétt til að nýta sér bréfið sjálfir á móti áðunefndum verksamningi. Hagvirki - Klettur hf samþykkir ofangreinda ráðstöfun á greiðslum úr umræddum verksamningi milli Bæj- arsjóðs Hfj. og Hagvirki - Kletts...” Samkvæmt þessari yfírlýsingu eru bæjaryfirvöld einungis að ábyrgjast að greitt verði af bréfinu af greiðslum til Hagvirkis/Kletts vegna framan- greindra verkefna. Sem kunnugt er varð ekki úr að Hagvirki/Klettur tæki að sér þau verkefni og því líta bæjar- yfirvöld svo á að málið hafi fallið niður. Bréf bæjarlögmanns I bréfi sem bæjarlögmaður skrif- aði til lögmanns VSI vegna þessa máls er VSÍ fór að ganga eftir kröfu sinni segir m.a.: “Hafnarfjarðarbær stendur að sjálfsögðu við þá yfirlýs- ingu sem greindu skuldabréfi fylgir... Abyrgð bæjarins samkvæmt yfir- lýsingunni tók til þess að sjá um að greiðslur samkvæmt tilteknum verk- samningi, sem tilgreindur er í yfirlýs- ingunni, rynnu til greiðslu á skulda- bréfinu. Þar sem skuldari, Hagvirki-Klettur hf, er nú gjaldþrota og getur því ekki efnt samninginn mun eðlilega ekki verða af þessu greiðslufyrirkomu- lagi. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar mun ekki taka á sig frekari ábyrgð en yfir- lýsingin kveður á um.” Lögmaður VSI mótmælti þessari túlkun bæjarlögmanns með bréfi í febrúar og gerði um leið formlega kröfu um að bæjarsjóður greiddi skuldabréfið í samræmi við yfirlýs- inguna. I svari sínu áréttar bæjarlög- maður það sem hann hafði þegar sagt og segir svo: “Fjármálastjóri hefur enga heimild til þess að skuldbinda bæjarsjóð með þeim hætti sem þér haldið fram. Vísa ég til 89. gr. sveit- arstjómarlaga nr. 8/1986 því til stað- festu. Það getur bæjarstjóm ein og þá með einfaldri ábyrgð og gegn trygg- ingum sem hún metur gildar...” Stefna VSÍ I stefnu þeirri sem VSÍ hefur lagt fram í Héraðsdómi Reykja- ness kemur m.a. fram í rökstuðn- ingi fyrir aðalkröfu VSI að byggt er á að fjármálastjóri hafi undirrit- að yfiriýsinguna í umboði bæjar- stjórnar. Síðan segir m.a.: “Hafi honum verið falið það sérstaklega af bæjarstjórn að hlutast til um að rita undir fyrir hönd bæjarins og bæjarstjórn verið í lófa lagið að mótmæla heimild hans til undirrit- unar hafi hann án sérstaks umboðs eða heimildar bæjarstjórnar undir- ritað yfirlýsinguna. Á fundi í bæj- arráði Hafnarfjarðar þann 15. sept- ember 1994 er það bókað að minn- isblað fjármálastjórans um fjár- hagsleg samskipti bæjarsjóðs og Hagvirki-Kletts hafi verið kynnt af bæjarstjóra og niðurstaða hans af kynningunni verið samþykkt sam- hljóða. I aðgerðarleysi bæjar- stjórnar og bæjarráðs felist því eft- irfarandi samþykki umboðs hið minnsta...” Ferðasaga Nú í sumar voru haldnir Alþjóðasumarleikar þroska- trúi Hafarfjarðar var sundkonan Anna María Bjamadóttir. heftra í New Haven í Bandaríkjunum. Frá Islandi fóru 28 Ohætt er að segja að íslenski hópurinn hafi staðið sig með einstaklingar auk þjálfara og fararstjóra. I miklum ágætum í þessari ferð. Fjarðarpóstinum í dag er sögð ferðasaga hópsins en full- -SJÁ BLS. 7 Ibúar við Suðurgöt- una setja upp skilti Nokkrir íbúar við Suðurgötuna tóku sig saman á sunnudag og settu upp skilti við götuna með orðsendingum til ökumanna. Á skiltunum voru ökumennirnir beðnir um að aka ekki hraðar en 30 km og að sýna tillitsemi. Sem kunnugt er af frétt í síðasta Fjarðarpósti eru umferðarmál við götuna ofarlega í hugum flestra íbúa þar. Að þeirra sögn var þetta örþrifa- ráð til að takmarka ökuhraðann því úrbætur eru ekki á döfinni af hálfu bæjaryfirvalda þrátt fyrir bréfa- skriftir, símtöl og undirskriftasöfn- un. Einnig vantar tilfinnanlega ör- uggt leiksvæði fyrir böm við göt- una. Þar búa 85 böm og næsti leik- völlur er við Selvogsgötu og er hann ónýtur og í raun hættulegur bömum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.