Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 1
Bæjarlögmaður telur jörðina Stekk eign bæjarins Köllum landið til okkar og skipuleggjum byggð -segir Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Guðmundur Benediktsson bæj- arlógmaður hefur sent frá sér álit þar sem fram kemur að hann telur Hafnarfjarðarbæ eiga jörðina Stekk en hún hefur Iengi verið tal- in eign Kára Þórðarsonar. Álit sitt byggir Guðmundur á afsalsbréfi landbúnaðarráðherra frá árinu 1965 þar sem hann afsalar bæjar- stjórn Hafnarfjarðar landi jarðar- innar Áss en Stekkur var leigujörð á því landi. Ingvar Viktorsson bæj- arstjóri segir að í framhaldinu muni bæjaryfirvöld fara í að kalla landið til sín og skipuleggja þar byggð. Guðmundur Benediktsson segir að samkvæmt byggingarbréfi sem Kári fékk í hendur 1953 komi framað jórðin Stekkur sé leiguland frá Ási. Hinsvegar eigi Kári sjálft húsið á jörðinni en það brann árið 1975. "Ég er með hugmynd um hvernig hægt er að leysa þetta mál en á eftir að ræða það við Kára," segir Guðmundur. "Hinsvegar eru ákvæði í byggingar- bréfinu þess efnis að nóg er að senda bréf til að segja upp leiguréttinum." Ingvar Viktorsson segir að það vekji furðu að þetta hafi ekki komið fram áður en bæjaryfirvöld hafa lengi haft augastað á jörðinni hvað varðar framtíðarskipulag byggðar í bænum. I afsalsbréfi landbúnaðarráðherra segir m.a. að ráðherrann lýsi hér með Hafnarfjarðarbæ réttan og löglegan eigenda að landi jarðarinnar Ass og hirðir hann allan arð af því frá far- dögum 1965. Jafnframt er getið þess að þeir einstaklingar og félög sem fengið hafa lóðir og landspildur á leigu í landi Áss eða önnur réttindi haldi þeim rétti sínum samkvæmt leigusamningum sínum. Heims- mets- hafi Hafnfirðingurinn Pálmar Guð- mundsson náði þeim einstæða árangri á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Frakklandi fyrr í mánuðinum að setja eitt heimsmet, eitt Evrópumet og tvö íslandsmet. Er þetta langbesti árangur sem Islendingur hefur náð í hans flokki á alþjóðlegu móti til þessa. Auk þessa hampaði Pálmar Evrópumeistartitli í tveimur grein- um á mótinu. Pálmar stundar nám í Flensborgarskólanum og á myndinni má sjá hann, við borðsendann, í hópi skólafélaga sinna. Hann er 18 ára gamall og hefur æft sund í 12 ár. -SJÁ BLS. 8 ^ Flatahrauni s. 565-4990 Afmælistilboð Ostborgari sælkeranýjung Franskar kartölflur meb ostasósu Hafnfirðingar þökkum frábærar móttökur á fyrsta árinu okkar. Jolli 1. árs

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.