Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 28. sept. til mið- vikudags 4. okt. Vutnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Það verður eitthvað til þess nú í vikunni að þú fullorðnast. Breytt útlit, burt með galla- buxur og strigaskó. Lífsstefna er að fæðast í kollinum á þér, já, lífið er einhvers virði og að sjálfsögðu hefur það annan og meiri tilgang en að lifa eingöngu fyrir hvem dag. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Stjömumar segja þér að vera vel vakandi þessa vikuna. Fylgstu gætilega með öllu og öllum og leggðu allt óvenjulegt á minn- ið. Þetta gæti komið sér vel síðar meir þeg- ar einhverjum vantar upplýsingar um atvik og þú ein(n) mannst þetta allt, pottþétt. Hrúturinn (21. mars - 19. aprfl) Einhver togstreita mun gera vart við sig um mánaðarmótin. Utanaðkomandi áhrif og eigin hugmyndir ganga ekki alveg upp. Endurskoðaðu hugmyndimar og reyndu að fara milliveginn. Annar hrútur verður þér geysilega hjálplegur í þessu vanda- máli. Nautið (20. apríl - 20. maí) Strax uppúr mánaðarmótum koma bjartir og skemmtilegir dagar og er kominn tími til. Þetta er búið að vera hálfgert “nauta- atalíf’ undanfarið. Gerir þú einhverja skriflega samninga, lestu allt vel og vand- lega og vertu viss um að þú skiljir það allt, ella spurðu. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Góð vika til að láta bera á sér og þú hefur alveg efni á því. Klæddu þig í lifandi, hlýja liti eins og gult, grænt, og rautt. Ef þú ert eitthvað feimin(n) við þessa liti, hvernig væri þá að nota þá til að brydda upp á þessa muskuliti þína. Þú þarft að láta vita af þér! Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Það verður eitthvað rólegra í kringum þig eftir mánaðarmótin. Svo notaðu tímann til að sinna fjölskyldu og vinum sem þú hef- ur vanrækt að undanfömu. Annað sem þér er ráðlegt er að fræðast nánar um starfið. Þó þú vitir mikið og ert klár, veistu ekki allt. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Ástarmálin spila með þig í orðsins fyllstu merkingu, alla vikuna. Þar er engan grið að finna. Ástvinur þinn er eitthvað óá- nægður með tilveruna svo þú þarft að taka þar á, kaupa eitthvað fallegt fyrir ástina þína, sættast og elskast þar til allt verður gott. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Það er að fara hálf einkennilegur tími í hönd. Þú verður greinilega var við að hlut- ir eru að gerast sem aldrei hafa gerst áður. Þú upplifir tilfinningar sem þú kannast ekki við. Þetta vekur hjá þér þögla undmn og þú felur þetta fyrir öðmm. Veistu hvað þetta er? Vogin (23. ^ept. - 22. okt.) Hvemig væri að baka afmælistertuna með einhverjum af yngri kynslóðinni eða bjóða eingöngu bömum í afmælið. Halda hluta- veltu þar sem allir fá lítinn vinning. Það yrði sko afmælisveisla með trompi og sem hvorki þú né bömin munu nokkum tímann gleyma. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Stattu fast á réttlætinu þegar þér finnst óréttlæti beitt. Það þarf ekki endilega að snerta þig persónulega en þú ert réttsýnn og getur komið skilaboðunum vel frá þér. Það er áríðandi að þú látir ekki nöldur- skjóður tmfla þig við að halda friðinn. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Þér er svo sannarlega treystandi fyrir öll- um heimsins leyndarmálum og ekkert kemur þér á óvart eða úr jafnvægi. Þar sem framundan em mildir og rólegir tím- ar, þarftu aðeins að hafa vakandi auga með hvað þú aðhefst. Ekki gera aftur sömu mistökin. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Svo lengi sem þú ert óákveðin(n) og óör- ugg(ur) með framkvæmd mála, skeður ekki neitt. Ef þú blæst ekki í lúðurinn, færðu ekkert hljóð úr honum. Það er ekk- ert sem kemur af sjálfu sér. Fyrst verður þú að rétta út höndina og svo fyrir alla muni að hafa lófann opinn. Bros bætir “báttiö” Einkasýning Valgerðar Hauksdóttur í Hafnarborg Á laugardag opnar Valgerð- ur Hauksdóttir einkasýningu í Hafnarborg. Á sýningunni verða á milli 50 til 60 verk unnin á pappír en sýningin er í öllu húsnæði Hafnarborgar. Hluti sýningarinnar er mynd/tónverk unnin í sam- vinnu við Þorstein Hauksson. Valgerður hlaut myndlistar- menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún lauk mastersgráðu frá Illinois háskóla 1983. Síðan 1984 hefur Valgerður starfað sem kennari við grafíkskor Myndlista- og handíðaskóla ís- lands þar af aðstoðarskólastjóri á síðasta vetri. I ár nýtur hún starfslauna listamanna um tólf mánaðar tímabil. Sýning Valgerðar er sjöunda einkasýning hennar en þar fyrir utan hefur hún tekið þátt í yfir fimmtíu samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur yftr til 16. október og er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12.00- 18.00. Ennfremur er opið á fimmtudagskvöldum til kl. 21.00. 'V. Fjáröflunarnefndin: í efri röð eru Jóhanna, Ester og Rut en í þeirri neðri eru Ólína, Guðrún og Agla. Æringi -meinlegur og miskunn- arlaus-skrifar: Þurramál og þorskaverk Tvær feitar fréttir voru á útsíðum síðasta Fjarðarpósts. Önnur var um milljón króna þjófnað og hin um hugsanlega fölsun á marg- milljóna skuldabréfi. Alveg milljón fyrir kald- rifjaða háðfugla að lesa þvílíkt og annað eins. En skyldu fréttimar tengjast innbyrðis? Ann- arsvegar höfum við frétt um að köiúnarbúnað- ur hverfi um leið og fjölmiðlar velta hinsveg- ar upp enn einni hliðinni á samkryllingi bæj- arsjóðs og Hagvirkis. Að minnsta kosti verða þessar tvær gómsætu fréttabollur að gárungs- stórsteik á hlaðborði Æringja: einni allsherjar andlegri næringarsprengju: Bætir enn í hneykslahaf hvíld þeim býður Flói. Kannski ætla sér í kaf kratarnir og Jói. Og enn skal vitnað í þá andlegu fjársjóði sem fólgnir eru á síðum Fjarðarpóstsins, nefnilega mynd á miðopnu síðasta tölublaðs. Myndin fylgir frétt um setningu Fiskvinnslu- skólans sem nú er að hefja upp roðfletta raust sína eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Og þá leiðir af hlutarins eðli að nemar í ftskvinnslu hafa jafnframt sofið í anda Þymi- rósar samtíða skóla sínum. Þeir virðast hins- vegar ekki eins og skólinn fengið prinslegan koss uppvakningar af vörum menntamálaráð- herra við skólasetninguna því á umræddri mynd sjást þrír herramenn á fremsta bekk sitja með hendur í kjötlu og sofandi að sjá, því all- ir hafa þeir misst taumhaldið á sínum fín- hærðu augnflipum um leið og smellt var af! Eindæma augnablik fest á filmu Fjarðarpósts- ins: Sala hafin á Kaldárpokanum Lionsklúbburinn Kaldá mun á næstunni gangast fyrir sölu á Kaldárpokanum. Pokinn inniheldur ýmsar umbúðir sem nauðsynlegar eru á hverju heimili, einkum nú þegar sláturtíð- in fer í hönd. Lionsklúbburinn Kaldá hefur frá upphafi starfað að ýmsum líknarmálum. Má þar á meðal nefna stuðning við sambýli fatlaðra við Einiberg og styrk til mæðrastyrksnefndar fyrir jól. Þá hefur klúbbur- inn einnig staðið fyrir vinsælum bingókvöldum á Hrafnistu ásamt Lionsklúbbnum Ásbimi. Þar að- stoða klúbbfélagar heimilisfólkið við bingóið og leggja til vinninga. Ein af siðareglum Lions hljóðar svo: “Hjálpaðu meðbræðrum þínum í vanda. Þeir sem eiga um sárt að binda þurfa hluttekningu, bágstaddir og minni- máttar stuðning.” Það er von Lionsklúbbsins Kaldár að vel verði tekið á móti sölukonunum er þær bjóða pokana til sölu. Hægt er að panta Kaldárpoka hjá Ester í síma 555-1942. Öllum ágóða verður varið til líknar- mála. Lionsklúbburinn Kaldá þakkar bæjarbúum velvild og stuðning á liðnum ámm. Kennsla í þurrki á þorskaverk þyngir augnalokendur. Verður manna fyrsta verk að vekja sína nemendur! Hafnfirðingar hafa ekki mótmælt jafn há- stöfum og Grafvýgingar þeim áfomium stræt- isvagnafyrirtækja að hækka fargjöldin. En þetta dreymdi mig um nóttina: Lítill spotti langur var langaði ekki að hlaup'ann. Með strætó hugðist fá mitt far en fjarri ntér að kaup'ann. Rækta likama og sal Fullt nafn? Auðunn Gísli Ámason Fæðingardagur? 19.2. 1959 Fjölskylduhagir? Ókvæntur og barnlaus Bifreið? Huyndai Accent Starf? Veitingamaður á Kænunni Fyrri störf? Veitingastörf og skíðakennsla Helsti veikleiki? Konur, matur og aðrar unaðsemdir Helsti kostur? Heiðarlegur og tek lífinu ekki of hátíðlega Eftirlætismatur? Allur grænn kostur Versti matur? Allur skemmdur matur Eftirlætistónlist? Blús og flest annað skallapopp Eftirlætisíþróttamaður? Kænu- kylfingar Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Engum Eftirlætissjónvarpsefni? Simp- sons Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Táknmálsfréttir Besta bók sem þú hefur lesið? Heimkoman eftir John Bradshaw Hvaða bók ertu að lesa núna? Leyndir þræðir eftir Colin Dexter Uppáhaldsleikari? Laddi og Hugh Grant Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Pulp Fiction Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Rækta líkama og sál Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Tindur Snæfellsjökuls Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika Hvað meturðu síst í fari annarra? Hroka og óheiðarleika Hvern vildirðu helst hitta? Divine Brown Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Góða bók Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Borga skuldir og fara á skíði til Aspen Colorado Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjar- stjóri í einn dag? Finna varanlegan stað fyrir flotkvína Ef þú værir ekki manneskja, hvað vær- irðu þá? Dauður Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Þeir eru hver öðrum betri.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.