Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Enn umræður um Miðbæ í bæjarstjórn Bæjarsjóður spar- ar 30-40 milljónir krðna á gjaldþroti -segir Þorgils Óttar Mathiesen varabæjarfulltrúi Umræður um Miðbæ hf héldu áfram í bæjarstjórn s.l. þriðjudag þar sem frá var horfið tveimur vikum áður. Meðal þeirra sem til máls tóku var Þorgils Óttar Mathiesen. I máli hans kom m.a. fram að bæjarsjóður myndi spara 30-40 milljónir kr. á bæj- arábyrgð sinni ef Miðbær yrði gjaldþrota. Þorgils Óttar segir að skuldabréf þau sem gefin voru út á móti bæj- arábyrgð upp á rúmar 140 milljónir kr. beri fasta 9,2% vexti. Bréfin hafi dreifst til margra aðila og því ekki hægt að semja um önnur kjör á þeim. Verði Miðbær hf hinsvegar gjaldþrota munu þessi lán verða gjatdfelld og þá hægt að semja um 6-7% vexti á þeim eins og algengir eru í dag. Þá gat Þorgils um að hann væri ekki ánægður með framgang þessa máls hingað til og taldi óeðli- legt að bæjarfulltrúar fengju ekki að sjá ársreikninga Miðbæjar hf. Það var Lúðvík Geirsson sem hóf umræðuna á nokkrum spurningum m.a. um hvaða lögmann bæjaryfir- völd hefðu ráðið til að fara ofan í þetta mál, hvort eitthvað hefði þeg- ar komið frá lögmanninum og af- hverju Miðbæjarnefndin hefði ekki verið kölluð saman í mánuð. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri varð fyrir svörum og upplýsti að lögmaðurinn væri Steingrímur Ei- ríksson sem m.a. hefur unnið fyrir Iðnlánasjóð og væri kunnur svona málum en Ingvar hefði enn ekki fengið skýrslu frá honum. “Eg legg áherslu á að þessu máli verði ekki flýtt bara til að flýta því,” segir Ingvar. “Það eiga engir lausir endar að liggja fyrir þegar endanlega verður gengið frá mál- um..” Jafnframt kom fram í máli Ingvars að ekki væri ástæða til að kalla Miðbæjarnefndina saman fyrr en álit lögmannins lægi fyrir. Meðal þeirra sem til máls tóku voru Jóhann G. Bergþórsson, Magnús Jón Arnason og Magnús Gunnarsson. Námskeiö um bættan rekstur Námsflokkar HafnarQardar Nú er vetrarstarfið að hefjast! Námskráin er komin út. Fjölbreytt úval námsgreina í boði á haustönn. Innritun fer fram dagana 25.-29. september á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar Strandgötu 4, 3ju hæð milli kl. 10 og 17. Upplýsingar eru veittar í síma 555 3444 milli kl. 10 og 16 og í síma 565 1322 milli kl. 17 og 19. Ath! Námsgjöld greiðist við innritun. Greiðslukortaþjónusta. Kennsla hefst skv. stundaskrá 2. október. Haustvörurnar komnar HerrA HAFNARFJÖRÐUR í MIÐBÆ, SÍMI 565 0073 Kór Víðistaðakirkju óskar eftir söngfólki í allar raddir. Á myndinni sést Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntækni- stofnunar setja námskelð um bættan rekstur, sem stendur yflr um þessar mundir. Það er Atvinnumáianefnd Hafnarfjarðar ásamt Iðntæknistofn- un sem standa fyrir þessu námskeiði með aðstoð Sparisjóðs Hafn- arfjarðar. Námskeiðið er fullskipað og eru fyrirsvarsmenn 18 fyrirtækja sem takast þar á við að bæta og efla rekstur fyrirtækis síns. Náms- efninu er skipt niður í 10 námskeiðsdaga með hálfs mánaðar millibil, þannig að námskeiðið stendur fhtm í febrúar á næsta ári. Þátttakendur hittast í matsal Sparisjóðs Hafnarfjarðar annan hvem fimmtudag kl. 14, þar sem þeir hlusta á fyrirlestra og vinna að margvíslegum verkefnum. Á milli námskeiðsdaga heimsækja ráðgjafar fyrirtækin og veita fyrirtækjunum ráðgjöf. upplýsingar í símum: 552-7415 Ulrik 555-1969 Nanna Dýraverndunarfélag Hafnfiröinga 555-3352 Svava Félagið vill koma upp gæiudýragrafreit Dýraverndunarfélag Hafnfirð- inga hefur farið þess á leit við bæj- arráð að kannaður verði möguleiki á að koma upp gæludýragrafreit í Hafnarfirði. Bæjarráð samþykkti að vísa þessu máli til skipulags- stjóra. Jón Kr. Gunnarsson formaður Dýravemdunarfélagsins segir að um gamla hugmynd sé að ræða sem fé- lagið hafi talið ástæðu til að taka upp aftur nú. “Það er tilfinningamál fyrir marga eigendur gæludýra að svona grafreit verði komið á laggimar,” segir Jón en hátt í 200 manns eru nú nreðlimir í félaginu. í erindi Dýravemdunarfélagsins til bæjarráðs var einnig farið fram á að dýralíf við Lækinn yrði verndað. Jón segir að hið sama haft gerst í vor og gerðist á síðasta ári að vargfugl át nær alla andamnga sem komust úr hreiðrum. “Við viljum að bæjaryftr- völd sjái til þess að andarungar kom- ist á legg með því að fækka vargfugl- inum en það hefur farist fyrir nú síð- ustu ár,” segir Jón. FJARÐARPOSTURINN Smáauglýsingar frá einstak- lingum eru birtar án gjalds í blaðinu. Auglýsingasíminn er 565-1745

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.