Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ölason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innhcimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Bágborin niðurstaða Það tók forsætisnefnd alþingis fleiri klukkutíma fund- arsetu að komast að þeim bágbomu niðurstöðu að hin sérstaka 40.000 kr. kostnaðargreiðsla skyldi vera skatt- skyld. Þessi niðurstaða getur þýtt eitt af tvennu, annars- vegar að þeir sem skipa forsætisnefnd séu ekki í neinum tengslum við hugsanagang almennings í landinu og hins- vegar að þeim standi nákvæmlega á sama hvert almenn- ingsálitið er á hverjum tíma. Hvort sem rétt er sýnir þessi niðurstaða ákveðið dómgreindarleysi hjá forsætisnefnd og er það miður. Það er ekki bara ákvörðun forsætisnefndar sem brunn- ið hefur á almeningi og verkalýðshreyfingunni í landinu heldur einnig niðurstaða Kjaradóms hvað varðar kaup- hækkanir til ráðherra, alþingismanna og æðstu embættis- manna þjóðarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra hef- ur sagt að úrskurði Kjaradóms verði ekki breytt og raun- ar á ekki að vera að krukka í úrskurði Kjaradóms á hverj- um tíma. Það verður hinsvegar að koma fram hvaða for- sendur Kjaradómur setur fyrir þeirri niðurstöðu sinni að hækka skuli kaup þessara hópa töluvert umfram það sem samið var um í síðustu kjarasamningum stóru launþega- samtakanna. Síðast þegar úrskurður Kjaradóms um launahækkanir æðstu embættismanna var rekinn þveröfugur ofan í dóm- inn aftur með bráðabirgðalögum var Kjaradómi gert skylt að taka mið af almennri launaþróun í landinu við ákvarðanir sínar. Ljóst er að dómurinn hefur ekki gert slíkt og því spurning um hvort ekki þurfi að skerpa enn- frekar á þessum forsendum fyrir úrskurðum dómsins. Ljóst er að verkalýðshreyfingin ætlar ekki að taka þessu þegjandi og héldu forystumenn hennar á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gærdag til að ræða þessi mál. Verkamannasambandið telur að nú séu for- sendur til að segja upp núgildandi kjarasamningum þar sem hugmyndafræðin á bakvið þá sé brostin. Vissulega má segja að úrskurður Kjaradóms gangi þvert á þá stefnu sem verið hefur við að ná niður verðbólgu og vinna bug á kreppunni sem ríkt hefur á undanfömum árum. Hins- vegar halda forsendur síðustu kjarasamninga stóru laun- þegasamtakana enn og því erfitt að sjá hvemig verka- lýðshreyfingin ætlar að ná þessu markmiði sínu lagalega þótt vissulega sé ekki spurning um að siðferðilega er henni stætt á því. Hvað sem öðru líður hefur öllu verið hleypt í bál og brand í kjaramálum og enginn vafi leikur á því að við næstu kjarasamninga munu stjómmálamenn tala fyrir daufum eymm ef þeir fara fram á hógværð verkalýðs- hreyfingarinnar í launamálum til að viðhalda stöðugleik- anum. Friðrik Indriðason Endastöð strætisvagna verði við Fjarðargötu Á síðasta ári var tekin ákvörðun um verulegar breytingar á leiðar- kerfí almenningsvagna hér í Hafn- arfirði. Breytingin kom til fram- kvæmda þann 19. ágúst s.l.. Hún hafði í för með sér bæði kosti og ókosti. Meginkosturinn var sá að einum innanbæjarstrætisvagni var bætt inn í leiðarkerfið á virkum dögum með það fyrir augum að veita nýjum hverfum betri þjónustu. Helsti ókosturinn við breytingamar var hinsvegar sá að endastöðin var færð upp á Hraun úr miðbænum. Rökin fyrir því voru m.a. sögð vera þau að þannig væru meiri líkur á að hraðleiðin að og frá Lækjartorgi gæti haldið tímaáætlun, en erfitt væri fyrir vagnstjórana að halda áætlun þegar umferð væri þung eða færð slæm á vetrum. Ef grannt er skoðað mæla flest rök með því að hafa endastöð hrað- leiðarinnar sem og annarra leiða strætisvagnanna áfram í miðbæn- um, fyrir framan Miðbæ, nýju versl- unarmiðstöðina, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Sú ráðstöfun var samþykkt á sínum tíma og eftir þeirri samþykkt hefur markvisst verið unnið síðan- eða þangað til nýr meirihluti tók við á síðasta ári. A þeirri samþykkt var byggt þegar gengið var í að endurlífga miðbæ- inn, en ein meginforsenda þess var að þangað og þaðan væm jafnan sem greiðastar samgöngur. Fólki, sem lagt hafði í mikla fjár- festingu í miðbænum, fannst mörgu óeðlilegt að færa endastöðina upp á Hraun. Eðlilegra hefði verið að líta á endurskoðun leiðarkerfisins alls sem viðbót við það sem þegar hafði verið gert og halda áfram að byggja það upp í stað þess að draga úr möguleikum þess, eins og nú virðist vera orðin raunin. Þau rök að hraðleiðin gæti ekki haldið tímaáætlun voru eflaust sett fram af gefnu tilefni. En ef vilji hefði verið fyrir hendi hafði þó auð- veldlega mátt gera aðrar ráðstafanir Ómar Smári ✓ Armannsson bæjar- fulltrúi skrifar um flutning strætisvagna aftur í miðbæinn en að færa endastöðin úr miðbæn- um, t.d. með því að fækka öðmm biðstöðvum þeirra á leiðinni, enda ætlunin að fjölga vögnum í innan- bæjarakstri, gera vagnstjórum mögulegt að aka í vinstri beygju á Fjarðargötu gegnt biðstöðinn í stað þess að þurfa aka um Kirkjutorg, hafa endastöð vagnanna í Reykjavík á Hlemmitorgi eða í Kringlunni, eins og hugmyndir hafa verið um eða endurskoða akstursleiðir vagn- anna í Reykjavík að og frá Lækjar- götu jafnframt því sem ástæða væri til að samræma leiðaráætlanir SVR og AV á öllu höfuðborgarsvæðinu. Komið hefur fram að Hafnar- fjarðarbær hefur fjárfest drjúgum í bílastæðum, m.a. með það fyrir augum að skapa rými og athafna- svæði fyrir endastöð strætisvagnana fyrir framan miðstöðina. Auk þess hafði þegar verið gert ráð fyrir að- stöðu fyrir vagnstjóra þar innan dyra. Við hönnun húsnæðisins og annarrar aðstöðu var sérstaklega tekið tillit til þess að þar yrði önnur endastöð strætisvagnakerfisins í framtíðinni. Víða erlendis eru endastöðvar strætisvagna í miðbæjum. Það er gert til þess að skapa þar nýja möguleika, auka umferð gangandi fólks, glæða svæðin lífi og auðvelda fólki aðgang að nauðsynlegum þjónustustofnunum, sem þar eru yf- irleitt staðsettar. Þess má geta að stór hluti vinnubærra bæjarbúa stundar atvinnu utan bæjarfélagsins. Þetta fólk þarf engu síður en aðrir að geta nýtt sér þjónustu þá sem fyr- ir er í miðbænum. Skiptistöð fjarri miðbænum er ekki til þess fallin að greiða fyrir því. Almenningssamgöngur á að sníða sem best að þörfum fólksins. Eftir því sem þær eru aðgengilegri, því meiri líkur eru á að fólk nýti sér þá möguleika, sem þær hafa upp á að bjóða. Með góðri nýtingu ætti að draga úr útgjöldum bæjarins til al- menningssamgangna. Það hlýtur að vera eitt af markmiðum bæjaryfir- valda, sem á þessu ári þurfa að greiða rúmlega 64 milljónir í kostn- að vegna þeirra, auk tæprar einnar milljóna króna í afslátt til elli- og örorkuþega. Á.stæða er til að standa vörð um eðlilega og nauðsynlega uppbygg- ingu leiðarkerfisins og að áfram verði stuðlað að eðlilegri og sjálf- sagðri þróun þess miðað við upp- haflega áætlun. Ákveðið hefur verið að endastöðin verði upp á Hrauni, enn um sinn a.m.k., en líklegt má telja að stjóm Almenningsvagna og bæjarstjóm muni þurfa að endur- skoða staðsetningu stöðvarinnar innan ekki langs tíma og þa væntan- lega taka ákvörðun um framtíðar- staðsetningu hennar að fenginni reynslu. . Omar Smári Ármannsson Karólína Eiríksdóttir Námskeið í tónlistarhlustun Tónlistarskóli Bessastaða- hrepps stendur fyrir námskeiði í tónlistarhlustun ef næg þátttaka fæst. Tekin verður fyrir tónlist frá ýmsum tímabilum tónlistar- sögunnar og farið verður í form, sögu og uppbyggingu tónverka. Kennari verður Karólína Eiríks- dóttir tónskáld. Námskeiðið verður haldið í hús- næði Tónlistarskólans í íþróttahús- inu á þriðjudagskvöldum og stend- ur í 10 vikur. Kennsla hefst þriðju- daginn 3. október kl. 20.00. Innrit- un og nánari upplýsingar á skrif- stofu skólans í s. 565-2625 og hjá skólastjóra í s. 565-4459. Ekki er krafist neinnar tónlistar- menntunnar og námskeiðið er opið íbúum allra bæjarfélaga sem áhuga hafa. (fréttatilkynning) .Fjögur Islands- met Á Bætingarmóti FH í frjálsum íþróttum sem haldið var s.l. sunnudag voru sett fjögur Islands- met. Þar af bætti Sveinn Þórarins- son FH 10 ára gamalt sveinamet (15-16 ára) Viggós Þ. Þórissonar FH í 300 m grindahlaupi um 1 sek. en Sveinn hljóp á tímanum 39,9 sek. Björgvin Víkingsson FH bætti strákamet (11-12 ára) í sömu grein og hljóp á 53,1 sek. Telpnasveit FH bætti 13 ára gam- alt met í 4x400 m boðhlaupi um tæp- ar 4 sek en þær hlupu á tímanum 4:13,8 mín. Eldra metið átti sveit FH og var Rakel Gylfadóttir þjálfari liðsins í þeirri sveit. I telpnasveitipni voru: Ylfa Jónsdóttir, Lilja Ósk Marteinsdóttir, Hilda Svavarsdóttir og Silja Ulfarsdóttir. Strákasveit FH bætti metið í 4x200 m boðhlaupi sem Afturelding setti fyrr í sumar. Hlupu strákamir á tímanum 2:02,6 mín. I sveitinni voru: Daníel Ingi Eggertsson, Ásgeir Hallgrímsson, Björgvin Víkingsson og Kristinn Torfason.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.