Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Vest Norden ferðakaupstefnan 1995 Fá má fleiri á víkingahátíð 1997 Vest Norden ferðakaupstefnan var haldin í 10. skipti í Þórshöfn í Færeyjum 13-15. september s.l., en eins og menn muna var hún haldin í Hafnarfirði í fyrra. Kaupstefnan var sú fjölmenn- asta sem haldin hefur verið í Færeyjum. Alls voru um 450 þátttakendur á kaupstefnunni, þar af um 250 fulltrúar seljcnda frá íslandi, Færeyjum og Græn- landi og um 200 fulltrúar kaup- enda frá fjölmörgum ferðaskrif- stofum og ferðaskipuleggjendum erlendis. Frá Hafnarfirði mættu til leiks fulltrúar frá Ishestum, Fjörukránni og Hafnarfjarðarbæ. Var rætt við tugi erlendra fulltrúa og þeim kynntar nýjungar í ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Kynntur var nýr þjón- ustubæklingur um Hafnarfjörð og næstu Víkingahátíð sem áformað er að halda í júlí 1997. Vakti heim- ildarmynd sem gerð hefur verið um hátíðina mikla athygli og var skoðun flestra viðmælanda, ekki síst fulltrúa Flugleiða erlendis, að fá mætti mun fleiri almenna ferða- menn til Hafnarfjarðar á hátíðina 1997 þar sem svo góður tími væri til stefnu að kynna hana. Kynntar voru nýjungar í veitingum og gist- ingu í bænum enda hefur t.d. gisti- stöðum fjölgað um fjóra frá því í fyrra. Bagalegt er að geta ekki kynnt hótel í Hafnarfirði þar sem þriðjungur kaupenda lítur ekki við annars konar gistingu fyrir sína gesti. Eru Hafnfirðingar hér illi- lega utangátta að mínum dómi og æskilegt að hótel rísi í bænum inn- an 2-3 ára. En ekki þýðir þó að gráta Björn bónda, heldur safna liði og stuðla að aukinni afþrey- ingu í Hafnarfirði. A Vestnorden voru að sjálfsögðu kynntir allir af- þreyingarmöguíeikar í bænum s.s. fiskmarkaður, hjólaferðir, söfn, gallerí og sund. Þótti kaupendum huliðsheimaferðir, leikþættir um álfa og skemmtun með álfamat- seðli skemmtileg hugmynd, en hana hafa A. Hansen menn verið að prufukeyra í sumar. Tel ég lík- legt að úr gæti orðið góð “sölu- vara” ef rétt er á spilum haldið fyr- ir næsta sumar. Skemmtileg hug- mynd um hraðbátaferðir frá Naut- hólsvík (við Loftleiðahótelið) eða Alftanesi um Bessastaði, Skansinn og til Hafnarfjarðar vöktu tals- verða athygli og er nú verið að hrinda jtenni í framkvæmd. Hesta- leiga Ishesta nýtur sífellt meiri hylli og virðist ferð frá Hafnarfirði í Bláa-lónið ætla að slá í gegn eins og víkingaveislur í Fjörukránni Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafulltrúi skrifar um Vest Norden ferðakaupstefnuna hafa gert. Viðraðar voru hugmynd- ir um Reykjaveginn, gönguleið sem áformuð er frá Þingvöll- um/Nesjavöllum að Reykjanesvita - alls 7 dagleiðir. Munu settir nið- ur skálar við enda hverrar dagleið- ar auk tjaldstæða með helstu þæg- indum. Gengið verður um Kaldár- sel og þykir mér líklegt að Kaldár- sel geti orðið miðpunktur á Reykjavegi þar sem annað hvort er gengið til austurs (3 dagleiðir) eða vesturs (4 dagleiðir). Þessa skemmtilegu gönguleið má ganga nær allt árið og er líkleg til vin- sælda bæði meðal innlendra sem erlendra göngumanna. Aformað er að hefja göngu um Reykjaveg þeg- ar á næsta ári, en framkvæmdum við skála verði lokið 1997. Ferðamálanefnd hefur verið með hugmynd uppi um Ævintýra- og þjóðsagnagarð fjölskyldunnar í Hafnarfjarðarlandi og féll hún vel í fulltrúa ferðaskrifstofa. Er mikil undirbúningavinna framundan áður en hægt er að slá föstu hvort slíkur garður geti borgað sig og hve fjölbreyttur hann ætti að verða. Mikilvægt er að hefja for- könnun á þessu. Hafnarfjörður hefur augljóslega alla burði til að vaxa enn frekar sem ferðaþjónustubær í framtíð- inni. Mikilvægt er að leggja rækt við uppbyggingu afþreyingar í bænum þannig að sem flestir geti hér fundið eitthvað við sitt hæfi - jafnt Hafnfirðingar, innlendir og erlendir gestir. Vest Norden í Færeyjum tókst vel og hefur hún nú fest sig í sessi sem ein allra mikilvægasta ferða- kaupstefna sem íslenskir ferða- þjónustuaðilar taka þátt í. Öll framkvæmd frænda okkar, Færey- inga var þeim til mikils sóma og lokahófið, í hinu stórglæsilega Norræna húsi þeirra, rúsínan í pylsuendanum. Heimildarmynd um víkingahátíðina vakti mikla athygli. V Íísl lipurðjojg] ■ ! öry8g' Þitt er valið 1 L A r Bifreiðaskoðun íslands hf. Nú líka í Garðabæ við Garðatorg. Pantanasími 567 2811 L

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.