Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 12.10.1995, Blaðsíða 1
Fundur Miðbæjarnefndar í upphafi vikunnar Samningur á bnrðinu sem afgreiða skal í bæjarráði Vinnubrögðin eru með eindæmum, segir Lúðvík Geirsson Á fundi í Miðbæjarnefnd í upphafi vikunnar var lagður fram samningur um yfirtöku bæjarsjóðs á hótelturninum í Miðbæ Hafnarfjarðar hf. ásamt kaupum bæjarsjóðs á bílakjallar- anum undir húsinu. Jafnframt kom fram á fundinum að samn- inginn ætti að afgreiða í bæjar- ráði í dag, fimmtudag. Lúðvík Geirsson fulltrúi minnihluta bæj- arstjórnar í Miðbæjarnefnd segir að þessi vinnubrögð séu með ein- dæmum. Eigendur Miðbæjr hf. munu að vonum vera ánægðir með þennan samning sem nú liggur fyrir enda er komið til móts við þá í öllum höf- uðatriðum í honum. "Ég fékk að sjá þennan samning fyrst á þessum fundi á mánudag og get ekki tjáð mig um einstök atriði hans enda trúnaður á þeim," segir Lúðvík. "Hinsvegar hefur okkur í minni- hlutanum ekki verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við þennan samning né virðist ætlunin að bæj- arstjórn komi að málinu." Alls höfðu liðið um sex vikur frá því Miðbæjarnefnd kom saman síð- ast og fram að fundinum á mánu- daginn. Lúðvík segir einsýnt að þessi tími hafi verið notaður til að láta lögfræðing meirihlutans gera þennan samning. Það væri hinsveg- ar spurning hvort það stæðist laga- lega að ætla að samþykkja samn- inginn í bæjarráði þar sem til dæm- is þau beinu fjárútlát sem hann fel- ur í sér eru ekki inni í fjárhagsáætl- un. Sem kunnugt er af fréttum Fjarð- arpóstsins hefur komið fram að bæjarlögmaður álítur með öllu ónauðsynlegt fyrir bæjarsjóð að festa kaup á bílakjallaranum þar sem bæjaryfirvöld hafi þegar óheft- an og ótakmarkaðan aðgang að hon- um. Þar að auki hefur komið fram að lán þau sem bæjarsjóður myndi yfirtaka með því að leysa til sín hót- elturninn eru á mjög háum vöxtum og þeim ekki hægt að breyta nema Miðbær verði gjaldþrota og lánin myndu þar af leiðandi gjaldfalla. Götu- hlaup Götuhlaup FH, Búnaðarbank- ans og Vina Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 7. október í ágætu veðri við Suðurbæjarlaug- ina í Hafnarfirði. Keppt var í fimm aldursflokkum og fimm vegalengdum í báðum kynjum. Allir þátttakendur er luku hlaup- inu fengu verðlaunapeninga frá Ferðamálaráði Hafnarfjarðar og urðu þá um leið Vinir Hafnarfjar3ar. Þá fengu fyrstu einstaklingar í hverj- um flokki verðlaunaplatta og Bún- aðarbankinn gaf vegleg aukaverð- laun. Yngstu krakkarnir fengu Æskulínupakka, ll-14árakrakkarn- ir fengu Vaxtalínubók. Alls hlupu rúmlega 100 þátttak- endur í hlaupinu, sem er mjög góð þátttaka. -SJÁ BLS.7 Bæjar- stjóri ogSTH Landsins mesta úrval af keramikvörum Jólavörur í úrvali - Námskeið byrjuð Listasmiðjan m^ i^isiasmiojan "***»& Fagmennska ífyrirrúmi Dalshrauni 1, Hafnarfirði, sími 565 2105, fax 555 3170 Innritun hafin.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.